Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar 13. september 2025 10:31 Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls. Sú ákvörðun þjónar fyrst og fremst hagsmunum heildsala og innflutningsaðila, en á sama tíma er hún til þess fallin að veikja stöðu íslenskra bænda. Fæðuöryggi og byggðafesta í hættu Ef tollarnir á þessum osti verða afnumdir mun það hafa alvarleg áhrif á íslenska kúabændur. Tugir kúabúa gætu neyðst til að hætta starfsemi. Hundruð milljóna króna færast frá íslenskum bændum til erlendra stórfyrirtækja, og framtíð ungra bænda verður óviss. Afleiðingin verður veikara fæðuöryggi og minni byggðafesta í sveitum landsins. Þetta er ekki aðeins spurning um verð á osti í verslun – heldur um framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu. Ætlum við að fórna okkar eigin framleiðslu og sjálfbærni fyrir skammtímaávinning heildsala? Að mínu mati er Alþingi skuldbundið til að verja innlenda hagsmuni, bændur og fæðuöryggi þjóðarinnar – ekki til að ganga erinda heildsala og erlendra fyrirtækja. Íslenskir dómstólar hafa þegar staðfest núverandi tollflokkun. Það eitt ætti að gefa stjórnvöldum tilefni til að standa fast gegn kröfum ESA. Fjölmörg ríki hafa neitað að fylgja sambærilegum tilmælum án þess að það hafi haft neikvæðar afleiðingar. Fullveldi Alþingis Það er líka mikilvægt að minna á lagalega hliðina, Ísland er ekki skuldbundið til að breyta tollflokkuninni bara vegna ESA, því bókun 35 hefur ekki verið tekin upp í íslensk lög. Alþingi ræður og getur valið að verja hagsmuni íslenskra bænda. Það kann að leiða til ágreinings við ESA og jafnvel málshöfðunar fyrir EFTA-dómstólnum, en það er pólitísk ákvörðun að standa í lappirnar. Félag atvinnurekenda hefur árum saman þrýst á stjórnvöld í þessu máli. Þeir tala um réttlæti og fríverslun, en í raun snýst baráttan um að færa fjármuni frá íslenskum bændum til heildsala og erlendra framleiðenda. Það er óásættanlegt að ríkisstjórnin skuli ganga að kröfum þeirra, í stað þess að standa vörð um íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu? Nú er komið að Alþingi og stjórnvöldum að taka afstöðu. Viljum við halda í sjálfstæða og sterka innlenda matvælaframleiðslu sem tryggir þjóðaröryggi og byggðafestu, eða ætlum við að treysta æ meira á innflutning frá erlendum stórfyrirtækjum, að kröfu heildsala? Að mínu mati er svarið skýrt, Við verðum að verja íslenskan landbúnað, tryggja framtíð unga fólksins í sveitum landsins og standa vörð um sjálfbærni okkar sem þjóðar. Þetta er ekki aðeins hagsmunamál bænda – heldur allra landsmanna. Grafalvarleg staða blasir við í þessum efnum. Við þurfum með miklu sterkari hætti að stuðla að eflingu íslensks landbúnaðar. Þingmenn þessarar þjóðar þurfa að setja málefni sem snerta fæðuöryggi og hagsæld bænda á dagskrá og standa vörð um sérstöðu landbúnaðar hérlendis. Þannig má tryggja dreifða búsetu um land allt og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Framsóknarflokkurinn Matvælaframleiðsla Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls. Sú ákvörðun þjónar fyrst og fremst hagsmunum heildsala og innflutningsaðila, en á sama tíma er hún til þess fallin að veikja stöðu íslenskra bænda. Fæðuöryggi og byggðafesta í hættu Ef tollarnir á þessum osti verða afnumdir mun það hafa alvarleg áhrif á íslenska kúabændur. Tugir kúabúa gætu neyðst til að hætta starfsemi. Hundruð milljóna króna færast frá íslenskum bændum til erlendra stórfyrirtækja, og framtíð ungra bænda verður óviss. Afleiðingin verður veikara fæðuöryggi og minni byggðafesta í sveitum landsins. Þetta er ekki aðeins spurning um verð á osti í verslun – heldur um framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu. Ætlum við að fórna okkar eigin framleiðslu og sjálfbærni fyrir skammtímaávinning heildsala? Að mínu mati er Alþingi skuldbundið til að verja innlenda hagsmuni, bændur og fæðuöryggi þjóðarinnar – ekki til að ganga erinda heildsala og erlendra fyrirtækja. Íslenskir dómstólar hafa þegar staðfest núverandi tollflokkun. Það eitt ætti að gefa stjórnvöldum tilefni til að standa fast gegn kröfum ESA. Fjölmörg ríki hafa neitað að fylgja sambærilegum tilmælum án þess að það hafi haft neikvæðar afleiðingar. Fullveldi Alþingis Það er líka mikilvægt að minna á lagalega hliðina, Ísland er ekki skuldbundið til að breyta tollflokkuninni bara vegna ESA, því bókun 35 hefur ekki verið tekin upp í íslensk lög. Alþingi ræður og getur valið að verja hagsmuni íslenskra bænda. Það kann að leiða til ágreinings við ESA og jafnvel málshöfðunar fyrir EFTA-dómstólnum, en það er pólitísk ákvörðun að standa í lappirnar. Félag atvinnurekenda hefur árum saman þrýst á stjórnvöld í þessu máli. Þeir tala um réttlæti og fríverslun, en í raun snýst baráttan um að færa fjármuni frá íslenskum bændum til heildsala og erlendra framleiðenda. Það er óásættanlegt að ríkisstjórnin skuli ganga að kröfum þeirra, í stað þess að standa vörð um íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu? Nú er komið að Alþingi og stjórnvöldum að taka afstöðu. Viljum við halda í sjálfstæða og sterka innlenda matvælaframleiðslu sem tryggir þjóðaröryggi og byggðafestu, eða ætlum við að treysta æ meira á innflutning frá erlendum stórfyrirtækjum, að kröfu heildsala? Að mínu mati er svarið skýrt, Við verðum að verja íslenskan landbúnað, tryggja framtíð unga fólksins í sveitum landsins og standa vörð um sjálfbærni okkar sem þjóðar. Þetta er ekki aðeins hagsmunamál bænda – heldur allra landsmanna. Grafalvarleg staða blasir við í þessum efnum. Við þurfum með miklu sterkari hætti að stuðla að eflingu íslensks landbúnaðar. Þingmenn þessarar þjóðar þurfa að setja málefni sem snerta fæðuöryggi og hagsæld bænda á dagskrá og standa vörð um sérstöðu landbúnaðar hérlendis. Þannig má tryggja dreifða búsetu um land allt og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar