Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar 16. september 2025 08:31 Fregnir af hinu hryllilega morði á Charlie Kirk hafa breiðst út eins og eldur í sinu um heimsbyggðina; virðist sem annar hver maður hafi nú þegar stigið inn á jarðsprengjusvæðið sem umræðan um það hefur orðið. Margir hafa réttilega fordæmt þá aðila sem hafa fagnað morðinu. En þeir hafa sömuleiðis ausið úr skálum reiði sinnar yfir hvern þann mann sem hefur bent á að Charlie Kirk var hægriöfgamaður sem hafði ótal ógeðfelldar skoðanir. Í hópi hinna hneykslunargjörnu er blaðamaður Morgunblaðsins sem vildi meina að Kirk hefði einfaldlega talað„…til ungs fólks um trú, um að elska náungann og standa með fjölskyldu sinni.“ Það sætir furðu að þessir aðilar, sem vilja halda minningu Charlie Kirk á lofti, hneykslist á því að fólk geri einmitt það með því að rifja upp skoðanir hans. Honum hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni, hann taldi að konur ættu að vera undirgefnar eiginmönnum sínum og að dauðsföll í skotárásum væru skynsamlegur fórnarkostnaður í þágu núverandi byssulöggjafar Bandaríkjanna. Auk þess áleit hann að sá hluti Biblíunnar, sem vísar til þess að grýta eigi samkynhneigða til bana, væri „hið fullkomna lögmál Guðs“. Listinn yfir hinar viðbjóðslegu skoðanir Kirk gæti verið öllu lengri en þá yrði fljótt farið yfir leyfilegan orðafjölda aðsendra greina hjá Vísi. Málsvarar Charlie Kirk hafa reynt að endurskrifa söguna og hvítþvo arfleifð hans; þá ekki síst á þeirri forsendu að Kirk hafi verið ótrauður málsvari málfrelsis. Þetta er lygi. Þvert á móti þá var hann eindreginn stuðningsmaður þess að þagga niður í andmælamönnum sínum. Má þar nefna að hann birti á netinu langan lista yfir háskólakennara með skoðanir sem honum hugnaðist ekki. Það eitt að vera mótfallinn hinni almennu byssueign Bandaríkjamanna dugði til að vera settur á svarta lista Charlie Kirk, sem leiddi oftar en ekki til holskeflu áreitis og jafnvel morðhótana fyrir viðkomandi kennara. Markmiðið með slíkum lista gat aldrei verið neitt annað en þöggun og skoðanakúgun. Auk þess var Kirk dyggur stuðningsmaður núverandi Bandaríkjastjórnar; stjórnar sem hefur rekið opinbera starfsmenn fyrir að vera ekki nægilega dyggir stuðningsmenn forsetans og jafnvel fangelsað fólk án dóms og laga fyrir skoðanir sem henni mislíkar. Það eitt að gagnrýna stríðsrekstur Ísrael á Gasasvæðinu hefur nægt til þess henda fólki í fangaklefa og mátti það hvorki hitta lögfræðing né koma fyrir dómara, eitthvað sem tíðkast ekki í nokkru lýðræðisríki. Þetta studdi Charlie Kirk með ráðum og dáð. Ástríða hans fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi var því ekki beysin og segja má að skoðun Kirk og safnaðarbarna hans hafi verið eftirfarandi: Málfrelsi fyrir mig en ekki þig. Að því sögðu, réttlætir þessi upptalning fögnuð yfir dauða Charlie Kirk? Nei, alls ekki. Við megum og eigum að fordæma slíka hegðun. En við megum heldur ekki gleyma að Kirk réttlætti sjálfur pólitískt ofbeldi, hvort sem þegar ráðist var inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, eða ráðist var með hamri á eiginmann Demókratans Nancy Pelosi. Gekk hann svo langt að segja að „föðurlandsvinur“ ætti að borga tryggingagjaldið fyrir árásarmanninn svo hann gæti gengið laus. En í því ljósi er mikilvægt að fólk sýni lágmarks sómakennd og fagni ekki dauða Kirk, þótt það kunni að fyrirlíta skoðanir hans. Því við getum fordæmt viðhorf Charlie Kirk án þess að leggjast jafn lágt og hann gerði sjálfur í lifanda lífi. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Samúel Karl Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fregnir af hinu hryllilega morði á Charlie Kirk hafa breiðst út eins og eldur í sinu um heimsbyggðina; virðist sem annar hver maður hafi nú þegar stigið inn á jarðsprengjusvæðið sem umræðan um það hefur orðið. Margir hafa réttilega fordæmt þá aðila sem hafa fagnað morðinu. En þeir hafa sömuleiðis ausið úr skálum reiði sinnar yfir hvern þann mann sem hefur bent á að Charlie Kirk var hægriöfgamaður sem hafði ótal ógeðfelldar skoðanir. Í hópi hinna hneykslunargjörnu er blaðamaður Morgunblaðsins sem vildi meina að Kirk hefði einfaldlega talað„…til ungs fólks um trú, um að elska náungann og standa með fjölskyldu sinni.“ Það sætir furðu að þessir aðilar, sem vilja halda minningu Charlie Kirk á lofti, hneykslist á því að fólk geri einmitt það með því að rifja upp skoðanir hans. Honum hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni, hann taldi að konur ættu að vera undirgefnar eiginmönnum sínum og að dauðsföll í skotárásum væru skynsamlegur fórnarkostnaður í þágu núverandi byssulöggjafar Bandaríkjanna. Auk þess áleit hann að sá hluti Biblíunnar, sem vísar til þess að grýta eigi samkynhneigða til bana, væri „hið fullkomna lögmál Guðs“. Listinn yfir hinar viðbjóðslegu skoðanir Kirk gæti verið öllu lengri en þá yrði fljótt farið yfir leyfilegan orðafjölda aðsendra greina hjá Vísi. Málsvarar Charlie Kirk hafa reynt að endurskrifa söguna og hvítþvo arfleifð hans; þá ekki síst á þeirri forsendu að Kirk hafi verið ótrauður málsvari málfrelsis. Þetta er lygi. Þvert á móti þá var hann eindreginn stuðningsmaður þess að þagga niður í andmælamönnum sínum. Má þar nefna að hann birti á netinu langan lista yfir háskólakennara með skoðanir sem honum hugnaðist ekki. Það eitt að vera mótfallinn hinni almennu byssueign Bandaríkjamanna dugði til að vera settur á svarta lista Charlie Kirk, sem leiddi oftar en ekki til holskeflu áreitis og jafnvel morðhótana fyrir viðkomandi kennara. Markmiðið með slíkum lista gat aldrei verið neitt annað en þöggun og skoðanakúgun. Auk þess var Kirk dyggur stuðningsmaður núverandi Bandaríkjastjórnar; stjórnar sem hefur rekið opinbera starfsmenn fyrir að vera ekki nægilega dyggir stuðningsmenn forsetans og jafnvel fangelsað fólk án dóms og laga fyrir skoðanir sem henni mislíkar. Það eitt að gagnrýna stríðsrekstur Ísrael á Gasasvæðinu hefur nægt til þess henda fólki í fangaklefa og mátti það hvorki hitta lögfræðing né koma fyrir dómara, eitthvað sem tíðkast ekki í nokkru lýðræðisríki. Þetta studdi Charlie Kirk með ráðum og dáð. Ástríða hans fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi var því ekki beysin og segja má að skoðun Kirk og safnaðarbarna hans hafi verið eftirfarandi: Málfrelsi fyrir mig en ekki þig. Að því sögðu, réttlætir þessi upptalning fögnuð yfir dauða Charlie Kirk? Nei, alls ekki. Við megum og eigum að fordæma slíka hegðun. En við megum heldur ekki gleyma að Kirk réttlætti sjálfur pólitískt ofbeldi, hvort sem þegar ráðist var inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, eða ráðist var með hamri á eiginmann Demókratans Nancy Pelosi. Gekk hann svo langt að segja að „föðurlandsvinur“ ætti að borga tryggingagjaldið fyrir árásarmanninn svo hann gæti gengið laus. En í því ljósi er mikilvægt að fólk sýni lágmarks sómakennd og fagni ekki dauða Kirk, þótt það kunni að fyrirlíta skoðanir hans. Því við getum fordæmt viðhorf Charlie Kirk án þess að leggjast jafn lágt og hann gerði sjálfur í lifanda lífi. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar