Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Agnar Már Másson skrifar 14. september 2025 17:14 Ríkisstjóri Utah, repúblikaninn Spencer Cox, á blaðamannafundi á föstudag. AP Ríkisstjóri Utah segir að meintur banamaður Charlie Kirks hafi aðhyllst vinstri hugmyndafræði. Hinn 22 ára Tyler Robinson hafi verið „mjög venjulegur maður“ en síðan „radíkaliseraður“ á síðustu árum. Ríkisstjórinn segir að maki hans, sem er trans kona, sé afar samvinnuþýð lögreglunni. Spencer Cox, ríkisstjóri Utah, mætti í þáttinn „Meet the Press“ á sjónvarpsstöðinni NBC í dag þar sem hann ræddi um morðið á áhrifavaldinum öfgafulla Charlie Kirk á miðvikudag. Hinn 22 ára Tyler Robinson er í haldi grunaður um morðið. Skrifstofa ríkisstjóra Utah gaf út þessa mynd af Tyler Robinson.AP Cox, sem er repúblikani, sagði í þættinum að Robinson aðhylltist vinstri hugmyndafræði. Hann staðfesti að hinn grunaði ætti með maka sem væri í kynleiðréttingarferli. Kærasta hans heitir Lance Twiggs og er sögð vera atvinnutölvuleikjaspilari, að sögn New York Post. Hún býr með Robinson og tveimur öðrum, að sögn miðilsins. Ríkisstjórinn lýsti Robinson sem „mjög venjulegum manni“ sem hefði verið „radíkaliseraður“ eftir að hann hætti í háskóla og flutti aftur til heimaborgarinnar Utah, þar sem hann hefur búið síðustu ár. Cox fór að öðru leyti ekki í saumana á stjórnmálaskoðunum Robinsons en sagði að hann hefði varið miklum tíma sogaður inni í tölvuleikjum á netinu, inni á netspjöllum og á hinu „djúpa og dimma Interneti.“ Kærastan hafi ekki vitað af ætlunum Robinsons Cox nefndi ekki ætlanir skotárásarinnar á Kirk, sem hefur verið bitbein í umræðunni um morðið síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kennt „róttæka vinstrinu“ um árásina. Í skilaboðum sem Twiggs lét yfirvöldum í té kemur fram að Robinson hafi vafið riffli í handklæði og falið hann í runna nálægt háskólanum, að sögn Axios. Charlie Kirk, bandamaður Donalds Trumps, var afar gagnrýninn á það sem hann kallaði „hinsegin stefnu“ og lagðist gegn kynleiðréttingarferlum.AP/John Locher „Við erum öll að draga helling af ályktunum um hvernig einhver svona gæti verið radíkaliseraður,“ sagði Cox, „og ég held að það séu mikilvægar spurningar sem þarf að spyrja og mikilvægar spurningar sem þarf að svara.“ Enn fremur sagði Cox að kærasta Robinsons hafi ekki haft neina fyrri vitneskju af árásinni. Hún hafi verið „í áfalli“ yfir því sem gerðist. Greint var frá því í dag að lögregla segði kærustuna afar samvinnuþýða. Hún hefði jafnvel látið yfirvöldum í té SMS-samskipti sín og kærasta síns sem hafi gagnast lögreglunni við að handsama hann. Sagður hafa viðurkennt verknaðinn Þessar nýju upplýsingar um samband meinta morðingjans vekja þó spurningar um hvort það kunni að hafa verið skoðanir Kirks á hinsegin samfélaginu sem kunni að hafa drifið Robinson til að fremja ódæðið. Skoðanir Kirks — einkum er varða kynþátt, skotvopn, þungunarrof og það sem hann kallaði „hinsegin stefnuna“ — þóttu afar umdeildar. Yfirvöld rannsaka nú, að sögn Axios, hvort Robinson hafi talið skoðanir Kirks í garð trans fólks hatursfullar en Kirk lagðist gegn kynleiðréttingarferli. Robinson er sagður hafa viðurkennt ódæðið í samtali við föður sinn samkvæmt því sem miðlar vestanhafs hafa eftir heimildarmönnum sínum innan lögreglunnar. Cox sagði að frekari upplýsingar myndu liggja fyrir á þriðjudag. Að sögn New York Times liggur ekki fyrir hvort Robinson sé með lögmann. „Tyler drap Charlie!!!!“ Áður en Robinson var handtekinn hafði hann sent vinum sínum skilaboð sem sýna að hann hafi fylgst grannt með fréttum af morðmálinu, samkvæmt gögnum sem New York Times fékk frá gömlum vini Robinsons, og skýrsla sem New York Post hefur yfir höndum hefur svipaða sögu að segja. Þegar yfirvöld birtu mynd af hinum eftirlýsta var Robinson taggaður í skilaboðum í lokuðum Discord-hóp enda þótti sá sem leitað var að svipa til Robinsons. Robinson svaraði að þarna hlyti „tvífari“ hans vera á ferð að reyna að „koma mér í vandræði“. „Tyler drap Charlie!!!!“ bætti einn við, ánægður að því er virðist. Úr mormónafjölskyldu Lögregluyfirvöld rannsaka nú vinstri sinnaða hópa í Utah til að athuga hvort þeir hafi haft vitneskju af áætlunum meinta morðingjans eða ef þeir hafi hjálpað honum eftir árásina. Axios segir að einn slíkur hópur hafi eytt samfélagsmiðlareikningi sínum eftir árásina. Robinson er samkvæmt opinberum gögnum ekki skráður í flokk og hefur aldrei kosið en foreldrar hans eru þó skráðir í Rebúblikanaflokkinn og eru virkir skotveiðimenn. Hann og bræður hans sjást á fjölskyldumyndum á samfélagsmiðlum stilla sér upp með riffla. Robinson kemur úr mormónafjölskyldu en hvergi eru fleiri mormónar en í Utah. Samkynhneigt kynlíf eða sambúð eru ekki samþykkt í trúfélaginu og kynvitund sem er ekki í samræmi við líffræðilegt kyn er almennt ekki viðurkennd af kirkjunni. Nágrannar og fyrrverandi bekkjarfélagar hafa lýst Robinson sem feimnum og hlédrægum en hann þótti afburðanemandi og var á þriðja ári í rafvirkjanámi. Gamlir vinir hans lýsa því þó að hann virðist hafa einangrast meira á síðustu árum. Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Spencer Cox, ríkisstjóri Utah, mætti í þáttinn „Meet the Press“ á sjónvarpsstöðinni NBC í dag þar sem hann ræddi um morðið á áhrifavaldinum öfgafulla Charlie Kirk á miðvikudag. Hinn 22 ára Tyler Robinson er í haldi grunaður um morðið. Skrifstofa ríkisstjóra Utah gaf út þessa mynd af Tyler Robinson.AP Cox, sem er repúblikani, sagði í þættinum að Robinson aðhylltist vinstri hugmyndafræði. Hann staðfesti að hinn grunaði ætti með maka sem væri í kynleiðréttingarferli. Kærasta hans heitir Lance Twiggs og er sögð vera atvinnutölvuleikjaspilari, að sögn New York Post. Hún býr með Robinson og tveimur öðrum, að sögn miðilsins. Ríkisstjórinn lýsti Robinson sem „mjög venjulegum manni“ sem hefði verið „radíkaliseraður“ eftir að hann hætti í háskóla og flutti aftur til heimaborgarinnar Utah, þar sem hann hefur búið síðustu ár. Cox fór að öðru leyti ekki í saumana á stjórnmálaskoðunum Robinsons en sagði að hann hefði varið miklum tíma sogaður inni í tölvuleikjum á netinu, inni á netspjöllum og á hinu „djúpa og dimma Interneti.“ Kærastan hafi ekki vitað af ætlunum Robinsons Cox nefndi ekki ætlanir skotárásarinnar á Kirk, sem hefur verið bitbein í umræðunni um morðið síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kennt „róttæka vinstrinu“ um árásina. Í skilaboðum sem Twiggs lét yfirvöldum í té kemur fram að Robinson hafi vafið riffli í handklæði og falið hann í runna nálægt háskólanum, að sögn Axios. Charlie Kirk, bandamaður Donalds Trumps, var afar gagnrýninn á það sem hann kallaði „hinsegin stefnu“ og lagðist gegn kynleiðréttingarferlum.AP/John Locher „Við erum öll að draga helling af ályktunum um hvernig einhver svona gæti verið radíkaliseraður,“ sagði Cox, „og ég held að það séu mikilvægar spurningar sem þarf að spyrja og mikilvægar spurningar sem þarf að svara.“ Enn fremur sagði Cox að kærasta Robinsons hafi ekki haft neina fyrri vitneskju af árásinni. Hún hafi verið „í áfalli“ yfir því sem gerðist. Greint var frá því í dag að lögregla segði kærustuna afar samvinnuþýða. Hún hefði jafnvel látið yfirvöldum í té SMS-samskipti sín og kærasta síns sem hafi gagnast lögreglunni við að handsama hann. Sagður hafa viðurkennt verknaðinn Þessar nýju upplýsingar um samband meinta morðingjans vekja þó spurningar um hvort það kunni að hafa verið skoðanir Kirks á hinsegin samfélaginu sem kunni að hafa drifið Robinson til að fremja ódæðið. Skoðanir Kirks — einkum er varða kynþátt, skotvopn, þungunarrof og það sem hann kallaði „hinsegin stefnuna“ — þóttu afar umdeildar. Yfirvöld rannsaka nú, að sögn Axios, hvort Robinson hafi talið skoðanir Kirks í garð trans fólks hatursfullar en Kirk lagðist gegn kynleiðréttingarferli. Robinson er sagður hafa viðurkennt ódæðið í samtali við föður sinn samkvæmt því sem miðlar vestanhafs hafa eftir heimildarmönnum sínum innan lögreglunnar. Cox sagði að frekari upplýsingar myndu liggja fyrir á þriðjudag. Að sögn New York Times liggur ekki fyrir hvort Robinson sé með lögmann. „Tyler drap Charlie!!!!“ Áður en Robinson var handtekinn hafði hann sent vinum sínum skilaboð sem sýna að hann hafi fylgst grannt með fréttum af morðmálinu, samkvæmt gögnum sem New York Times fékk frá gömlum vini Robinsons, og skýrsla sem New York Post hefur yfir höndum hefur svipaða sögu að segja. Þegar yfirvöld birtu mynd af hinum eftirlýsta var Robinson taggaður í skilaboðum í lokuðum Discord-hóp enda þótti sá sem leitað var að svipa til Robinsons. Robinson svaraði að þarna hlyti „tvífari“ hans vera á ferð að reyna að „koma mér í vandræði“. „Tyler drap Charlie!!!!“ bætti einn við, ánægður að því er virðist. Úr mormónafjölskyldu Lögregluyfirvöld rannsaka nú vinstri sinnaða hópa í Utah til að athuga hvort þeir hafi haft vitneskju af áætlunum meinta morðingjans eða ef þeir hafi hjálpað honum eftir árásina. Axios segir að einn slíkur hópur hafi eytt samfélagsmiðlareikningi sínum eftir árásina. Robinson er samkvæmt opinberum gögnum ekki skráður í flokk og hefur aldrei kosið en foreldrar hans eru þó skráðir í Rebúblikanaflokkinn og eru virkir skotveiðimenn. Hann og bræður hans sjást á fjölskyldumyndum á samfélagsmiðlum stilla sér upp með riffla. Robinson kemur úr mormónafjölskyldu en hvergi eru fleiri mormónar en í Utah. Samkynhneigt kynlíf eða sambúð eru ekki samþykkt í trúfélaginu og kynvitund sem er ekki í samræmi við líffræðilegt kyn er almennt ekki viðurkennd af kirkjunni. Nágrannar og fyrrverandi bekkjarfélagar hafa lýst Robinson sem feimnum og hlédrægum en hann þótti afburðanemandi og var á þriðja ári í rafvirkjanámi. Gamlir vinir hans lýsa því þó að hann virðist hafa einangrast meira á síðustu árum.
Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira