Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2025 08:40 Samúel Jói og tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin voru sakfelldir fyrir vörslu á miklu magni af MDMA. Sýn Landsréttur staðfesti í gær tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir tvíburabræðrunum Elíasi og Jónasi Shamsudin vegna stórfellds fíkniefnabrots. Dómur yfir Samúel Jóa Björgvinssyni í sama máli var hins vegar mildaður úr þriggja og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi. Dómur Landsréttar var kveðinn upp í gær en mennirnir voru í febrúar ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1.781 MDMA-töflu, en Samúel Jói var einn dæmdur fyrir þann þátt málsins. Við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði að úr þessum tæpu þremur kílóum af MDMA-kristöllum væri hægt að framleiða um 23 þúsund MDMA-töflur. Samanlagt hafi því verið um að ræða um það bil 25 þúsund neysluskammta. Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði sem bræðurnir höfðu einhver umráð yfir í Bæjarlind í Kópavogi. Lögreglan hafði þá fengið upplýsingar um efnin sem voru falin í lofti herbergis í húsnæðinu, og skipti þeim út fyrir gerviefni, auk þess að koma fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 sóttu þremenningarnir gerviefnin og í kjölfarið voru þeir handteknir. Myndbandsupptökur lögreglu voru lykilsönnunargögn málsins, og voru brot úr þeim sýnd fyrir dómi. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins sem fór fram í lok janúar. Samúel Jói játaði á sínum tíma að efnin hafa verið í sinni vörslu, en þó ekki að hann hafi verið eigandi þeirra. Eigandinn væri einstaklingur sem væri ekki ákærður í málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið í neyslu á þessum tíma og verið hræddur við að geyma efnin heima hjá sér. Hann hefði því fengið að geyma þau í húsnæðinu sem Elías og Jónas höfðu umráð yfir. Ákæruvaldið áfrýjaði Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar þar sem farið fram fram á refsiþyngingu. Dæmdu fóru hins vegar fram á mildari refsingu, auk þess að Jónas krafðist sýknu varðandi aðkomu sína að málinu. Það var hins vegar mat Landsréttar að þátttaka Jónasar skæri sig á engan hátt frá þátttöku hinna og var niðurstaða dóms héraðsdóms hvað Jónas varðar staðfest. Landsréttur ákvað að því staðfesta tveggja og hálfs árs dóm yfir bræðrunum Elíasi og Jónasi, en að milda dóm yfir Samúel Jóa – úr þriggja og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi. Ákærðir í öðru máli Þeir Elías og Jónas Shamsudin eru einnig ákærðir í öðru máli ásamt fjórtán öðrum sem snýr meðal annars að skjalafals, þjófnaði og fíkniefnabroti. Umfangsmesti hluti ákærunnar snýr að þjófnaði á svokölluðum Doka-plötum af ýmsum vinnusvæðum. Greint var frá því í síðasta mánuði að stór hluti ákærunnar í málinu – sem taldi tíu síður – hefði verið felldur niður. Bræðurnir og þrír til viðbótar höfðu þar játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Mönnunum var meðal annars gefið að sök að svíkja út vörur úr verslun Símans með því að leggja fram falskar beiðnir í nafni Fiskmarkaðs Suðurnesja. Þá voru þeir ákærðir fyrir þjófnað á stólum, gröfu og kerru, auk þess að flytja til landsins 377 grömm af kókaíni frá Dóminíska lýðveldinu og rækta kannabisplöntur. Umfangsmesti ákæruliðurinn varðandi hins vegar meintan þjófnað á svokölluðum Doka-plötum af ýmsum vinnusvæðum, en samanlagt virði þeirra var metið á þrettán milljónir króna. Mennirnir eru síðan sagðir hafa selt þær á samtals eina milljón króna. Í frétt Vísis frá í ágúst kom fram að saksóknari í málinu hefði fallist á að falla frá stærstum hluta ákærunnar, og bræðurnir og þrír aðrir sakborningar játuðu það sem eftir stóð. Farið var fram á að þeir yrðu dæmdir í fimmtán mánaða fangelsi, en lagt í hendur dómara hvort dómurinn yrði skilorðsbundin eða ekki. Þess má geta að dómari ákveður einnig hver lokaákvörðun verður varðandi refsingu. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Elías og Jónas hefðu verið dæmdir fyrir vörslu á 2,9 kílóum af MDMA-kristöllum og 1.781 MDMA-töflu. Hið rétta er að þeir voru ákærðir fyrir slíkt ásamt Samúel Jóa, en sá síðastnefndi var einn sakfelldur fyrir þann þátt málsins. Beðist er velvirðingar á þessu. Dómsmál Mál Shamsudin-bræðra Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Stór hluti ákæru hefur verið felldur niður í máli tvíburabræðranna Elíasar og Jónasar Shamsudin og fjórtán annarra. Þeir tveir og þrír aðrir sakborningar munu fyrir utan það hafa játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. 21. ágúst 2025 07:32 Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna. 10. mars 2025 15:54 Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor. 13. febrúar 2025 13:11 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Dómur Landsréttar var kveðinn upp í gær en mennirnir voru í febrúar ákærðir fyrir að hafa haft í vörslum sínum 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1.781 MDMA-töflu, en Samúel Jói var einn dæmdur fyrir þann þátt málsins. Við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði að úr þessum tæpu þremur kílóum af MDMA-kristöllum væri hægt að framleiða um 23 þúsund MDMA-töflur. Samanlagt hafi því verið um að ræða um það bil 25 þúsund neysluskammta. Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði sem bræðurnir höfðu einhver umráð yfir í Bæjarlind í Kópavogi. Lögreglan hafði þá fengið upplýsingar um efnin sem voru falin í lofti herbergis í húsnæðinu, og skipti þeim út fyrir gerviefni, auk þess að koma fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 sóttu þremenningarnir gerviefnin og í kjölfarið voru þeir handteknir. Myndbandsupptökur lögreglu voru lykilsönnunargögn málsins, og voru brot úr þeim sýnd fyrir dómi. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins sem fór fram í lok janúar. Samúel Jói játaði á sínum tíma að efnin hafa verið í sinni vörslu, en þó ekki að hann hafi verið eigandi þeirra. Eigandinn væri einstaklingur sem væri ekki ákærður í málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið í neyslu á þessum tíma og verið hræddur við að geyma efnin heima hjá sér. Hann hefði því fengið að geyma þau í húsnæðinu sem Elías og Jónas höfðu umráð yfir. Ákæruvaldið áfrýjaði Ákæruvaldið áfrýjaði dómi héraðsdóms til Landsréttar þar sem farið fram fram á refsiþyngingu. Dæmdu fóru hins vegar fram á mildari refsingu, auk þess að Jónas krafðist sýknu varðandi aðkomu sína að málinu. Það var hins vegar mat Landsréttar að þátttaka Jónasar skæri sig á engan hátt frá þátttöku hinna og var niðurstaða dóms héraðsdóms hvað Jónas varðar staðfest. Landsréttur ákvað að því staðfesta tveggja og hálfs árs dóm yfir bræðrunum Elíasi og Jónasi, en að milda dóm yfir Samúel Jóa – úr þriggja og hálfs árs fangelsi í þriggja ára fangelsi. Ákærðir í öðru máli Þeir Elías og Jónas Shamsudin eru einnig ákærðir í öðru máli ásamt fjórtán öðrum sem snýr meðal annars að skjalafals, þjófnaði og fíkniefnabroti. Umfangsmesti hluti ákærunnar snýr að þjófnaði á svokölluðum Doka-plötum af ýmsum vinnusvæðum. Greint var frá því í síðasta mánuði að stór hluti ákærunnar í málinu – sem taldi tíu síður – hefði verið felldur niður. Bræðurnir og þrír til viðbótar höfðu þar játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Mönnunum var meðal annars gefið að sök að svíkja út vörur úr verslun Símans með því að leggja fram falskar beiðnir í nafni Fiskmarkaðs Suðurnesja. Þá voru þeir ákærðir fyrir þjófnað á stólum, gröfu og kerru, auk þess að flytja til landsins 377 grömm af kókaíni frá Dóminíska lýðveldinu og rækta kannabisplöntur. Umfangsmesti ákæruliðurinn varðandi hins vegar meintan þjófnað á svokölluðum Doka-plötum af ýmsum vinnusvæðum, en samanlagt virði þeirra var metið á þrettán milljónir króna. Mennirnir eru síðan sagðir hafa selt þær á samtals eina milljón króna. Í frétt Vísis frá í ágúst kom fram að saksóknari í málinu hefði fallist á að falla frá stærstum hluta ákærunnar, og bræðurnir og þrír aðrir sakborningar játuðu það sem eftir stóð. Farið var fram á að þeir yrðu dæmdir í fimmtán mánaða fangelsi, en lagt í hendur dómara hvort dómurinn yrði skilorðsbundin eða ekki. Þess má geta að dómari ákveður einnig hver lokaákvörðun verður varðandi refsingu. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Elías og Jónas hefðu verið dæmdir fyrir vörslu á 2,9 kílóum af MDMA-kristöllum og 1.781 MDMA-töflu. Hið rétta er að þeir voru ákærðir fyrir slíkt ásamt Samúel Jóa, en sá síðastnefndi var einn sakfelldur fyrir þann þátt málsins. Beðist er velvirðingar á þessu.
Dómsmál Mál Shamsudin-bræðra Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Stór hluti ákæru hefur verið felldur niður í máli tvíburabræðranna Elíasar og Jónasar Shamsudin og fjórtán annarra. Þeir tveir og þrír aðrir sakborningar munu fyrir utan það hafa játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. 21. ágúst 2025 07:32 Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna. 10. mars 2025 15:54 Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor. 13. febrúar 2025 13:11 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Stór hluti ákæru hefur verið felldur niður í máli tvíburabræðranna Elíasar og Jónasar Shamsudin og fjórtán annarra. Þeir tveir og þrír aðrir sakborningar munu fyrir utan það hafa játað sök varðandi afmarkaðan hluta ákærunnar sem eftir stóð. 21. ágúst 2025 07:32
Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna. 10. mars 2025 15:54
Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor. 13. febrúar 2025 13:11