Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar 18. september 2025 07:31 Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum. Þjónustan sem Konukot hefur veitt þessum jaðarsettu konum undanfarin ár er bæði góð og nauðsynleg. Og litlar fréttir hafa borist af því að þær séu fólki í hverfinu til ama. En síður að kvartað hafi verið úr nálægum skóla og leikskóla. Ég bý sjálfur í þessu hverfi og mér finnst gott að vita til þess að heimilislausar konur hafi átt þar samastað. Einhvers staðar þarf jú að veita þessa þjónustu. Væntanlegir nágrannar konukots í Ármúlanum reyna nú að koma í veg fyrir að starfsemin flytjist í húsnæðið. Það er því miður kunnuglegt stef. Það virðist vera ríkt í okkur að vilja öfluga aðstoð fyrir jaðarsetta, en bara alls ekki nálægt okkur sjálfum. Það gildir um Konukot og margt annað. Rökin sem nú eru notuð eru hætta á berklum og almennt fyrirsjáanlegt ónæði. Ef berklarökin eru gild þá gætu þessar konur hvergi verið. Varla á heilsugæslu, bráðamóttöku eða Bónus og Krónuna. Það er ekki gæfulegt að útiloka sjálfkrafa hóp kvenna frá stöðum, án þess að neitt sé vitað um hvort einhver í þeirra hópi sé með berkla. Og hvað varðar ónæðið þá er það oftar en ekki svo með heimilislaust fólk, sem sumt er með fíknisjúkdóm, að það forðast samneyti við aðra. Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir. Er þetta þróunin sem við viljum sjá í okkar samfélagi? Að þeir sem eiga um sárt að binda og þurfa þjónustu eigi að fá þjónustu sem er okkur falin? Sem er ekki í okkar nærumhverfi? Þessar konur eiga á hættu að verða fyrir miklu ofbeldi. Sumar glíma við fíkn og verða fyrir útskúfun. Ef við sendum þau skilaboð að þær séu ekki velkomnar í okkar umhverfi, þá jaðarsetjum við þær enn frekar og veikjum vonina um betra líf. Ef þetta eru viðbrögðin alls staðar þá verður á endanum hvergi hægt að veita þessa nauðsynlegu og mannbætandi þjónustu – nema kannski út í óbyggðum. Viljum við það? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Heimilisofbeldi Reykjavík Kynbundið ofbeldi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum. Þjónustan sem Konukot hefur veitt þessum jaðarsettu konum undanfarin ár er bæði góð og nauðsynleg. Og litlar fréttir hafa borist af því að þær séu fólki í hverfinu til ama. En síður að kvartað hafi verið úr nálægum skóla og leikskóla. Ég bý sjálfur í þessu hverfi og mér finnst gott að vita til þess að heimilislausar konur hafi átt þar samastað. Einhvers staðar þarf jú að veita þessa þjónustu. Væntanlegir nágrannar konukots í Ármúlanum reyna nú að koma í veg fyrir að starfsemin flytjist í húsnæðið. Það er því miður kunnuglegt stef. Það virðist vera ríkt í okkur að vilja öfluga aðstoð fyrir jaðarsetta, en bara alls ekki nálægt okkur sjálfum. Það gildir um Konukot og margt annað. Rökin sem nú eru notuð eru hætta á berklum og almennt fyrirsjáanlegt ónæði. Ef berklarökin eru gild þá gætu þessar konur hvergi verið. Varla á heilsugæslu, bráðamóttöku eða Bónus og Krónuna. Það er ekki gæfulegt að útiloka sjálfkrafa hóp kvenna frá stöðum, án þess að neitt sé vitað um hvort einhver í þeirra hópi sé með berkla. Og hvað varðar ónæðið þá er það oftar en ekki svo með heimilislaust fólk, sem sumt er með fíknisjúkdóm, að það forðast samneyti við aðra. Þessar konur þekkja nefnilega skömm og fordóma betur en aðrir. Er þetta þróunin sem við viljum sjá í okkar samfélagi? Að þeir sem eiga um sárt að binda og þurfa þjónustu eigi að fá þjónustu sem er okkur falin? Sem er ekki í okkar nærumhverfi? Þessar konur eiga á hættu að verða fyrir miklu ofbeldi. Sumar glíma við fíkn og verða fyrir útskúfun. Ef við sendum þau skilaboð að þær séu ekki velkomnar í okkar umhverfi, þá jaðarsetjum við þær enn frekar og veikjum vonina um betra líf. Ef þetta eru viðbrögðin alls staðar þá verður á endanum hvergi hægt að veita þessa nauðsynlegu og mannbætandi þjónustu – nema kannski út í óbyggðum. Viljum við það? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun