Erlent

Kalla rúss­neska sendi­herrann á teppið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Frá Búkarest, höfuðborg Rúmeníu.
Frá Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Getty

Rúmenar kölluðu rússneska sendiherrann á teppið eftir að rússnesk flygildi rufu rúmenska lofthelgi í gær og þar með Atlantshafsbandalagsins. Litið er á atvikið og svipað atvik í Póllandi fyrr í vikunni sem ögrun af hálfu Rússa.

Rússneskt flygildi rauf rúmenska lofthelgi í gær. Það flaug ekki yfir þéttbýli og varnarmálaráðuneyti Rúmeníu segir enga hættu hafa stafað af því. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir Pútín reyna að færa út kvíar stríðsins í Úkraínu.

Í yfirlýsingu segir Oana Țoiu utanríkisráðherra Rúmeníu að hún hafi tjáð Vladímír Lípajev, sendiherra Rússlands í Rúmeníu, að Rússar hefðu brotið gegn fullveldi landsins með gjörðum sínum.

„Ítrekaðar uppákomur af þessu tagi stuðla að óstöðugleika og stigmögnun ógna við öryggi á svæðinu,“ segir í yfirlýsingu ráðherrans.

Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála hjá Evrópusambandinu, segir gálausa Rússa ógna öryggi í álfunni.

„Þessi áframhaldandi, stjórnlausa stigmögnun ógnar öryggi svæðisins. Við stöndum með Rúmeníu. Ég er í nánu sambandi við rúmensku ríkisstjórnina,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×