Lífið

Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrir­sætu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Tatiana og Ragnar eru einkar glæsilegt par.
Tatiana og Ragnar eru einkar glæsilegt par.

Glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson og Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir, fyrirsæta og fyrrverandi forstöðumaður menningarmála hjá Edition, eru nýtt par.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þau Ragnar og Tatiana verið að slá sér upp í sumar og ferðast nokkrum sinnum saman til útlanda. Þau mættu saman á fjölmenna frumsýningu glæpaþáttaraðarinnar Reykjavík Fusion í Haskólabíó síðastliðinn fimmtudag, 11. september, og má segja að þau hafi óbeint frumsýnt sambandið þar.

Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir er 32 ára og starfaði lengi sem fyrirsæta, meðal annars í Los Angeles, en hefur einnig unnið sem kynningarfulltrúi hjá RIFF og sem forstöðumaður menningarmála hjá Edition. 

Ragnar Jónasson, sem er 49 ára, þekkja allir glæpasagnaunnendur en hann hefur á síðustu fimmtán árum fest sig í sessi sem einn vinsælasti höfundur landsins. Ragnar er menntaður lögfræðingur og starfaði sem forstöðumaður skrifstofu slitastjórnar Kaupþings frá 2009 til 2015 og sem yfirlögfræðingur GAMMA frá 2015 til 2019 áður en hann færði sig yfir á fjárfestingasvið Arion banka.

Samhliða störfum sínum í fjármálageiranum þýddi Ragnar fjölda verka eftir Agöthu Christie áður en fór sjálfur að skrifa gíðarvinsælar glæpasögur. Einnig hefur staðið fyrir fyrstu íslensku glæpasagnahátíðinni Iceland Noir með Yrsu Sigurðardóttur.

Ragnar var áður giftur Maríu Margréti Jóhannsdóttir, blaðamanni á Morgunblaðinu, og á með henni tvær dætur. Þau skildu í maí eftir tuttugu ára samband, þar af tíu ára hjónaband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.