Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2025 13:04 Tinder-svindlarinn Simon Leviev. Netflix Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum. Fjallað er um handtöku Leviev á erlendum miðlum. Leviev er 34 ára gamall og er upprunalega frá Bnei Brak í Ísrael. Í frétt NRK segir að Leviev hafi verið handtekinn að beiðni Interpol og er það haft eftir talmanni innanríkisráðuneytis Georgíu, Tato Kuchava. Í frétt Jerusalem Post um handtökuna segir að ekki liggi fyrir hvers vegna hann var handtekinn og er haft eftir lögmanni hans að hvorki Leviev eða lögmanninum hafi verið tjáð hvers vegna hann er í haldi. „Hann hefur verið að ferðast frjáls um heiminn,“ er haft eftir lögmanni hans. Þóttist vera sonur milljarðamærings Heimildarmyndinn The Tinder Swindler segir sögu Cecilie Fjellhøy, Pernilla Sjoholm and Ayleen Charlotte sem allar lentu í klóm Shimon. Hann komst í kynni við þær í gegnum stefnumótaforrotið Tinder og þóttist þar vera sonur demantasalans og milljarðamæringsins Lev Leviev. Simon þóttist þannig vera ríkur og heillaði þær upp úr skónum með ríkulegum lífsstíl sínum, einkaflugvélum, lúxushótelum og dýrum bílum. Þegar leið á sambandið sannfærði hann þær svo um að millifæra á sig háar upphæðir penings. Alls náði hann að svíkja tíu milljónir Bandaríkjadala af konunum. Það samsvarar rúmum 1,2 milljarði íslenskra króna. Fjallað var ítarlega um Leviev í umfjöllun á vef norska miðilsins VG áður en Netflix gerði heimildarmyndina. Fleiri kærur Í frétt Jerusalem Post segir að Leviev hafi einnig verið kærður af fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, Iren Tranov, vegna peninga sem hún lánaði honum en hann greiddi ekki til baka. Samkvæmt Tranov lánaði hún honum peninginn í október árið 2022. Þá var einnig lögð fram kæra á hendur honum í mars 2024 af Ephraim og Ruthy Leviev Yelizarov, börnum Lev Leviev, sem segja hann hafa skaðað orðspor þeirra með því að hafa þóst vera bróðir þeirra. Georgía Ísrael Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45 Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Fjallað er um handtöku Leviev á erlendum miðlum. Leviev er 34 ára gamall og er upprunalega frá Bnei Brak í Ísrael. Í frétt NRK segir að Leviev hafi verið handtekinn að beiðni Interpol og er það haft eftir talmanni innanríkisráðuneytis Georgíu, Tato Kuchava. Í frétt Jerusalem Post um handtökuna segir að ekki liggi fyrir hvers vegna hann var handtekinn og er haft eftir lögmanni hans að hvorki Leviev eða lögmanninum hafi verið tjáð hvers vegna hann er í haldi. „Hann hefur verið að ferðast frjáls um heiminn,“ er haft eftir lögmanni hans. Þóttist vera sonur milljarðamærings Heimildarmyndinn The Tinder Swindler segir sögu Cecilie Fjellhøy, Pernilla Sjoholm and Ayleen Charlotte sem allar lentu í klóm Shimon. Hann komst í kynni við þær í gegnum stefnumótaforrotið Tinder og þóttist þar vera sonur demantasalans og milljarðamæringsins Lev Leviev. Simon þóttist þannig vera ríkur og heillaði þær upp úr skónum með ríkulegum lífsstíl sínum, einkaflugvélum, lúxushótelum og dýrum bílum. Þegar leið á sambandið sannfærði hann þær svo um að millifæra á sig háar upphæðir penings. Alls náði hann að svíkja tíu milljónir Bandaríkjadala af konunum. Það samsvarar rúmum 1,2 milljarði íslenskra króna. Fjallað var ítarlega um Leviev í umfjöllun á vef norska miðilsins VG áður en Netflix gerði heimildarmyndina. Fleiri kærur Í frétt Jerusalem Post segir að Leviev hafi einnig verið kærður af fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, Iren Tranov, vegna peninga sem hún lánaði honum en hann greiddi ekki til baka. Samkvæmt Tranov lánaði hún honum peninginn í október árið 2022. Þá var einnig lögð fram kæra á hendur honum í mars 2024 af Ephraim og Ruthy Leviev Yelizarov, börnum Lev Leviev, sem segja hann hafa skaðað orðspor þeirra með því að hafa þóst vera bróðir þeirra.
Georgía Ísrael Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45 Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45
Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10