Fótbolti

Marti­al á leið til Mexíkó

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martial í leik með Man United.
Martial í leik með Man United. EPA-EFE/JOEL CARRETT AUSTRALIA

Anthony Martial, fyrrverandi framherji Manchester United, er á leið til Monterrey í Mexíkó.

Hinn 29 ára gamli Martial gekk í raðir Man United árið 2015 og varð um leið dýrasti táningur í heimi. Hann lék með Rauðu djöflunum allt til ársins 2024 ef frá er talið lán hjá Sevilla árið 2022. Hann glímdi við mikil meiðsli á tíma sínum hjá United og endaði hjá AEK Aþenu þegar samningur hans í Manchester-borg rann út.

Framherjinn lék á sínum tíma 30 A-landsleiki fyrir Frakkland en það er langt síðan hann var nálægt því að vinna sér inn sæti í liði Didier Deschamps. Tími hans í Grikklandi hefur ekki verið upp á marga fiska. Alls  spilaði Martial 24 leiki, skorað 9 mörk og gefið tvær stoðsendingar.

Það virðist ekki sem mörkin verði fleiri þar sem samfélagsmiðlaskúbbarinn Fabrizio Romano hefur tilkynnt að Martial sé að ganga til liðs við Sergio Ramos og félaga í Monterrey. Toppliðið vill bæta í sóknarþungann og vonast til að Martial sé enn með smá töfra í skónum líkt og hann var þegar Rauðu djöflarnir keyptu hann fyrir rúmum áratug síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×