Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2025 20:04 Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð hefur nú verið lokað í eitt ár vegna mikilla endurbóta á lauginni og útisvæði hennar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlauginni í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð hefur verið lokað í eitt ár. Ástæðan er sú að það á að taka laugina og svæði hennar allt í gegn fyrir um 800 milljónir króna. Reykholtslaug var vígð í janúar 1976 en á þessum tæpu 50 árum frá vígslu hefur sundlaugin þjónað íbúum og gestum sveitarfélagsins vel en mikil viðhaldsþörf er komin á sundlaugina og á allt útisvæðið og því verið laugin lokuð í um það bil ár. Sökum þess var gestum laugarinnar boðið upp á kaffi, konfekt og ís á sundlaugarbakkanum og þá var líka frítt í sund síðastliðinn fimmtudag. En hvernig líst heimamönnum á lokun laugarinnar? „Mér líst mjög illa á það því það tekur frá okkur lífsgæði gamla fólksins, sem erum hérna fastagestir,” segir Guðrún Hárlaugsdóttir, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug Hvert ætlar þú að fara í sund í staðinn? „Ég verð bara að fara á Flúðir,” segir Guðrún. „Við erum bara kát með þetta, það er metnaður í þessum framkvæmdum, mikið bætt útiaðstaða, já, ég held að það séu allir mjög kátir með þetta,” segir Sveinn Sæland, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. „Ég er búina að stunda þetta lengi, tvisvar í viku að minnsta kosti, ég sé eftir þessu. Það er alltaf gott að fá breytingar og betrum bætur,” segir Gunnar Guðjónsson, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Nokkrir pottverjar, sem mættu í laugina á fimmtudaginn áður en skellt var í lás í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jæja, varstu að taka síðasta sundsprettinn? „Vonandi ekki, en síðasta hér í bili,” segir Ragnheiður Jónsdóttir íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Og hvernig líst þér á þetta sem á að fara að gera? „Ég veit það ekki, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því.” En er ekki mjög holt og gott að geta farið í sund í sinni heimabyggð? „Ekki vafi, þú sérð það nú, ég er 75 ára,” segir Ragnheiður hlæjandi. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari Reykholtsskóla segist eiga eftir að sakna laugarinnar og kennslunnar í henni í þetta eina ár. „Já, við erum náttúrulega búin að kenna sund á hverjum degi í þrjár vikur, þannig að það var skrítin morgun að kenna síðasta sundtímann, maður fékk pínu tár í augun,” segir Freydís. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari í Reykholtslaug í Bláskógabyggð fékk tár í augun síðasta kennsludaginn í lauginni í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það á í rauninni að skipta öllu út. Við ætlum að steypa upp nýja laug, þetta er bara timburlaug gömul með dúk í, sem allt er farið að fúna og það heldur varla vatni. Svo erum við bara að setja nýja potta, það kemur rennibraut og gufubað og þess háttar,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Helgi segir að framkvæmdirnar munu kostar sveitarfélagið um 800 milljónir króna og að nýja sundlaugin og útisvæðið verði allt klárt í september á næsta ári. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem segir að framkvæmdir við laugina munu kosta um 800 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Reykholtslaug var vígð í janúar 1976 en á þessum tæpu 50 árum frá vígslu hefur sundlaugin þjónað íbúum og gestum sveitarfélagsins vel en mikil viðhaldsþörf er komin á sundlaugina og á allt útisvæðið og því verið laugin lokuð í um það bil ár. Sökum þess var gestum laugarinnar boðið upp á kaffi, konfekt og ís á sundlaugarbakkanum og þá var líka frítt í sund síðastliðinn fimmtudag. En hvernig líst heimamönnum á lokun laugarinnar? „Mér líst mjög illa á það því það tekur frá okkur lífsgæði gamla fólksins, sem erum hérna fastagestir,” segir Guðrún Hárlaugsdóttir, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug Hvert ætlar þú að fara í sund í staðinn? „Ég verð bara að fara á Flúðir,” segir Guðrún. „Við erum bara kát með þetta, það er metnaður í þessum framkvæmdum, mikið bætt útiaðstaða, já, ég held að það séu allir mjög kátir með þetta,” segir Sveinn Sæland, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. „Ég er búina að stunda þetta lengi, tvisvar í viku að minnsta kosti, ég sé eftir þessu. Það er alltaf gott að fá breytingar og betrum bætur,” segir Gunnar Guðjónsson, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Nokkrir pottverjar, sem mættu í laugina á fimmtudaginn áður en skellt var í lás í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jæja, varstu að taka síðasta sundsprettinn? „Vonandi ekki, en síðasta hér í bili,” segir Ragnheiður Jónsdóttir íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Og hvernig líst þér á þetta sem á að fara að gera? „Ég veit það ekki, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því.” En er ekki mjög holt og gott að geta farið í sund í sinni heimabyggð? „Ekki vafi, þú sérð það nú, ég er 75 ára,” segir Ragnheiður hlæjandi. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari Reykholtsskóla segist eiga eftir að sakna laugarinnar og kennslunnar í henni í þetta eina ár. „Já, við erum náttúrulega búin að kenna sund á hverjum degi í þrjár vikur, þannig að það var skrítin morgun að kenna síðasta sundtímann, maður fékk pínu tár í augun,” segir Freydís. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari í Reykholtslaug í Bláskógabyggð fékk tár í augun síðasta kennsludaginn í lauginni í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það á í rauninni að skipta öllu út. Við ætlum að steypa upp nýja laug, þetta er bara timburlaug gömul með dúk í, sem allt er farið að fúna og það heldur varla vatni. Svo erum við bara að setja nýja potta, það kemur rennibraut og gufubað og þess háttar,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Helgi segir að framkvæmdirnar munu kostar sveitarfélagið um 800 milljónir króna og að nýja sundlaugin og útisvæðið verði allt klárt í september á næsta ári. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem segir að framkvæmdir við laugina munu kosta um 800 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira