Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 15. september 2025 11:14 Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Þess vegna er megnið af umhverfisþingi sem hefst í dag í Hörpu, skipulagt sem opnar vinnustofur, þar almenningur, félagasamtök, hagaðilar, stjórnvöld og sérfræðingar ræða saman og móta tillögur í hringborðsumræðum. Meðal annars verður sérstök vinnustofa haldin af loftslagsaðgerðasinnum með það að markmiði að efla þátttöku og samráð í loftslagsmálum. Það er nauðsynlegt, því umræðan hér á landi hefur einkennst af upplýsingaóreiðu og skorti á pólítískri forystu. En ég held að flestir séu sammála um að of mikið hefur verið talað og of lítið gert í þessum málum. Þess vegna ætlum við að taka niðurstöður umhverfisþingsins alvarlega, og fylgja niðurstöðum þingsins eftir með skipulögðum hætti og tryggja að tillögur verði að aðgerðum í vinnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Leiðin áfram í loftslagsmálum Í sumar var frumvarp til nýrra heildarlaga um loftslagsmál í samráði, og nú er unnið úr þeim góðu athugasemdum sem komu fram til að betrumbæta þau áður en þau verða lögð fram á yfirstandandi löggjafarþingi. Með frumvarpinu er markmiðið m.a. að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála, stytta boðleiðir og tryggja að loftslagsaðgerðir komist til framkvæmda, skylda Ísland til skýrari markmiðasetningar, ásamt því að skýra ábyrgð ráðherra á því að gripið sé til aðgerða sem skili árangri. Þá kveður frumvarpið á um að setja skuli loftslagsstefnu og fyrsta skrefið í þeirri vinnu verður tekið í vinnustofu umhverfisþingsins á þriðjudaginn. Það hefur nefnilega vantað ákveðna grundvallarvinnu til að geta sótt fram í loftslagsmálum, og þar á meðal er loftslagsstefna. Svo ekki sé minnst á að markmið Íslands um að ná kolefnishlutleysi 2040, sem var bundið í lög 2021, hefur ekki verið útfært. Það er fyrst nú sem vinna við það er farin af stað af alvöru. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum voru kynnt fyrir helgi, ásamt nýjum markmiðum Íslands til ársins 2035. Í báðum tilvikum ber að merkja að nálgunin er í fyrsta sinn heildstæð. Forgangsverkefnin snerta landnotkun með endurheimt votlendis og vistkerfa, stóriðjuna í ETS kerfinu og samfélagslosun með fjárfestingastuðning við landbúnað, hraðari orkuskiptum í samgöngum með áherslu á ferðamenn og bílaleigur. Markmiðin ná einnig til losunar frá landi, ETS kerfisins og samfélagslosunar. Í fyrsta sinn eru sett töluleg markmið um samdrátt í losun frá landi: 400-500 þúsund tonna samdrátt árið 2035 miðað við 2025. Auk þess er í fyrsta sinn skýr sýn á hvernig við ætlum að beita okkur til þess að ná árangri í losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB (ETS-kerfið) og þar þurfum við að styðja við nýsköpun til föngunar, förgunar og hagnýtingar á losun. Loks er metnaður aukinn í samfélagslosun og markmiðið sett í 50-55% samdrátt árið 2035 miðað við árið 2005. Heildræn nálgun og stóra samhengið Loftslagsváin hefur víðtæk áhrif og búandi á eyju, þá skipta áhrif loftslagsbreytinga á hafið okkur öllu máli. Hækkað hitastig og súrnun sjávar eru raunveruleiki sem dregur dilk á eftir sér. Straumakerfi hafsins er ógnað með tilheyrandi afleiðingum á veðurfar sem gæti haft alvarleg áhrif á Ísland. Fiskstofnar flytja sig, vistkerfi raskast og tegundir hverfa. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað hvort sem er á landi eða í hafi, og okkar sameiginlega ábyrgð er að sporna gegn þeirri þróun. Þetta samhengi verður sérstaklega til umfjöllunar á umhverfisþinginu og ljósi varpað á mikilvægi heildrænnar vistkerfisnálgunar á stjórn hafmála. Meðal annars verður rætt um hvernig umhverfisvernd í hafi, ýmiss konar vernd hafsvæða getur styrkt lífríki hafsins, haft jákvæð áhrif á fiskistofna, spornað gegn loftslagsbreytingum og hvernig markvissar verndaraðgerðir geta varið þá fjölbreytni lífs sem jörðin okkar og samfélag byggir á. Þar að auki verður stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni og fyrsta aðgerðaráætlun Íslands í málaflokknum til umræðu á þinginu. Þó við fáum að heyra frá alþjóðlegum og innlendum sérfræðingum, sem veita nauðsynlega innsýn í stöðu mála og hvernig við getum nýtt nýjustu vísindi og stefnumótun til framfara, þá er þingið ekki eingöngu vettvangur fræðimanna, heldur fyrst og fremst vettvangur þjóðarinnar. Við þurfum alla um borð, almenning, hagaðila, atvinnulíf og félagasamtök til þess að takast á við þessar áskoranir og ná árangri. Þetta er fyrsta skrefið og markar upphaf að markvissri vegferð í þágu náttúrunnar, loftslagsins og framtíðarkynslóða. Höfundur er aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Þess vegna er megnið af umhverfisþingi sem hefst í dag í Hörpu, skipulagt sem opnar vinnustofur, þar almenningur, félagasamtök, hagaðilar, stjórnvöld og sérfræðingar ræða saman og móta tillögur í hringborðsumræðum. Meðal annars verður sérstök vinnustofa haldin af loftslagsaðgerðasinnum með það að markmiði að efla þátttöku og samráð í loftslagsmálum. Það er nauðsynlegt, því umræðan hér á landi hefur einkennst af upplýsingaóreiðu og skorti á pólítískri forystu. En ég held að flestir séu sammála um að of mikið hefur verið talað og of lítið gert í þessum málum. Þess vegna ætlum við að taka niðurstöður umhverfisþingsins alvarlega, og fylgja niðurstöðum þingsins eftir með skipulögðum hætti og tryggja að tillögur verði að aðgerðum í vinnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Leiðin áfram í loftslagsmálum Í sumar var frumvarp til nýrra heildarlaga um loftslagsmál í samráði, og nú er unnið úr þeim góðu athugasemdum sem komu fram til að betrumbæta þau áður en þau verða lögð fram á yfirstandandi löggjafarþingi. Með frumvarpinu er markmiðið m.a. að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála, stytta boðleiðir og tryggja að loftslagsaðgerðir komist til framkvæmda, skylda Ísland til skýrari markmiðasetningar, ásamt því að skýra ábyrgð ráðherra á því að gripið sé til aðgerða sem skili árangri. Þá kveður frumvarpið á um að setja skuli loftslagsstefnu og fyrsta skrefið í þeirri vinnu verður tekið í vinnustofu umhverfisþingsins á þriðjudaginn. Það hefur nefnilega vantað ákveðna grundvallarvinnu til að geta sótt fram í loftslagsmálum, og þar á meðal er loftslagsstefna. Svo ekki sé minnst á að markmið Íslands um að ná kolefnishlutleysi 2040, sem var bundið í lög 2021, hefur ekki verið útfært. Það er fyrst nú sem vinna við það er farin af stað af alvöru. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum voru kynnt fyrir helgi, ásamt nýjum markmiðum Íslands til ársins 2035. Í báðum tilvikum ber að merkja að nálgunin er í fyrsta sinn heildstæð. Forgangsverkefnin snerta landnotkun með endurheimt votlendis og vistkerfa, stóriðjuna í ETS kerfinu og samfélagslosun með fjárfestingastuðning við landbúnað, hraðari orkuskiptum í samgöngum með áherslu á ferðamenn og bílaleigur. Markmiðin ná einnig til losunar frá landi, ETS kerfisins og samfélagslosunar. Í fyrsta sinn eru sett töluleg markmið um samdrátt í losun frá landi: 400-500 þúsund tonna samdrátt árið 2035 miðað við 2025. Auk þess er í fyrsta sinn skýr sýn á hvernig við ætlum að beita okkur til þess að ná árangri í losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB (ETS-kerfið) og þar þurfum við að styðja við nýsköpun til föngunar, förgunar og hagnýtingar á losun. Loks er metnaður aukinn í samfélagslosun og markmiðið sett í 50-55% samdrátt árið 2035 miðað við árið 2005. Heildræn nálgun og stóra samhengið Loftslagsváin hefur víðtæk áhrif og búandi á eyju, þá skipta áhrif loftslagsbreytinga á hafið okkur öllu máli. Hækkað hitastig og súrnun sjávar eru raunveruleiki sem dregur dilk á eftir sér. Straumakerfi hafsins er ógnað með tilheyrandi afleiðingum á veðurfar sem gæti haft alvarleg áhrif á Ísland. Fiskstofnar flytja sig, vistkerfi raskast og tegundir hverfa. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað hvort sem er á landi eða í hafi, og okkar sameiginlega ábyrgð er að sporna gegn þeirri þróun. Þetta samhengi verður sérstaklega til umfjöllunar á umhverfisþinginu og ljósi varpað á mikilvægi heildrænnar vistkerfisnálgunar á stjórn hafmála. Meðal annars verður rætt um hvernig umhverfisvernd í hafi, ýmiss konar vernd hafsvæða getur styrkt lífríki hafsins, haft jákvæð áhrif á fiskistofna, spornað gegn loftslagsbreytingum og hvernig markvissar verndaraðgerðir geta varið þá fjölbreytni lífs sem jörðin okkar og samfélag byggir á. Þar að auki verður stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni og fyrsta aðgerðaráætlun Íslands í málaflokknum til umræðu á þinginu. Þó við fáum að heyra frá alþjóðlegum og innlendum sérfræðingum, sem veita nauðsynlega innsýn í stöðu mála og hvernig við getum nýtt nýjustu vísindi og stefnumótun til framfara, þá er þingið ekki eingöngu vettvangur fræðimanna, heldur fyrst og fremst vettvangur þjóðarinnar. Við þurfum alla um borð, almenning, hagaðila, atvinnulíf og félagasamtök til þess að takast á við þessar áskoranir og ná árangri. Þetta er fyrsta skrefið og markar upphaf að markvissri vegferð í þágu náttúrunnar, loftslagsins og framtíðarkynslóða. Höfundur er aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun