Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Árni Sæberg skrifar 12. september 2025 10:09 Það er ekki nóg að hafa fengið plássi úthlutað til að teljast hafa hafið leikskólagöngu. Vísir/Anton Brink Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Í byrjun mánaðar var fjallað um að 400 börn 12 mánaða og eldri væru á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík, samanborið við 653 börn á svipuðum tíma og 658 árið 2023. Umfjöllunin var byggð á gögnum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar tók saman um bið barna í borginni eftir plássi í leikskóla. Þar kom einnig fram að 67 börn átján mánaða og eldri væru á biðlista en þau hefðu öll bæst við biðlistann eftir að stóra úthlutuninni lauk. Meirihlutinn margsaga „Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar hafa að undanförnu hrósað happi yfir gríðarlegum árangri í leikskólamálum - en eru margsaga um raunstöðu biðlistans - segja hann hafa staðið í ýmist 400, 457 eða 467 börnum 1. september síðastliðinni. Maður spyr sig hvers vegna þessar upplýsingar liggja ekki fyrir í aðgengilegu mælaborði?“ spyr Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í færslu á Facebook í gærkvöldi. Hún segir að þegar betur sé að gáð beiti meirihlutinn í borgarstjórn gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Þannig sé barn tekið af biðlista um leið og foreldrum hefur borist bréf um úthlutun leikskólapláss, jafnvel þó að leikskólavistin hefjist ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar. 314 fengið pláss en gætu alveg eins hafið nám á næsta ári Hún hafi því óskað eftir upplýsingum um raunstöðu biðlistans frá skóla- og frístundasviði. Þar hafi komið fram að til viðbótar þeim biðlistatölum sem borgin gefur út, séu 472 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en höfðu ekki hafið leikskólagönguna 1. september. Aðlögun muni hefjast síðar í mánuðinum eða jafnvel í október. Þar að auki séu 314 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en engar upplýsingar verið veittar um það hvenær leikskólavistin getur hafist. „Það gæti allt eins orðið á næsta ári.“ „Sé tekið tillit til ofanritaðs var raunstaða biðlistans þann 1. september síðastliðinn, 1.243 börn. Á þeirri stundu voru því fjölskyldur 1.243 leikskólabarna í Reykjavík enn að bíða eftir upphafi leikskólagöngu barna sinna. Þau voru enn á biðlista.“ Verk að vinna Þá segir Hildur að í ofanálag við biðlistana séu 580 leikskólapláss í Reykjavík ónýtanleg um þessar mundir vegna framkvæmda og viðhalds, sem sé fullkomlega óviðunandi afleiðing áralangs skorts á viðhaldi. „Betur má ef duga skal við lausn leikskólavandans. Við þurfum að ávarpa staðreyndirnar og opna á fjölbreyttar lausnir. Það er verk að vinna,“ segir Hildur að lokum. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Í byrjun mánaðar var fjallað um að 400 börn 12 mánaða og eldri væru á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík, samanborið við 653 börn á svipuðum tíma og 658 árið 2023. Umfjöllunin var byggð á gögnum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar tók saman um bið barna í borginni eftir plássi í leikskóla. Þar kom einnig fram að 67 börn átján mánaða og eldri væru á biðlista en þau hefðu öll bæst við biðlistann eftir að stóra úthlutuninni lauk. Meirihlutinn margsaga „Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar hafa að undanförnu hrósað happi yfir gríðarlegum árangri í leikskólamálum - en eru margsaga um raunstöðu biðlistans - segja hann hafa staðið í ýmist 400, 457 eða 467 börnum 1. september síðastliðinni. Maður spyr sig hvers vegna þessar upplýsingar liggja ekki fyrir í aðgengilegu mælaborði?“ spyr Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í færslu á Facebook í gærkvöldi. Hún segir að þegar betur sé að gáð beiti meirihlutinn í borgarstjórn gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Þannig sé barn tekið af biðlista um leið og foreldrum hefur borist bréf um úthlutun leikskólapláss, jafnvel þó að leikskólavistin hefjist ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar. 314 fengið pláss en gætu alveg eins hafið nám á næsta ári Hún hafi því óskað eftir upplýsingum um raunstöðu biðlistans frá skóla- og frístundasviði. Þar hafi komið fram að til viðbótar þeim biðlistatölum sem borgin gefur út, séu 472 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en höfðu ekki hafið leikskólagönguna 1. september. Aðlögun muni hefjast síðar í mánuðinum eða jafnvel í október. Þar að auki séu 314 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en engar upplýsingar verið veittar um það hvenær leikskólavistin getur hafist. „Það gæti allt eins orðið á næsta ári.“ „Sé tekið tillit til ofanritaðs var raunstaða biðlistans þann 1. september síðastliðinn, 1.243 börn. Á þeirri stundu voru því fjölskyldur 1.243 leikskólabarna í Reykjavík enn að bíða eftir upphafi leikskólagöngu barna sinna. Þau voru enn á biðlista.“ Verk að vinna Þá segir Hildur að í ofanálag við biðlistana séu 580 leikskólapláss í Reykjavík ónýtanleg um þessar mundir vegna framkvæmda og viðhalds, sem sé fullkomlega óviðunandi afleiðing áralangs skorts á viðhaldi. „Betur má ef duga skal við lausn leikskólavandans. Við þurfum að ávarpa staðreyndirnar og opna á fjölbreyttar lausnir. Það er verk að vinna,“ segir Hildur að lokum.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira