Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. september 2025 07:18 Al-Thani segir alla von úti fyrir gíslana sem enn eru í haldi Hamas. epa/Mohamed Hossam Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al-Thani, forsætisráðherra Katar, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Þetta sagði al-Thani í samtali við CNN í kjölfar árása Ísraelshers á samninganefnd Hamas í Doha á þriðjudaginn. Hann sagði árásina hryðjuverk af hálfu Ísraels og kallaði eftir því að Netanyahu yrði látinn svara fyrir málið fyrir dómstólum. Fimm samningamenn Hamas létust í árásinni og einn meðlimur öryggissveita Katar. Í yfirlýsingu sakaði Netanyahu stjórnvöld í Katar fyrir að slá skjaldborg um hryðjuverkamenn og útilokaði ekki frekari árásir. Katar og önnur ríki sem skytu skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn þyrftu annað hvort að reka þá úr landi eða draga þá fyrir dóm, ellegar myndu Ísraelsmenn sjá til þess að réttlætinu yrði fullnægt. Al-Thani sagðist hafa fundað með ættingjum gíslanna 20, sem enn eru taldir á lífi. Þeir hefðu reitt sig á samningaviðræður Ísraels og Hamas, þar sem þeir ættu enga aðra von um að sjá ástvini sína aftur. Netanyahu hefði gert út um þessar vonir. Yechiel Leiter, sendiherra Ísrael í Bandaríkjunum, sagði í samtali við Fox News að ef ákveðnir leiðtogar Hamas hefðu ekki fallið í árásunum, eins og Hamas hefur haldið fram, myndi Ísraelsmönnum takast ætlunarverk sitt „næst“. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harmað árásina og sagt Bandaríkjamenn hafa freistað þess að vara Katar við en þá hafi það verið of seint. Stjórnvöld í Bretlandi, Rússlandi og Kína hafa fordæmt árásina. Katar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Þetta sagði al-Thani í samtali við CNN í kjölfar árása Ísraelshers á samninganefnd Hamas í Doha á þriðjudaginn. Hann sagði árásina hryðjuverk af hálfu Ísraels og kallaði eftir því að Netanyahu yrði látinn svara fyrir málið fyrir dómstólum. Fimm samningamenn Hamas létust í árásinni og einn meðlimur öryggissveita Katar. Í yfirlýsingu sakaði Netanyahu stjórnvöld í Katar fyrir að slá skjaldborg um hryðjuverkamenn og útilokaði ekki frekari árásir. Katar og önnur ríki sem skytu skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn þyrftu annað hvort að reka þá úr landi eða draga þá fyrir dóm, ellegar myndu Ísraelsmenn sjá til þess að réttlætinu yrði fullnægt. Al-Thani sagðist hafa fundað með ættingjum gíslanna 20, sem enn eru taldir á lífi. Þeir hefðu reitt sig á samningaviðræður Ísraels og Hamas, þar sem þeir ættu enga aðra von um að sjá ástvini sína aftur. Netanyahu hefði gert út um þessar vonir. Yechiel Leiter, sendiherra Ísrael í Bandaríkjunum, sagði í samtali við Fox News að ef ákveðnir leiðtogar Hamas hefðu ekki fallið í árásunum, eins og Hamas hefur haldið fram, myndi Ísraelsmönnum takast ætlunarverk sitt „næst“. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harmað árásina og sagt Bandaríkjamenn hafa freistað þess að vara Katar við en þá hafi það verið of seint. Stjórnvöld í Bretlandi, Rússlandi og Kína hafa fordæmt árásina.
Katar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira