Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. september 2025 10:00 Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, að skuldaviðmið í fjárlagafrumvarpi næsta árs miðist við viðmið Evrópusambandsins í þeim efnum en ekki þau sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær en í rýniskýrslu sambandsins um efnahags- og peningamál vegna umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í það á sínum tíma er meðal annars komið inn á það að umsóknarríki þurfi að taka mið af reglum sambandsins um skuldir og halla á fjárlögum. Málaflokkurinn efnahags- og peningamál fellur ekki undir EES-samninginn frekar en sjávarútvegs-, utanríkis- og varnarmál. Ráðherrar Viðreisnar hafa á undanförnum mánuðum tekið skref í átt til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu í umræddum málaflokkum í samræmi við kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkja að sambandinu. Í umsóknarferlinu á sínum tíma flýtti það mjög fyrir afgreiðslu málaflokka ef þeir féllu undir EES-samninginn enda hafði þá mikil aðlögun þegar átt sér stað vegna aðildarinnar að honum. Það er ekki tilviljun að áðurnefndir málaflokkar falla ekki undir hann. Til að mynda undirritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, samkomulag við Evrópusambandið um utanríkismál fyrr á árinu þar sem beinlínis er kveðið á um aðlögun að utanríkisstefnu sambandsins. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins felur samkomulagið í sér pólitíska skuldbindingu í þeim efnum. Þá undirritaði Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður flokksins, samkomulag um sjávarútvegsmál, sem að sama skapi felur í sér aðlögun að stefnu sambandsins í þeim efnum. Markmið ráðherra Viðreisnar er ljóslega að vinna sér í haginn í þessum efnum. Með öðrum orðum hafa þeir þegar hafið umsóknarferlið að Evrópusambandinu óformlega áður en kjósendur koma að málinu í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði og fyrir liggur hvort þeir leggi blessun sína yfir það. Slík er lýðræðisástin. Væntanlega er aðeins um forsmekkinn að ræða í þessum efnum. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram og til frekari aðlögunar að stefnum sambandsins í málaflokkum sem heyra ekki undir EES-samninginn eigi eftir að koma. Viðreisn getur greinilega ekki beðið eftir kjósendum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, að skuldaviðmið í fjárlagafrumvarpi næsta árs miðist við viðmið Evrópusambandsins í þeim efnum en ekki þau sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær en í rýniskýrslu sambandsins um efnahags- og peningamál vegna umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í það á sínum tíma er meðal annars komið inn á það að umsóknarríki þurfi að taka mið af reglum sambandsins um skuldir og halla á fjárlögum. Málaflokkurinn efnahags- og peningamál fellur ekki undir EES-samninginn frekar en sjávarútvegs-, utanríkis- og varnarmál. Ráðherrar Viðreisnar hafa á undanförnum mánuðum tekið skref í átt til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu í umræddum málaflokkum í samræmi við kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkja að sambandinu. Í umsóknarferlinu á sínum tíma flýtti það mjög fyrir afgreiðslu málaflokka ef þeir féllu undir EES-samninginn enda hafði þá mikil aðlögun þegar átt sér stað vegna aðildarinnar að honum. Það er ekki tilviljun að áðurnefndir málaflokkar falla ekki undir hann. Til að mynda undirritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, samkomulag við Evrópusambandið um utanríkismál fyrr á árinu þar sem beinlínis er kveðið á um aðlögun að utanríkisstefnu sambandsins. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins felur samkomulagið í sér pólitíska skuldbindingu í þeim efnum. Þá undirritaði Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður flokksins, samkomulag um sjávarútvegsmál, sem að sama skapi felur í sér aðlögun að stefnu sambandsins í þeim efnum. Markmið ráðherra Viðreisnar er ljóslega að vinna sér í haginn í þessum efnum. Með öðrum orðum hafa þeir þegar hafið umsóknarferlið að Evrópusambandinu óformlega áður en kjósendur koma að málinu í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði og fyrir liggur hvort þeir leggi blessun sína yfir það. Slík er lýðræðisástin. Væntanlega er aðeins um forsmekkinn að ræða í þessum efnum. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram og til frekari aðlögunar að stefnum sambandsins í málaflokkum sem heyra ekki undir EES-samninginn eigi eftir að koma. Viðreisn getur greinilega ekki beðið eftir kjósendum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun