Lífið

„Áttum góða tíma og mjög ást­ríkt sam­band að mestu“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ásdís Rán er nýlega orðin einhleyp.
Ásdís Rán er nýlega orðin einhleyp. Instagram @asdisran

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta og áhrifavaldur, er orðin einhleyp.Nýlega slitnaði upp úr sambandi hennar og Þórðar Daníels Þórðarsonar athafnamanns eftir tveggja ára samband. 

Ásdís Rán segir í samtali við Vísi þau hafi hætt saman fyrir nokkrum vikum og hún vilji ekki greina frá ástæðu sambandsslitanna. Mbl.is greindi frá tímamótunum.

„Við áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu þangað til í lokin, en ég hef nú ákveðið að halda í mína átt,“ segir Ásdís Rán.

Ásdís Rán hefur verið áberandi í íslensku fjölmiðlalífi um árabil og þá helst fyrir fyrirsætustörf. Hún flutti til Búlgaríu með barnsföður sínum, knattspyrnumanninum Garðari Gunnlaugssyni, og ílengdist þar í landi.

Hún hefur verið reglulegur gestur í íslenskum fjölmiðlum og er talin ein þekktasta fyrirsæta landsins á síðustu tveimur áratugum. 

Eins og alþjóð veit bauð Ásdís Rán sig fram til embættis forseta Íslands árið 2024 og vakti gríðarlega mikla athygli. Þar vakti hún gríðarlega athygli og ræddi opinskátt við Vísi að hún hafi verið afar stressuð til að byrja með.

Ásdís Rán var gestur í fyrsta skemmtiþættinum Af vængjum fram, sem var í umsjón Odds Ævars Gunnarssonar , á Vísi, í tilefni af forsetakosningum.

Í þættinum lýsti Ásdís því meðal annars að hún hafi verið mjög stressuð og með kvíðaköst áður en hún bauð sig fram. Þá sagðist hún vilja brjóta blað í sögu forsetakosninganna og embættisins með framboði sínu sem kyntákn.


Tengdar fréttir

„Við hættum nú eiginlega ekkert saman“

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, fyrrum forsetaframbjóðandi og fyrirsæta, og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson eru enn saman. Ásdís segir að um misskilning hafi verið að ræða. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.