Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 15. september 2025 11:14 Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Þess vegna er megnið af umhverfisþingi sem hefst í dag í Hörpu, skipulagt sem opnar vinnustofur, þar almenningur, félagasamtök, hagaðilar, stjórnvöld og sérfræðingar ræða saman og móta tillögur í hringborðsumræðum. Meðal annars verður sérstök vinnustofa haldin af loftslagsaðgerðasinnum með það að markmiði að efla þátttöku og samráð í loftslagsmálum. Það er nauðsynlegt, því umræðan hér á landi hefur einkennst af upplýsingaóreiðu og skorti á pólítískri forystu. En ég held að flestir séu sammála um að of mikið hefur verið talað og of lítið gert í þessum málum. Þess vegna ætlum við að taka niðurstöður umhverfisþingsins alvarlega, og fylgja niðurstöðum þingsins eftir með skipulögðum hætti og tryggja að tillögur verði að aðgerðum í vinnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Leiðin áfram í loftslagsmálum Í sumar var frumvarp til nýrra heildarlaga um loftslagsmál í samráði, og nú er unnið úr þeim góðu athugasemdum sem komu fram til að betrumbæta þau áður en þau verða lögð fram á yfirstandandi löggjafarþingi. Með frumvarpinu er markmiðið m.a. að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála, stytta boðleiðir og tryggja að loftslagsaðgerðir komist til framkvæmda, skylda Ísland til skýrari markmiðasetningar, ásamt því að skýra ábyrgð ráðherra á því að gripið sé til aðgerða sem skili árangri. Þá kveður frumvarpið á um að setja skuli loftslagsstefnu og fyrsta skrefið í þeirri vinnu verður tekið í vinnustofu umhverfisþingsins á þriðjudaginn. Það hefur nefnilega vantað ákveðna grundvallarvinnu til að geta sótt fram í loftslagsmálum, og þar á meðal er loftslagsstefna. Svo ekki sé minnst á að markmið Íslands um að ná kolefnishlutleysi 2040, sem var bundið í lög 2021, hefur ekki verið útfært. Það er fyrst nú sem vinna við það er farin af stað af alvöru. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum voru kynnt fyrir helgi, ásamt nýjum markmiðum Íslands til ársins 2035. Í báðum tilvikum ber að merkja að nálgunin er í fyrsta sinn heildstæð. Forgangsverkefnin snerta landnotkun með endurheimt votlendis og vistkerfa, stóriðjuna í ETS kerfinu og samfélagslosun með fjárfestingastuðning við landbúnað, hraðari orkuskiptum í samgöngum með áherslu á ferðamenn og bílaleigur. Markmiðin ná einnig til losunar frá landi, ETS kerfisins og samfélagslosunar. Í fyrsta sinn eru sett töluleg markmið um samdrátt í losun frá landi: 400-500 þúsund tonna samdrátt árið 2035 miðað við 2025. Auk þess er í fyrsta sinn skýr sýn á hvernig við ætlum að beita okkur til þess að ná árangri í losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB (ETS-kerfið) og þar þurfum við að styðja við nýsköpun til föngunar, förgunar og hagnýtingar á losun. Loks er metnaður aukinn í samfélagslosun og markmiðið sett í 50-55% samdrátt árið 2035 miðað við árið 2005. Heildræn nálgun og stóra samhengið Loftslagsváin hefur víðtæk áhrif og búandi á eyju, þá skipta áhrif loftslagsbreytinga á hafið okkur öllu máli. Hækkað hitastig og súrnun sjávar eru raunveruleiki sem dregur dilk á eftir sér. Straumakerfi hafsins er ógnað með tilheyrandi afleiðingum á veðurfar sem gæti haft alvarleg áhrif á Ísland. Fiskstofnar flytja sig, vistkerfi raskast og tegundir hverfa. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað hvort sem er á landi eða í hafi, og okkar sameiginlega ábyrgð er að sporna gegn þeirri þróun. Þetta samhengi verður sérstaklega til umfjöllunar á umhverfisþinginu og ljósi varpað á mikilvægi heildrænnar vistkerfisnálgunar á stjórn hafmála. Meðal annars verður rætt um hvernig umhverfisvernd í hafi, ýmiss konar vernd hafsvæða getur styrkt lífríki hafsins, haft jákvæð áhrif á fiskistofna, spornað gegn loftslagsbreytingum og hvernig markvissar verndaraðgerðir geta varið þá fjölbreytni lífs sem jörðin okkar og samfélag byggir á. Þar að auki verður stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni og fyrsta aðgerðaráætlun Íslands í málaflokknum til umræðu á þinginu. Þó við fáum að heyra frá alþjóðlegum og innlendum sérfræðingum, sem veita nauðsynlega innsýn í stöðu mála og hvernig við getum nýtt nýjustu vísindi og stefnumótun til framfara, þá er þingið ekki eingöngu vettvangur fræðimanna, heldur fyrst og fremst vettvangur þjóðarinnar. Við þurfum alla um borð, almenning, hagaðila, atvinnulíf og félagasamtök til þess að takast á við þessar áskoranir og ná árangri. Þetta er fyrsta skrefið og markar upphaf að markvissri vegferð í þágu náttúrunnar, loftslagsins og framtíðarkynslóða. Höfundur er aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Þess vegna er megnið af umhverfisþingi sem hefst í dag í Hörpu, skipulagt sem opnar vinnustofur, þar almenningur, félagasamtök, hagaðilar, stjórnvöld og sérfræðingar ræða saman og móta tillögur í hringborðsumræðum. Meðal annars verður sérstök vinnustofa haldin af loftslagsaðgerðasinnum með það að markmiði að efla þátttöku og samráð í loftslagsmálum. Það er nauðsynlegt, því umræðan hér á landi hefur einkennst af upplýsingaóreiðu og skorti á pólítískri forystu. En ég held að flestir séu sammála um að of mikið hefur verið talað og of lítið gert í þessum málum. Þess vegna ætlum við að taka niðurstöður umhverfisþingsins alvarlega, og fylgja niðurstöðum þingsins eftir með skipulögðum hætti og tryggja að tillögur verði að aðgerðum í vinnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Leiðin áfram í loftslagsmálum Í sumar var frumvarp til nýrra heildarlaga um loftslagsmál í samráði, og nú er unnið úr þeim góðu athugasemdum sem komu fram til að betrumbæta þau áður en þau verða lögð fram á yfirstandandi löggjafarþingi. Með frumvarpinu er markmiðið m.a. að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála, stytta boðleiðir og tryggja að loftslagsaðgerðir komist til framkvæmda, skylda Ísland til skýrari markmiðasetningar, ásamt því að skýra ábyrgð ráðherra á því að gripið sé til aðgerða sem skili árangri. Þá kveður frumvarpið á um að setja skuli loftslagsstefnu og fyrsta skrefið í þeirri vinnu verður tekið í vinnustofu umhverfisþingsins á þriðjudaginn. Það hefur nefnilega vantað ákveðna grundvallarvinnu til að geta sótt fram í loftslagsmálum, og þar á meðal er loftslagsstefna. Svo ekki sé minnst á að markmið Íslands um að ná kolefnishlutleysi 2040, sem var bundið í lög 2021, hefur ekki verið útfært. Það er fyrst nú sem vinna við það er farin af stað af alvöru. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum voru kynnt fyrir helgi, ásamt nýjum markmiðum Íslands til ársins 2035. Í báðum tilvikum ber að merkja að nálgunin er í fyrsta sinn heildstæð. Forgangsverkefnin snerta landnotkun með endurheimt votlendis og vistkerfa, stóriðjuna í ETS kerfinu og samfélagslosun með fjárfestingastuðning við landbúnað, hraðari orkuskiptum í samgöngum með áherslu á ferðamenn og bílaleigur. Markmiðin ná einnig til losunar frá landi, ETS kerfisins og samfélagslosunar. Í fyrsta sinn eru sett töluleg markmið um samdrátt í losun frá landi: 400-500 þúsund tonna samdrátt árið 2035 miðað við 2025. Auk þess er í fyrsta sinn skýr sýn á hvernig við ætlum að beita okkur til þess að ná árangri í losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB (ETS-kerfið) og þar þurfum við að styðja við nýsköpun til föngunar, förgunar og hagnýtingar á losun. Loks er metnaður aukinn í samfélagslosun og markmiðið sett í 50-55% samdrátt árið 2035 miðað við árið 2005. Heildræn nálgun og stóra samhengið Loftslagsváin hefur víðtæk áhrif og búandi á eyju, þá skipta áhrif loftslagsbreytinga á hafið okkur öllu máli. Hækkað hitastig og súrnun sjávar eru raunveruleiki sem dregur dilk á eftir sér. Straumakerfi hafsins er ógnað með tilheyrandi afleiðingum á veðurfar sem gæti haft alvarleg áhrif á Ísland. Fiskstofnar flytja sig, vistkerfi raskast og tegundir hverfa. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað hvort sem er á landi eða í hafi, og okkar sameiginlega ábyrgð er að sporna gegn þeirri þróun. Þetta samhengi verður sérstaklega til umfjöllunar á umhverfisþinginu og ljósi varpað á mikilvægi heildrænnar vistkerfisnálgunar á stjórn hafmála. Meðal annars verður rætt um hvernig umhverfisvernd í hafi, ýmiss konar vernd hafsvæða getur styrkt lífríki hafsins, haft jákvæð áhrif á fiskistofna, spornað gegn loftslagsbreytingum og hvernig markvissar verndaraðgerðir geta varið þá fjölbreytni lífs sem jörðin okkar og samfélag byggir á. Þar að auki verður stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni og fyrsta aðgerðaráætlun Íslands í málaflokknum til umræðu á þinginu. Þó við fáum að heyra frá alþjóðlegum og innlendum sérfræðingum, sem veita nauðsynlega innsýn í stöðu mála og hvernig við getum nýtt nýjustu vísindi og stefnumótun til framfara, þá er þingið ekki eingöngu vettvangur fræðimanna, heldur fyrst og fremst vettvangur þjóðarinnar. Við þurfum alla um borð, almenning, hagaðila, atvinnulíf og félagasamtök til þess að takast á við þessar áskoranir og ná árangri. Þetta er fyrsta skrefið og markar upphaf að markvissri vegferð í þágu náttúrunnar, loftslagsins og framtíðarkynslóða. Höfundur er aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun