Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. september 2025 10:00 Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, að skuldaviðmið í fjárlagafrumvarpi næsta árs miðist við viðmið Evrópusambandsins í þeim efnum en ekki þau sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær en í rýniskýrslu sambandsins um efnahags- og peningamál vegna umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í það á sínum tíma er meðal annars komið inn á það að umsóknarríki þurfi að taka mið af reglum sambandsins um skuldir og halla á fjárlögum. Málaflokkurinn efnahags- og peningamál fellur ekki undir EES-samninginn frekar en sjávarútvegs-, utanríkis- og varnarmál. Ráðherrar Viðreisnar hafa á undanförnum mánuðum tekið skref í átt til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu í umræddum málaflokkum í samræmi við kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkja að sambandinu. Í umsóknarferlinu á sínum tíma flýtti það mjög fyrir afgreiðslu málaflokka ef þeir féllu undir EES-samninginn enda hafði þá mikil aðlögun þegar átt sér stað vegna aðildarinnar að honum. Það er ekki tilviljun að áðurnefndir málaflokkar falla ekki undir hann. Til að mynda undirritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, samkomulag við Evrópusambandið um utanríkismál fyrr á árinu þar sem beinlínis er kveðið á um aðlögun að utanríkisstefnu sambandsins. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins felur samkomulagið í sér pólitíska skuldbindingu í þeim efnum. Þá undirritaði Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður flokksins, samkomulag um sjávarútvegsmál, sem að sama skapi felur í sér aðlögun að stefnu sambandsins í þeim efnum. Markmið ráðherra Viðreisnar er ljóslega að vinna sér í haginn í þessum efnum. Með öðrum orðum hafa þeir þegar hafið umsóknarferlið að Evrópusambandinu óformlega áður en kjósendur koma að málinu í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði og fyrir liggur hvort þeir leggi blessun sína yfir það. Slík er lýðræðisástin. Væntanlega er aðeins um forsmekkinn að ræða í þessum efnum. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram og til frekari aðlögunar að stefnum sambandsins í málaflokkum sem heyra ekki undir EES-samninginn eigi eftir að koma. Viðreisn getur greinilega ekki beðið eftir kjósendum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, að skuldaviðmið í fjárlagafrumvarpi næsta árs miðist við viðmið Evrópusambandsins í þeim efnum en ekki þau sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær en í rýniskýrslu sambandsins um efnahags- og peningamál vegna umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í það á sínum tíma er meðal annars komið inn á það að umsóknarríki þurfi að taka mið af reglum sambandsins um skuldir og halla á fjárlögum. Málaflokkurinn efnahags- og peningamál fellur ekki undir EES-samninginn frekar en sjávarútvegs-, utanríkis- og varnarmál. Ráðherrar Viðreisnar hafa á undanförnum mánuðum tekið skref í átt til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu í umræddum málaflokkum í samræmi við kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkja að sambandinu. Í umsóknarferlinu á sínum tíma flýtti það mjög fyrir afgreiðslu málaflokka ef þeir féllu undir EES-samninginn enda hafði þá mikil aðlögun þegar átt sér stað vegna aðildarinnar að honum. Það er ekki tilviljun að áðurnefndir málaflokkar falla ekki undir hann. Til að mynda undirritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, samkomulag við Evrópusambandið um utanríkismál fyrr á árinu þar sem beinlínis er kveðið á um aðlögun að utanríkisstefnu sambandsins. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins felur samkomulagið í sér pólitíska skuldbindingu í þeim efnum. Þá undirritaði Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður flokksins, samkomulag um sjávarútvegsmál, sem að sama skapi felur í sér aðlögun að stefnu sambandsins í þeim efnum. Markmið ráðherra Viðreisnar er ljóslega að vinna sér í haginn í þessum efnum. Með öðrum orðum hafa þeir þegar hafið umsóknarferlið að Evrópusambandinu óformlega áður en kjósendur koma að málinu í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði og fyrir liggur hvort þeir leggi blessun sína yfir það. Slík er lýðræðisástin. Væntanlega er aðeins um forsmekkinn að ræða í þessum efnum. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram og til frekari aðlögunar að stefnum sambandsins í málaflokkum sem heyra ekki undir EES-samninginn eigi eftir að koma. Viðreisn getur greinilega ekki beðið eftir kjósendum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun