„Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. september 2025 00:04 Heiðar Guðjónsson sagði Jóhann Pál dylgja um íslenskt fyrirtæki í útvarpsviðtali, og sagði hann þurfa tala af meiri ábyrgð sem einn æðsti ráðamaður þjóðarinnar. Vísir „Þarna er einn æðsti embættismaður þjóðarinnar, ráðherra, að dylgja um það að íslenskt fyrirtæki hafi farið á hausinn í síðustu olíuleit hér við land. Þegar þú ert ekki lengur blaðamaður á DV eða Stundinni og verður ráðamaður þjóðarinnar verður þú að skipta um ham og tala af ábyrgð.“ Þessi orð lét Heiðar Guðjónsson, fyrrverandi stjórnarformaður olíuleitarfélagsins Eykon Energy, falla í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem rætt var um mögulega olíuleit við Drekasvæðið. Þar svaraði hann Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, sem hafði verið í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr um daginn um sama mál og meðal annars látið eftirfarandi orð falla: „Stór og stöndug fyrirtæki sem tóku þátt í þessu [olíuleit við Drekasvæðið] skiluðu inn þessum leyfum vegna þess að þau sáu ekki fram á að það væri arðbært að vinna olíu hérna. Íslenskt fyrirtæki fór í milljarða gjaldþrot.“ Gjaldþrota fyrirtækið ekki með leyfi hér á landi Heiðar segir að fyrirtækið sem Jóhann vísar til hafi ekki haldið á neinu leyfi til olíuleitar hér á landi, og hafi ekki komið að starfsemi Eykon eða leit við Drekasvæðið. „Sannleikurinn er sá að íslenskt fyrirtæki fór á hausinn, en það er fyrirtæki sem fór í olíuleit í Kanada og Skotlandi.“ Ekki bjartsýnn á góðar viðtökur Heiðar segir að landslagið í stjórnmálunum í Noregi hafi valdið því á sínum tíma að hætt var við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ríkisstjórnin hafi fengið stuðning frá Græningjum gegn því að hætt yrði við frekari olíuvinnslu og engin ný leyfi gefin út. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að sækja um leyfi í dag? Nei það er hægt að sækja um leyfið, en svona miðað við hans málflutning held ég að viðtökurnar verði ekki merkilegar Leyfið verði ekki veitt? „Ég á allt eins von á því.“ Heiðar segir það ástæðulaust að nýta ekki auðlindir landsins. Ég sé bara ekki ástæðuna. Vegna þess að heimurinn er betri ef við brennum minna af kolum. Þannig að stóra áskorunin núna er að fasa út kol. Gas mengar allt að hundrað falt meira en kol. Olía mengar langt um minna en kol.“ „Olía er líka þéttari og meðfærilegri, og það er alveg ljóst að næstu 30 ár verður um 85 prósent af orkunotkun heimsins olía gas og kol, þannig við skuldum heiminum það að leggja heiminum okkar af mörkum í þeim efnum.“ Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Bylgjan Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þessi orð lét Heiðar Guðjónsson, fyrrverandi stjórnarformaður olíuleitarfélagsins Eykon Energy, falla í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem rætt var um mögulega olíuleit við Drekasvæðið. Þar svaraði hann Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, sem hafði verið í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr um daginn um sama mál og meðal annars látið eftirfarandi orð falla: „Stór og stöndug fyrirtæki sem tóku þátt í þessu [olíuleit við Drekasvæðið] skiluðu inn þessum leyfum vegna þess að þau sáu ekki fram á að það væri arðbært að vinna olíu hérna. Íslenskt fyrirtæki fór í milljarða gjaldþrot.“ Gjaldþrota fyrirtækið ekki með leyfi hér á landi Heiðar segir að fyrirtækið sem Jóhann vísar til hafi ekki haldið á neinu leyfi til olíuleitar hér á landi, og hafi ekki komið að starfsemi Eykon eða leit við Drekasvæðið. „Sannleikurinn er sá að íslenskt fyrirtæki fór á hausinn, en það er fyrirtæki sem fór í olíuleit í Kanada og Skotlandi.“ Ekki bjartsýnn á góðar viðtökur Heiðar segir að landslagið í stjórnmálunum í Noregi hafi valdið því á sínum tíma að hætt var við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ríkisstjórnin hafi fengið stuðning frá Græningjum gegn því að hætt yrði við frekari olíuvinnslu og engin ný leyfi gefin út. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að sækja um leyfi í dag? Nei það er hægt að sækja um leyfið, en svona miðað við hans málflutning held ég að viðtökurnar verði ekki merkilegar Leyfið verði ekki veitt? „Ég á allt eins von á því.“ Heiðar segir það ástæðulaust að nýta ekki auðlindir landsins. Ég sé bara ekki ástæðuna. Vegna þess að heimurinn er betri ef við brennum minna af kolum. Þannig að stóra áskorunin núna er að fasa út kol. Gas mengar allt að hundrað falt meira en kol. Olía mengar langt um minna en kol.“ „Olía er líka þéttari og meðfærilegri, og það er alveg ljóst að næstu 30 ár verður um 85 prósent af orkunotkun heimsins olía gas og kol, þannig við skuldum heiminum það að leggja heiminum okkar af mörkum í þeim efnum.“
Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Bylgjan Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55