Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 12. september 2025 08:33 Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða. Fyrirtækin sem bera ábyrgð á orkuöflun og á kerfunum sem dreifa þessum lífsgæðum til fólks standa of oft frammi fyrir hindrunum sem seinka nauðsynlegum framkvæmdum. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að tryggja öllum gott aðgengi að lífsnauðsynlegum innviðum og til þess þarf regluverkið að styðja hraðar við nauðsynlegar lausnir. Einfaldara og skilvirkara kerfi Eins og staðan er í dag eru leyfisveitingar og skipulagsferlar einfaldlega of flóknir og dragast oft á langinn. Brýn verkefni sitja oft föst í biðröðum jafnvel árum saman, án þess að það auki gæði né öryggi. Það skilar sér í hærri kostnaði fyrir samfélagið, hægari orkuskiptum og seinkun á framkvæmdum. Mikilvægt er að horfa ekki aðeins til aukinnar orkuvinnslu – hvort sem um ræðir raforku eða varma – heldur einnig til þeirra innviða sem flytja og dreifa orkunni til heimila og atvinnulífs svo hún komist á leiðarenda. Til að vernda og byggja upp Ómissandi innviðir þurfa að fá sérferli til að vernda og byggja upp. Þetta snýst ekki aðeins um nýja orkukosti eða nýframkæmdir. Núverandi innviðir þurfa líka að njóta forgangs í vernd og viðnámsþrótti. Við þurfum að tryggja að hægt sé að hita heimilin, kveikja ljósin og drekka vatnið úr krönunum, hvort sem það er í nýjum hverfum eða eldri húsum. Það þarf að skapa skýrt ferli til að tryggja forvarnir, viðhald og styrkingu á þeim kerfum sem samfélagið þegar byggir á – svo þau standist bæði náttúruvá, skemmdarverk, slys eða aðrar áhættur. Hér má nefna verndun kalda vatnsins okkar, að tryggja að við getum virkjað heitt vatn án áralangra samninga við landeigendur og sveitarfélög. Jafnframt þarf að tryggja athafnasvæði fyrir núverandi auðlindir eins og borholur innan hins byggða umhverfis. Þetta getur líka átt við svæði fyrir lagnir og tengirými á höfuðborgarsvæðinu. Veitur og Samorka hafa þrýst á stjórnvöld til að tryggja enn frekar hagsmuni ómissandi innviða en í kjölfar eldanna á Reykjanesskaga sjáum við að við verðum að gera enn betur. Lærum af öðrum Nágrannalönd okkar hafa þegar sýnt fram á að þetta er hægt. Þýskaland hefur stytt leyfisferla fyrir jarðhita, Danmörk hefur komið á einfaldara leyfiskerfi fyrir vindorku, Noregur hefur hraðað uppbyggingu dreifikerfa fyrir rafbílavæðingu og Holland hefur sett á fót sérstakt hraðferli fyrir flutningskerfi raforku. Og svipuð þróun sést víðar í kringum okkur. Í Bandaríkjunum hefur hraðari afgreiðsla stórra innviðaverkefna með samhæfingu stofnana og skýrum tímaramma verið innleidd. Í Nýja Sjálandi hefur löggjöf einfaldað ferla fyrir þjóðhagslega mikilvæg verkefni og eignanámsferli. Og í Kaliforníu er gervigreind nýtt til að hraða byggingarleyfum og auka viðnámsþrótt í kjölfar náttúruvár. Þetta snýst um okkur öll Regluverk þarf ekki að vera hindrun heldur gæti það verið stuðningur. Það þarf að tryggja gæði, öryggi og gagnsæi – en jafnframt að skapa skilvirkt umhverfi þar sem innviðaverkefni sem varða öryggi og lífsgæði njóta forgangs. Með einfaldari skipulags- og leyfisferlum, skýrum ferlum fyrir viðhald og vernd, samræmdum reglum og skýrum tímaramma er hægt að tryggja að verkefnin sem skipta mestu máli fari hratt í framkvæmd. Þetta er ekki einkamál veitu- og orkufyrirtækja, heldur lífsgæðamál fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða. Fyrirtækin sem bera ábyrgð á orkuöflun og á kerfunum sem dreifa þessum lífsgæðum til fólks standa of oft frammi fyrir hindrunum sem seinka nauðsynlegum framkvæmdum. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að tryggja öllum gott aðgengi að lífsnauðsynlegum innviðum og til þess þarf regluverkið að styðja hraðar við nauðsynlegar lausnir. Einfaldara og skilvirkara kerfi Eins og staðan er í dag eru leyfisveitingar og skipulagsferlar einfaldlega of flóknir og dragast oft á langinn. Brýn verkefni sitja oft föst í biðröðum jafnvel árum saman, án þess að það auki gæði né öryggi. Það skilar sér í hærri kostnaði fyrir samfélagið, hægari orkuskiptum og seinkun á framkvæmdum. Mikilvægt er að horfa ekki aðeins til aukinnar orkuvinnslu – hvort sem um ræðir raforku eða varma – heldur einnig til þeirra innviða sem flytja og dreifa orkunni til heimila og atvinnulífs svo hún komist á leiðarenda. Til að vernda og byggja upp Ómissandi innviðir þurfa að fá sérferli til að vernda og byggja upp. Þetta snýst ekki aðeins um nýja orkukosti eða nýframkæmdir. Núverandi innviðir þurfa líka að njóta forgangs í vernd og viðnámsþrótti. Við þurfum að tryggja að hægt sé að hita heimilin, kveikja ljósin og drekka vatnið úr krönunum, hvort sem það er í nýjum hverfum eða eldri húsum. Það þarf að skapa skýrt ferli til að tryggja forvarnir, viðhald og styrkingu á þeim kerfum sem samfélagið þegar byggir á – svo þau standist bæði náttúruvá, skemmdarverk, slys eða aðrar áhættur. Hér má nefna verndun kalda vatnsins okkar, að tryggja að við getum virkjað heitt vatn án áralangra samninga við landeigendur og sveitarfélög. Jafnframt þarf að tryggja athafnasvæði fyrir núverandi auðlindir eins og borholur innan hins byggða umhverfis. Þetta getur líka átt við svæði fyrir lagnir og tengirými á höfuðborgarsvæðinu. Veitur og Samorka hafa þrýst á stjórnvöld til að tryggja enn frekar hagsmuni ómissandi innviða en í kjölfar eldanna á Reykjanesskaga sjáum við að við verðum að gera enn betur. Lærum af öðrum Nágrannalönd okkar hafa þegar sýnt fram á að þetta er hægt. Þýskaland hefur stytt leyfisferla fyrir jarðhita, Danmörk hefur komið á einfaldara leyfiskerfi fyrir vindorku, Noregur hefur hraðað uppbyggingu dreifikerfa fyrir rafbílavæðingu og Holland hefur sett á fót sérstakt hraðferli fyrir flutningskerfi raforku. Og svipuð þróun sést víðar í kringum okkur. Í Bandaríkjunum hefur hraðari afgreiðsla stórra innviðaverkefna með samhæfingu stofnana og skýrum tímaramma verið innleidd. Í Nýja Sjálandi hefur löggjöf einfaldað ferla fyrir þjóðhagslega mikilvæg verkefni og eignanámsferli. Og í Kaliforníu er gervigreind nýtt til að hraða byggingarleyfum og auka viðnámsþrótt í kjölfar náttúruvár. Þetta snýst um okkur öll Regluverk þarf ekki að vera hindrun heldur gæti það verið stuðningur. Það þarf að tryggja gæði, öryggi og gagnsæi – en jafnframt að skapa skilvirkt umhverfi þar sem innviðaverkefni sem varða öryggi og lífsgæði njóta forgangs. Með einfaldari skipulags- og leyfisferlum, skýrum ferlum fyrir viðhald og vernd, samræmdum reglum og skýrum tímaramma er hægt að tryggja að verkefnin sem skipta mestu máli fari hratt í framkvæmd. Þetta er ekki einkamál veitu- og orkufyrirtækja, heldur lífsgæðamál fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun