Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar 19. september 2025 07:47 Höfuðborgarsvæðið stendur á krossgötum. Ef við ætlum að tryggja uppbyggingu næstu áratuga þurfum við að endurskoða vaxtarmörkin í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Í dag eru þau of þröng og setja okkur skorður sem ganga ekki upp til lengri tíma. Í Hafnarfirði er staðan mjög skýr: við erum að verða uppseld með land. Næsta stóra uppbyggingarsvæðið er Vatnshlíðin, auk nokkurra þéttingarreita sem eru þegar í vinnslu. En þegar sú uppbygging er farin af stað eða lokið, um 2030, verður ekkert land eftir til frekari framkvæmda. Það er stuttur tími þegar horft er til skipulags sem þarf að ná áratugi fram í tímann. Tryggjum ungu fólki þak yfir höfuðið Þess vegna segi ég skýrt: vaxtarmörkin verða að breytast. Þetta er ekki bara hagsmunamál Hafnarfjarðar, heldur alls höfuðborgarsvæðisins. Ungt fólk sem vill koma sér upp heimili þarf að vita að það sé hægt. Fyrirtæki sem vilja fjárfesta og vaxa þurfa land til að starfa á. Sveitarfélögin þurfa svigrúm til að byggja upp innviði eins og skóla, samgöngur og þjónustu. Ef við sköpum ekki þennan fyrirsjáanleika, þá stöðnum við. Ég fagna því að félagsmálaráðherra, Inga Sæland, skuli vera jákvæð fyrir slíkum breytingum, en við hér í Hafnarfirði höfum bent á þessa þörf árum saman. Því miður fyrir daufum eyrum. Það er staðreynd að Reykjavíkurborg hefur barist hvað harðast gegn breytingum á vaxtarmörkum sem tafið hefur fyrir allri umræðu um lausnir. Nú heyrist þó nýr tónn úr þeim herbúðum, sem er jákvætt. Ég vona að það sé merki um að Reykjavík sé loksins tilbúin að horfa til framtíðar með okkur hinum. Á síðustu árum hafa verið lögð fram frumvörp, m.a. af hálfu Ágústar Bjarna, frv. þingmanns Framsóknar, sem hafa það að markmiði að tryggja að sveitarfélög, eins og Hafnarfjörður, hafi það svigrúm innan svæðisskipulagsins sem nauðsynlegt er til að geta haldið áfram að byggja upp með því að brjóta nýtt land samhliða því að þétta byggð með skynsamlegum hætti. Það er það sem við höfum kallað „hafnfirsku leiðina“ í uppbyggingu íbúða. Lausnin er einföld Við þurfum bæði þéttingu og ný svæði. Það er ekki annaðhvort eða, heldur jafnvægi. Með því tryggjum við nægt framboð af íbúðar- og atvinnusvæðum og getum byggt sterkt og fjölbreytt samfélag. Það er forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti vaxið og dafnað og verið raunverulegur kostur fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Húsnæðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið stendur á krossgötum. Ef við ætlum að tryggja uppbyggingu næstu áratuga þurfum við að endurskoða vaxtarmörkin í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Í dag eru þau of þröng og setja okkur skorður sem ganga ekki upp til lengri tíma. Í Hafnarfirði er staðan mjög skýr: við erum að verða uppseld með land. Næsta stóra uppbyggingarsvæðið er Vatnshlíðin, auk nokkurra þéttingarreita sem eru þegar í vinnslu. En þegar sú uppbygging er farin af stað eða lokið, um 2030, verður ekkert land eftir til frekari framkvæmda. Það er stuttur tími þegar horft er til skipulags sem þarf að ná áratugi fram í tímann. Tryggjum ungu fólki þak yfir höfuðið Þess vegna segi ég skýrt: vaxtarmörkin verða að breytast. Þetta er ekki bara hagsmunamál Hafnarfjarðar, heldur alls höfuðborgarsvæðisins. Ungt fólk sem vill koma sér upp heimili þarf að vita að það sé hægt. Fyrirtæki sem vilja fjárfesta og vaxa þurfa land til að starfa á. Sveitarfélögin þurfa svigrúm til að byggja upp innviði eins og skóla, samgöngur og þjónustu. Ef við sköpum ekki þennan fyrirsjáanleika, þá stöðnum við. Ég fagna því að félagsmálaráðherra, Inga Sæland, skuli vera jákvæð fyrir slíkum breytingum, en við hér í Hafnarfirði höfum bent á þessa þörf árum saman. Því miður fyrir daufum eyrum. Það er staðreynd að Reykjavíkurborg hefur barist hvað harðast gegn breytingum á vaxtarmörkum sem tafið hefur fyrir allri umræðu um lausnir. Nú heyrist þó nýr tónn úr þeim herbúðum, sem er jákvætt. Ég vona að það sé merki um að Reykjavík sé loksins tilbúin að horfa til framtíðar með okkur hinum. Á síðustu árum hafa verið lögð fram frumvörp, m.a. af hálfu Ágústar Bjarna, frv. þingmanns Framsóknar, sem hafa það að markmiði að tryggja að sveitarfélög, eins og Hafnarfjörður, hafi það svigrúm innan svæðisskipulagsins sem nauðsynlegt er til að geta haldið áfram að byggja upp með því að brjóta nýtt land samhliða því að þétta byggð með skynsamlegum hætti. Það er það sem við höfum kallað „hafnfirsku leiðina“ í uppbyggingu íbúða. Lausnin er einföld Við þurfum bæði þéttingu og ný svæði. Það er ekki annaðhvort eða, heldur jafnvægi. Með því tryggjum við nægt framboð af íbúðar- og atvinnusvæðum og getum byggt sterkt og fjölbreytt samfélag. Það er forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti vaxið og dafnað og verið raunverulegur kostur fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar