Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar 12. september 2025 11:01 Í umræðu um menntun hefur lengi verið horft til mælinga sem mælikvarða á árangur. Einkunnir, próf og meðaltöl eru orð sem margir tengja við skólastarf. Þær eru einfaldar í framsetningu og auðvelda samanburð milli nemenda og skóla. En tölurnar sýna aðeins hluta myndarinnar. Þær segja ekki til um hvernig námið fer fram, hvað nemandi skilur í raun eða hvernig hann nýtir þekkinguna. Hæfniviðmið víkka þessa sýn. Þau lýsa því sem nemendur eiga að kunna, geta og skilja í lok námsferils. Þau gera ráð fyrir að nám sé ferli þar sem framfarir og hæfni til að beita þekkingu skipta meira máli en stök prófniðurstaða. Þannig verður auðveldara að sjá hvar nemandi stendur og hvernig hann getur tekið næstu skref í náminu. Fjölbreytt námsmat styður þessa hugsun. Með því að meta nám með ólíkum aðferðum, til dæmis í verkefnum, framsögum eða samvinnu, fæst heildrænari mynd af hæfni nemenda. Samræmd próf og tölulegar einkunnir ná aðeins utan um afmarkað svið og geta ekki lýst fjölbreyttum styrkleikum barna. Það er mikilvægt að hafa í huga að engin ein mæling getur sagt allt sem máli skiptir. Fræðimenn hafa ítrekað bent á að menntun eigi ekki að byggjast á því að endurtaka staðreyndir heldur að efla hæfni til hugsunar, lausnaleitar og samvinnu. Námið á að virkja nemendur til þátttöku og skapa vettvang þar sem reynsla og sköpun fá að njóta sín. Hæfniviðmið endurspegla þessa sýn og gera námsmat að lifandi ferli frekar en stöðugu prófi. Það er ekki nauðsynlegt að hafna einkunnum með öllu. Þær geta átt rétt á sér sem hluti af stærra kerfi. En hættan er að þær taki yfir og skilgreini árangur of þröngt. Þegar áherslan snýst fyrst og fremst um tölur hættum við að spyrja hvað nemendur hafi raunverulega lært og hvernig þeir geti beitt þekkingunni. Námsmat þarf að vera fjölbreytt, gagnsætt og uppbyggilegt. Þannig verður það tæki sem styður bæði nemendur og foreldra í að skilja námsferlið og fylgjast með framförum. Með fjölbreyttum hætti eykst líkurnar á að allir nemendur fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Við kennarar eigum því ekki að spyrja: „hvað fékkstu á prófi?“ Við eigum að spyrja: „hvað lærðirðu, hvernig geturðu notað það og hvert viltu fara næst?“ Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um menntun hefur lengi verið horft til mælinga sem mælikvarða á árangur. Einkunnir, próf og meðaltöl eru orð sem margir tengja við skólastarf. Þær eru einfaldar í framsetningu og auðvelda samanburð milli nemenda og skóla. En tölurnar sýna aðeins hluta myndarinnar. Þær segja ekki til um hvernig námið fer fram, hvað nemandi skilur í raun eða hvernig hann nýtir þekkinguna. Hæfniviðmið víkka þessa sýn. Þau lýsa því sem nemendur eiga að kunna, geta og skilja í lok námsferils. Þau gera ráð fyrir að nám sé ferli þar sem framfarir og hæfni til að beita þekkingu skipta meira máli en stök prófniðurstaða. Þannig verður auðveldara að sjá hvar nemandi stendur og hvernig hann getur tekið næstu skref í náminu. Fjölbreytt námsmat styður þessa hugsun. Með því að meta nám með ólíkum aðferðum, til dæmis í verkefnum, framsögum eða samvinnu, fæst heildrænari mynd af hæfni nemenda. Samræmd próf og tölulegar einkunnir ná aðeins utan um afmarkað svið og geta ekki lýst fjölbreyttum styrkleikum barna. Það er mikilvægt að hafa í huga að engin ein mæling getur sagt allt sem máli skiptir. Fræðimenn hafa ítrekað bent á að menntun eigi ekki að byggjast á því að endurtaka staðreyndir heldur að efla hæfni til hugsunar, lausnaleitar og samvinnu. Námið á að virkja nemendur til þátttöku og skapa vettvang þar sem reynsla og sköpun fá að njóta sín. Hæfniviðmið endurspegla þessa sýn og gera námsmat að lifandi ferli frekar en stöðugu prófi. Það er ekki nauðsynlegt að hafna einkunnum með öllu. Þær geta átt rétt á sér sem hluti af stærra kerfi. En hættan er að þær taki yfir og skilgreini árangur of þröngt. Þegar áherslan snýst fyrst og fremst um tölur hættum við að spyrja hvað nemendur hafi raunverulega lært og hvernig þeir geti beitt þekkingunni. Námsmat þarf að vera fjölbreytt, gagnsætt og uppbyggilegt. Þannig verður það tæki sem styður bæði nemendur og foreldra í að skilja námsferlið og fylgjast með framförum. Með fjölbreyttum hætti eykst líkurnar á að allir nemendur fái tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Við kennarar eigum því ekki að spyrja: „hvað fékkstu á prófi?“ Við eigum að spyrja: „hvað lærðirðu, hvernig geturðu notað það og hvert viltu fara næst?“ Höfundur er kennari.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar