„Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 12:01 Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir áhyggjuefni að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Vísir/Lýður Valberg Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Formaður Fangavarðafélags Íslands segir stöðuna fyrir löngu vera orðna óásættanlega, sérstakt áhyggjuefni sé að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða félags fanga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu fangelsismála hér á landi. Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir að staðan hafi of lengi verið óbreytt. „Ástandið í fangelsunum er orðið mjög erfitt og það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli. Við erum búin að vera með yfirfull fangelsi svo mánuðum skiptir, við getum ekki tekið við fólki af boðunarlistum, dómar eru að fyrnast og þetta er bara eiginlega hætt að ganga svona.“ Málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður of lengi sem skili sér í ófullnægjandi innviðum og aukinni áhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Vísar Heiðar til sérstaklega til þess að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi, Stóra Hrauni á Eyrarbakka, tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. Stjórnvöld setji aukið fjármagn í löggæslu en á sama tíma siti fangelsin eftir. „Með auknu fjármagni til lögreglunnar og auknu fjármagni til dómstóla og auknar rannsóknarheimildir og hvað þetta allt heitir, það verður til þess að það munu á endanum fleiri einstaklingar afplána fangelsisdóma en það hugsar enginn neitt þarna til enda og við fáum allt þetta fólk í fangið og það verður að vera til pláss fyrir þetta fólk.“ Ljóst sé að núverandi ástand sé óboðlegt. „Með þessum húsakosti sem við höfum þá er erfiðara að aðskilja einstaklinga með mismunandi vandamál og mismunandi þarfir. Þetta verður til þess að ástandið gæti orðið og er orðið krítískara. Þetta er ákveðið púsluspil sem við þurfum að púsla og það er ekki að ganga upp eins og staðan er í dag.“ Fangelsismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða félags fanga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu fangelsismála hér á landi. Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir að staðan hafi of lengi verið óbreytt. „Ástandið í fangelsunum er orðið mjög erfitt og það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli. Við erum búin að vera með yfirfull fangelsi svo mánuðum skiptir, við getum ekki tekið við fólki af boðunarlistum, dómar eru að fyrnast og þetta er bara eiginlega hætt að ganga svona.“ Málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður of lengi sem skili sér í ófullnægjandi innviðum og aukinni áhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Vísar Heiðar til sérstaklega til þess að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi, Stóra Hrauni á Eyrarbakka, tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. Stjórnvöld setji aukið fjármagn í löggæslu en á sama tíma siti fangelsin eftir. „Með auknu fjármagni til lögreglunnar og auknu fjármagni til dómstóla og auknar rannsóknarheimildir og hvað þetta allt heitir, það verður til þess að það munu á endanum fleiri einstaklingar afplána fangelsisdóma en það hugsar enginn neitt þarna til enda og við fáum allt þetta fólk í fangið og það verður að vera til pláss fyrir þetta fólk.“ Ljóst sé að núverandi ástand sé óboðlegt. „Með þessum húsakosti sem við höfum þá er erfiðara að aðskilja einstaklinga með mismunandi vandamál og mismunandi þarfir. Þetta verður til þess að ástandið gæti orðið og er orðið krítískara. Þetta er ákveðið púsluspil sem við þurfum að púsla og það er ekki að ganga upp eins og staðan er í dag.“
Fangelsismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira