Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Árni Sæberg skrifar 12. september 2025 10:09 Það er ekki nóg að hafa fengið plássi úthlutað til að teljast hafa hafið leikskólagöngu. Vísir/Anton Brink Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Í byrjun mánaðar var fjallað um að 400 börn 12 mánaða og eldri væru á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík, samanborið við 653 börn á svipuðum tíma og 658 árið 2023. Umfjöllunin var byggð á gögnum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar tók saman um bið barna í borginni eftir plássi í leikskóla. Þar kom einnig fram að 67 börn átján mánaða og eldri væru á biðlista en þau hefðu öll bæst við biðlistann eftir að stóra úthlutuninni lauk. Meirihlutinn margsaga „Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar hafa að undanförnu hrósað happi yfir gríðarlegum árangri í leikskólamálum - en eru margsaga um raunstöðu biðlistans - segja hann hafa staðið í ýmist 400, 457 eða 467 börnum 1. september síðastliðinni. Maður spyr sig hvers vegna þessar upplýsingar liggja ekki fyrir í aðgengilegu mælaborði?“ spyr Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í færslu á Facebook í gærkvöldi. Hún segir að þegar betur sé að gáð beiti meirihlutinn í borgarstjórn gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Þannig sé barn tekið af biðlista um leið og foreldrum hefur borist bréf um úthlutun leikskólapláss, jafnvel þó að leikskólavistin hefjist ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar. 314 fengið pláss en gætu alveg eins hafið nám á næsta ári Hún hafi því óskað eftir upplýsingum um raunstöðu biðlistans frá skóla- og frístundasviði. Þar hafi komið fram að til viðbótar þeim biðlistatölum sem borgin gefur út, séu 472 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en höfðu ekki hafið leikskólagönguna 1. september. Aðlögun muni hefjast síðar í mánuðinum eða jafnvel í október. Þar að auki séu 314 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en engar upplýsingar verið veittar um það hvenær leikskólavistin getur hafist. „Það gæti allt eins orðið á næsta ári.“ „Sé tekið tillit til ofanritaðs var raunstaða biðlistans þann 1. september síðastliðinn, 1.243 börn. Á þeirri stundu voru því fjölskyldur 1.243 leikskólabarna í Reykjavík enn að bíða eftir upphafi leikskólagöngu barna sinna. Þau voru enn á biðlista.“ Verk að vinna Þá segir Hildur að í ofanálag við biðlistana séu 580 leikskólapláss í Reykjavík ónýtanleg um þessar mundir vegna framkvæmda og viðhalds, sem sé fullkomlega óviðunandi afleiðing áralangs skorts á viðhaldi. „Betur má ef duga skal við lausn leikskólavandans. Við þurfum að ávarpa staðreyndirnar og opna á fjölbreyttar lausnir. Það er verk að vinna,“ segir Hildur að lokum. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Í byrjun mánaðar var fjallað um að 400 börn 12 mánaða og eldri væru á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík, samanborið við 653 börn á svipuðum tíma og 658 árið 2023. Umfjöllunin var byggð á gögnum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar tók saman um bið barna í borginni eftir plássi í leikskóla. Þar kom einnig fram að 67 börn átján mánaða og eldri væru á biðlista en þau hefðu öll bæst við biðlistann eftir að stóra úthlutuninni lauk. Meirihlutinn margsaga „Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar hafa að undanförnu hrósað happi yfir gríðarlegum árangri í leikskólamálum - en eru margsaga um raunstöðu biðlistans - segja hann hafa staðið í ýmist 400, 457 eða 467 börnum 1. september síðastliðinni. Maður spyr sig hvers vegna þessar upplýsingar liggja ekki fyrir í aðgengilegu mælaborði?“ spyr Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í færslu á Facebook í gærkvöldi. Hún segir að þegar betur sé að gáð beiti meirihlutinn í borgarstjórn gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Þannig sé barn tekið af biðlista um leið og foreldrum hefur borist bréf um úthlutun leikskólapláss, jafnvel þó að leikskólavistin hefjist ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar. 314 fengið pláss en gætu alveg eins hafið nám á næsta ári Hún hafi því óskað eftir upplýsingum um raunstöðu biðlistans frá skóla- og frístundasviði. Þar hafi komið fram að til viðbótar þeim biðlistatölum sem borgin gefur út, séu 472 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en höfðu ekki hafið leikskólagönguna 1. september. Aðlögun muni hefjast síðar í mánuðinum eða jafnvel í október. Þar að auki séu 314 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en engar upplýsingar verið veittar um það hvenær leikskólavistin getur hafist. „Það gæti allt eins orðið á næsta ári.“ „Sé tekið tillit til ofanritaðs var raunstaða biðlistans þann 1. september síðastliðinn, 1.243 börn. Á þeirri stundu voru því fjölskyldur 1.243 leikskólabarna í Reykjavík enn að bíða eftir upphafi leikskólagöngu barna sinna. Þau voru enn á biðlista.“ Verk að vinna Þá segir Hildur að í ofanálag við biðlistana séu 580 leikskólapláss í Reykjavík ónýtanleg um þessar mundir vegna framkvæmda og viðhalds, sem sé fullkomlega óviðunandi afleiðing áralangs skorts á viðhaldi. „Betur má ef duga skal við lausn leikskólavandans. Við þurfum að ávarpa staðreyndirnar og opna á fjölbreyttar lausnir. Það er verk að vinna,“ segir Hildur að lokum.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira