Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. september 2025 11:53 Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lýsti frumvarpinu sem litlausu og gekkst Daði við því. Það væri hann einnig sjálfur. vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í því er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Áður hafði verið gert ráð fyrir mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Daði Már hefur lýst fjárlögunum sem aðhaldssömum. „Þessi nálgun í frumvarpinu stuðlar að hjöðnun verðbólgu og lægra vaxtastigi. Hún styður við bætt lífskjör og tryggir að við eigum fyrir þeim. Tilgangur ríkisfjármálanna er þegar öllu er á botnin hvolt að veita þjónustu. Við munum tryggja að ríkið geti sinnt því hlutverki án þess að börnin okkar þurfi að borga brúsann,“ sagði Daði í ræðustól Alþingis í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði til frumvarps sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram um sölu á Landsbankanum. vísir/Arnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu frumvarpinu sem vonbrigðum og spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvers vegna ekki væri stefnt að hallalausum fjárlögum. Hægur vandi væri að ná niður halla sem teljist svo lítill í heildarsamhenginu. Þingmenn flokksins hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fjármálaráðherra fái heimild til að selja hlut ríkissins í Landsbankanum og áætla að salan gæti skilað 200 milljörðum. Guðlaugur sagði að slík heimild væri til þess fallin að ná niður halla og lækka skuldir ríkissjóðs. „Til þess að huga nú að börnunum okkar þannig að þau þurfi ekki að greiða niður skuldirnar okkar,“ sagði Guðlaugur. Daði svarði ekki efnislega athugasemdum Guðlaugs um Landsbankann en sagðist þó taka vel á móti góðum hugmyndum þingmanna við meðferð málsins á Alþingi. Endurspeglar eigin karakter Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, lýsti frumvarpinu sem litlausu - og tók Daði raunar undir þá gagnrýni. „Þeir sem mig þekkja geta nú kannski staðfest að það má túlka það þannig að útlit fjárlaganna endurspegli karakter fjármálaráðherrans. Ég hef að jafnaði verið þekktur fyrir að vera frekar litlaus og þetta endurspeglar kannski það að ég er meðvitaður um þann eiginleika í mínu fari,“ sagði Daði glettinn á þingi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í því er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Áður hafði verið gert ráð fyrir mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Daði Már hefur lýst fjárlögunum sem aðhaldssömum. „Þessi nálgun í frumvarpinu stuðlar að hjöðnun verðbólgu og lægra vaxtastigi. Hún styður við bætt lífskjör og tryggir að við eigum fyrir þeim. Tilgangur ríkisfjármálanna er þegar öllu er á botnin hvolt að veita þjónustu. Við munum tryggja að ríkið geti sinnt því hlutverki án þess að börnin okkar þurfi að borga brúsann,“ sagði Daði í ræðustól Alþingis í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði til frumvarps sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram um sölu á Landsbankanum. vísir/Arnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu frumvarpinu sem vonbrigðum og spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvers vegna ekki væri stefnt að hallalausum fjárlögum. Hægur vandi væri að ná niður halla sem teljist svo lítill í heildarsamhenginu. Þingmenn flokksins hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fjármálaráðherra fái heimild til að selja hlut ríkissins í Landsbankanum og áætla að salan gæti skilað 200 milljörðum. Guðlaugur sagði að slík heimild væri til þess fallin að ná niður halla og lækka skuldir ríkissjóðs. „Til þess að huga nú að börnunum okkar þannig að þau þurfi ekki að greiða niður skuldirnar okkar,“ sagði Guðlaugur. Daði svarði ekki efnislega athugasemdum Guðlaugs um Landsbankann en sagðist þó taka vel á móti góðum hugmyndum þingmanna við meðferð málsins á Alþingi. Endurspeglar eigin karakter Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, lýsti frumvarpinu sem litlausu - og tók Daði raunar undir þá gagnrýni. „Þeir sem mig þekkja geta nú kannski staðfest að það má túlka það þannig að útlit fjárlaganna endurspegli karakter fjármálaráðherrans. Ég hef að jafnaði verið þekktur fyrir að vera frekar litlaus og þetta endurspeglar kannski það að ég er meðvitaður um þann eiginleika í mínu fari,“ sagði Daði glettinn á þingi.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira