Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar 15. september 2025 11:32 Undanfarið hefur verið mikið rætt um námsmat í grunnskólum og nýtt námsmatskerfi - Matsferil. Umræðan hefur þó að mestu farið fram á vettvangi stjórnvalda og sveitarfélaga – en hvar eru samtölin við fagfólkið sem vinnur í skólastofunum? Hvar eru raddir kennara og skólastjóra sem þekkja starfið best? Á undanförnum árum hefur námsmat í íslenskum grunnskólum tekið miklum breytingum. Í stað þess að leggja áherslu á tölulegar einkunnir og samanburð er nú lögð meiri áhersla á að meta hæfni nemenda – hvað þau geta, kunna og skilja. Þessi breyting byggir á nýrri stefnu í aðalnámskrá grunnskóla þar sem hæfniviðmið eru í forgrunni. Hæfniviðmið lýsa þeirri hæfni sem nemendur eiga að tileinka sér í hverri námsgrein. Þau eru sett fram fyrir þrjú námsstig: við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Í stað þess að meta hvort nemandi svaraði rétt í prófi er nú horft á hvort hann geti beitt þekkingu sinni í mismunandi aðstæðum – t.d. lesið með gagnrýnum hætti, beitt stærðfræði í daglegu lífi eða tjáð sig á fjölbreyttan hátt. Af hverju bókstafir og tákn? Í samræmi við aðalnámskrá eru matsviðmið nú sett fram á bókstafakvarða – A til D. Þetta kerfi er hugsað til að lýsa hæfni nemenda á skýrari og uppbyggilegri hátt en tölur gera. Tölukvarðinn sem áður var notaður gaf oft takmarkaðar upplýsingar. Ef nemandi fékk 8 í prófi vissu foreldrar ekki hvort hann kunni klukku eða margföldun – aðeins að hann svaraði 8 af 10 dæmum rétt. Þá var líka algengt að tala um að 6 eða 7 væru „lélegar“ einkunnir sem gat haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd nemenda. Ef markmið námsmats er að lýsa hæfni nemenda og styðja við nám þeirra þá hentar bókstafakvarði betur. Hann gefur skýrari mynd af því hvað nemandi getur og hvar hann stendur í náminu. Ef markmiðið er hins vegar að greina nákvæmlega frammistöðu og bera saman nemendur þá getur tölukvarði verið gagnlegri. Íslenskt skólakerfi hefur á undanförnum árum færst frá samanburði og yfir í hæfnimiðað mat. Í því samhengi er bókstafakvarði – eða tákn sem lýsa hæfni – betur til þess fallin að styðja við nám og vöxt nemenda. Hann hjálpar kennurum og foreldrum að sjá styrkleika og þroska nemenda frekar en að einblína á tölur sem oft segja lítið um raunverulega hæfni. Þessi breyting krefst aðlögunar – bæði hjá nemendum, foreldrum og kennurum. En hún býður upp á betri innsýn í nám nemenda og styður við jákvæða þróun í skólastarfi. Matsferill Skólafólk hefur fylgst náið með þróun Matsferils og við fögnum því að nútímalegt og fjölbreytt mælitæki sé loksins komið. Matsferill býður upp á samræmd stöðu- og framvindupróf í íslensku og stærðfræði sem verða lögð fyrir í 4., 6. og 9. bekk frá og með skólaárinu 2025–2026 og er einnig í boði fyrir alla aðra árganga. Þetta er hluti af stærri heild sem miðar að því að bæta námsmat og tryggja að kennsla taki mið af þörfum hvers nemanda. Við teljum að Matsferill geti orðið öflugt verkfæri – ef það er þróað og innleitt í nánu samstarfi við fagfólk í skólunum. Kennarar og skólastjórnendur búa yfir dýrmætri innsýn í hvernig námsmat getur orðið hreyfiafl í skólaþróun ef það er notað sem umbótatæki en ekki eftirlitstól. Margir skólar hafa um árabil nýtt Lesfimi – samræmt skimunartæki sem mælir leshraða og nákvæmni og styður þannig við læsi og lesskilning nemenda. Lesfimi hefur reynst okkur vel og við munum áfram nýta þau verkfæri sem styðja við nemendur og kennara. Matsferill byggir á hugmyndafræði um hringrás mats og kennslu þar sem niðurstöður eru nýttar til að laga kennslu að þörfum nemenda. Þetta er í takt við farsældarlögin og áherslur um snemmtæka íhlutun. Við í skólunum hlökkum til að taka þátt í þessari vegferð en við viljum líka minna á að umbætur í skólastarfi gerast ekki í fundarsölum stjórnvalda einar og sér eða í yfirlýsingum bæjarstjóra eða annarra stjórnmálamanna. Þær verða til í samtali við kennara, skólastjóra, nemendur og foreldra Það samtal þarf að vera virkt, opið og byggt á gagnkvæmri virðingu. Höfundur er skólastjóri Akurskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið mikið rætt um námsmat í grunnskólum og nýtt námsmatskerfi - Matsferil. Umræðan hefur þó að mestu farið fram á vettvangi stjórnvalda og sveitarfélaga – en hvar eru samtölin við fagfólkið sem vinnur í skólastofunum? Hvar eru raddir kennara og skólastjóra sem þekkja starfið best? Á undanförnum árum hefur námsmat í íslenskum grunnskólum tekið miklum breytingum. Í stað þess að leggja áherslu á tölulegar einkunnir og samanburð er nú lögð meiri áhersla á að meta hæfni nemenda – hvað þau geta, kunna og skilja. Þessi breyting byggir á nýrri stefnu í aðalnámskrá grunnskóla þar sem hæfniviðmið eru í forgrunni. Hæfniviðmið lýsa þeirri hæfni sem nemendur eiga að tileinka sér í hverri námsgrein. Þau eru sett fram fyrir þrjú námsstig: við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Í stað þess að meta hvort nemandi svaraði rétt í prófi er nú horft á hvort hann geti beitt þekkingu sinni í mismunandi aðstæðum – t.d. lesið með gagnrýnum hætti, beitt stærðfræði í daglegu lífi eða tjáð sig á fjölbreyttan hátt. Af hverju bókstafir og tákn? Í samræmi við aðalnámskrá eru matsviðmið nú sett fram á bókstafakvarða – A til D. Þetta kerfi er hugsað til að lýsa hæfni nemenda á skýrari og uppbyggilegri hátt en tölur gera. Tölukvarðinn sem áður var notaður gaf oft takmarkaðar upplýsingar. Ef nemandi fékk 8 í prófi vissu foreldrar ekki hvort hann kunni klukku eða margföldun – aðeins að hann svaraði 8 af 10 dæmum rétt. Þá var líka algengt að tala um að 6 eða 7 væru „lélegar“ einkunnir sem gat haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd nemenda. Ef markmið námsmats er að lýsa hæfni nemenda og styðja við nám þeirra þá hentar bókstafakvarði betur. Hann gefur skýrari mynd af því hvað nemandi getur og hvar hann stendur í náminu. Ef markmiðið er hins vegar að greina nákvæmlega frammistöðu og bera saman nemendur þá getur tölukvarði verið gagnlegri. Íslenskt skólakerfi hefur á undanförnum árum færst frá samanburði og yfir í hæfnimiðað mat. Í því samhengi er bókstafakvarði – eða tákn sem lýsa hæfni – betur til þess fallin að styðja við nám og vöxt nemenda. Hann hjálpar kennurum og foreldrum að sjá styrkleika og þroska nemenda frekar en að einblína á tölur sem oft segja lítið um raunverulega hæfni. Þessi breyting krefst aðlögunar – bæði hjá nemendum, foreldrum og kennurum. En hún býður upp á betri innsýn í nám nemenda og styður við jákvæða þróun í skólastarfi. Matsferill Skólafólk hefur fylgst náið með þróun Matsferils og við fögnum því að nútímalegt og fjölbreytt mælitæki sé loksins komið. Matsferill býður upp á samræmd stöðu- og framvindupróf í íslensku og stærðfræði sem verða lögð fyrir í 4., 6. og 9. bekk frá og með skólaárinu 2025–2026 og er einnig í boði fyrir alla aðra árganga. Þetta er hluti af stærri heild sem miðar að því að bæta námsmat og tryggja að kennsla taki mið af þörfum hvers nemanda. Við teljum að Matsferill geti orðið öflugt verkfæri – ef það er þróað og innleitt í nánu samstarfi við fagfólk í skólunum. Kennarar og skólastjórnendur búa yfir dýrmætri innsýn í hvernig námsmat getur orðið hreyfiafl í skólaþróun ef það er notað sem umbótatæki en ekki eftirlitstól. Margir skólar hafa um árabil nýtt Lesfimi – samræmt skimunartæki sem mælir leshraða og nákvæmni og styður þannig við læsi og lesskilning nemenda. Lesfimi hefur reynst okkur vel og við munum áfram nýta þau verkfæri sem styðja við nemendur og kennara. Matsferill byggir á hugmyndafræði um hringrás mats og kennslu þar sem niðurstöður eru nýttar til að laga kennslu að þörfum nemenda. Þetta er í takt við farsældarlögin og áherslur um snemmtæka íhlutun. Við í skólunum hlökkum til að taka þátt í þessari vegferð en við viljum líka minna á að umbætur í skólastarfi gerast ekki í fundarsölum stjórnvalda einar og sér eða í yfirlýsingum bæjarstjóra eða annarra stjórnmálamanna. Þær verða til í samtali við kennara, skólastjóra, nemendur og foreldra Það samtal þarf að vera virkt, opið og byggt á gagnkvæmri virðingu. Höfundur er skólastjóri Akurskóla.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar