Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 15. september 2025 07:32 Menntun er lykill að farsælli samfélagsþátttöku eftir afplánun fangelsisdóma. Þetta er staðreynd sem hvergi er mótmælt. Engu að síður hafa íslenskir menntamálaráðherrar um áraraðir brugðist þegar kemur að því að tryggja fullnægjandi námsframboð og aðgengi í fangelsum landsins. Ítrekað hefur verið kallað eftir stefnu í málaflokknum og Ríkisendurskoðun sagði í skýrslu sinni árið 2023 brýnt að stjórnvöld marki stefnu um menntun fanga og aðgerðaráætlun um hvernig megi auka möguleika til náms í fangelsum landsins. En ekkert breytist. Afstaða, veit til þess að vinna hefur átt sér stað í menntamálaráðuneytinu við að móta tillögur til að efla nám fanga, með sérstakri áherslu á kvenfanga, unga fanga og erlenda fanga. Þessar tillögur liggja á borði menntamálaráðherra og bíða þess að verða lagðar fyrir ríkisstjórn til samþykktar. Í þessum tillögum felst engin stefnubreyting eða aðgerðaráætlun heldur er um að ræða hóflegar, og ódýrar, leiðir til þess að setja plástur á svöðusárið sem nám fanga er. Á sama tíma og Afstaða harmar að skrefið verði ekki stigið til fulls í samræmi við skýrslu Ríkisendurskoðunar styður félagið allar góðar hugmyndir og hvetur því Guðmund Inga Kristinsson, menntamálaráðherra, til þess að leggja tillögurnar formlega fram og hefja innleiðingu þeirra. Félagið treystir á að þær leiði til markvissra umbóta og verði vegvísir stjórnvalda á leið sinni til að nútímavæða fangelsiskerfið. Þannig sigrar samfélagið til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun er lykill að farsælli samfélagsþátttöku eftir afplánun fangelsisdóma. Þetta er staðreynd sem hvergi er mótmælt. Engu að síður hafa íslenskir menntamálaráðherrar um áraraðir brugðist þegar kemur að því að tryggja fullnægjandi námsframboð og aðgengi í fangelsum landsins. Ítrekað hefur verið kallað eftir stefnu í málaflokknum og Ríkisendurskoðun sagði í skýrslu sinni árið 2023 brýnt að stjórnvöld marki stefnu um menntun fanga og aðgerðaráætlun um hvernig megi auka möguleika til náms í fangelsum landsins. En ekkert breytist. Afstaða, veit til þess að vinna hefur átt sér stað í menntamálaráðuneytinu við að móta tillögur til að efla nám fanga, með sérstakri áherslu á kvenfanga, unga fanga og erlenda fanga. Þessar tillögur liggja á borði menntamálaráðherra og bíða þess að verða lagðar fyrir ríkisstjórn til samþykktar. Í þessum tillögum felst engin stefnubreyting eða aðgerðaráætlun heldur er um að ræða hóflegar, og ódýrar, leiðir til þess að setja plástur á svöðusárið sem nám fanga er. Á sama tíma og Afstaða harmar að skrefið verði ekki stigið til fulls í samræmi við skýrslu Ríkisendurskoðunar styður félagið allar góðar hugmyndir og hvetur því Guðmund Inga Kristinsson, menntamálaráðherra, til þess að leggja tillögurnar formlega fram og hefja innleiðingu þeirra. Félagið treystir á að þær leiði til markvissra umbóta og verði vegvísir stjórnvalda á leið sinni til að nútímavæða fangelsiskerfið. Þannig sigrar samfélagið til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar