Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 14:08 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, hvetur Sólveigu Önnu Jónsdóttir og alla aðra til þess að mæta á haustfund samtakanna á miðvikudaginn. Sólveig Anna hvatti ráðherra í morgun til að mæta ekki á fundinn vegna meintra tengsla við „gervistéttarfélagið“ Virðingu. Einar segir tengslin ekki meiri en svo að hann hafi ekki náð sambandi við nokkurn mann þar á bæ. Mikið hefur verið fjallað um deilur Eflingar og Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, undanfarna mánuði. Efling hefur sakað SVEIT um að standa að stéttarfélaginu Virðingu, sem sé gervistéttarfélag ætlað til að fóðra vasa veitingamanna á kostnað launþega. Telja mætingu ráðherra furðulega Nýjasti kafli deilunnar er útspil Sólveigar Önnu í morgun þegar hún gerði sér ferð í orku-, umhverfis-, og loftslagsráðuneytið í þeim erindagjörðum að afhenda ráðherra áskorun um að mæta ekki á fund SVEIT. Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra hefur boðað komu sína á haustfund SVEIT. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ sagði í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þakkar Sólveigu Önnu fyrir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samskiptum við Vísi að hann hvetji alla og Sólveigu Önnu líka til þess að mæta á haustfundinn á miðvikudaginn og þakki henni fyrir að vekja athygli á honum. „Haustfundurinn er einmitt hugsaður til þess kynna starfsemi samtakana sem eru ekki stéttarfélag og standa ekki að baki stéttarfélaginu Virðingu.“ Hlutverk ráðherrans á fundinum sé að koma og kynna fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum en í þeim felist meðal annars að færa Heilbrigðiseftirlit landsins öll undir sama hatt og samræma þannig vinnu og ferla. Þar séu samtökin einmitt að leiða saman ráðherra, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og veitingafólk, sem bæði hafi góða og slæma reynslu af kerfinu eins og það er og kalla fram málefnalega umræðu á opinberum vettvangi. Vonast sé til þess að færa starfsumhverfi bæði veitingamanna og eftirlitsaðila á betri og skilvirkari stað. Þannig megi spara opinberum aðilum og félagsfólki SVEIT óþarfa tíma og fjárútlát. Nær ekki í nokkurn mann hjá Virðingu Einar segir að varðandi erindi Sólveigar Önnu verði hann að ítreka að SVEIT séu ekki aðila að samningum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu. Þannig séu samtökin ekki í neinu samtali við Eflingu og ekki aðilar að neinum samningum við Eflingu. „Stéttarfélagið Virðing var ekki stofnað af SVEIT og ítök okkar eru ekki meiri þar en svo að ég sem nýr framkvæmdastjóri hef ekki náð sambandi við nokkurn mann þar, hvorki símleiðis né í gengum tölvupóst.“ Veitingastaðir Atvinnurekendur Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um deilur Eflingar og Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, undanfarna mánuði. Efling hefur sakað SVEIT um að standa að stéttarfélaginu Virðingu, sem sé gervistéttarfélag ætlað til að fóðra vasa veitingamanna á kostnað launþega. Telja mætingu ráðherra furðulega Nýjasti kafli deilunnar er útspil Sólveigar Önnu í morgun þegar hún gerði sér ferð í orku-, umhverfis-, og loftslagsráðuneytið í þeim erindagjörðum að afhenda ráðherra áskorun um að mæta ekki á fund SVEIT. Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra hefur boðað komu sína á haustfund SVEIT. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ sagði í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þakkar Sólveigu Önnu fyrir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samskiptum við Vísi að hann hvetji alla og Sólveigu Önnu líka til þess að mæta á haustfundinn á miðvikudaginn og þakki henni fyrir að vekja athygli á honum. „Haustfundurinn er einmitt hugsaður til þess kynna starfsemi samtakana sem eru ekki stéttarfélag og standa ekki að baki stéttarfélaginu Virðingu.“ Hlutverk ráðherrans á fundinum sé að koma og kynna fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum en í þeim felist meðal annars að færa Heilbrigðiseftirlit landsins öll undir sama hatt og samræma þannig vinnu og ferla. Þar séu samtökin einmitt að leiða saman ráðherra, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og veitingafólk, sem bæði hafi góða og slæma reynslu af kerfinu eins og það er og kalla fram málefnalega umræðu á opinberum vettvangi. Vonast sé til þess að færa starfsumhverfi bæði veitingamanna og eftirlitsaðila á betri og skilvirkari stað. Þannig megi spara opinberum aðilum og félagsfólki SVEIT óþarfa tíma og fjárútlát. Nær ekki í nokkurn mann hjá Virðingu Einar segir að varðandi erindi Sólveigar Önnu verði hann að ítreka að SVEIT séu ekki aðila að samningum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu. Þannig séu samtökin ekki í neinu samtali við Eflingu og ekki aðilar að neinum samningum við Eflingu. „Stéttarfélagið Virðing var ekki stofnað af SVEIT og ítök okkar eru ekki meiri þar en svo að ég sem nýr framkvæmdastjóri hef ekki náð sambandi við nokkurn mann þar, hvorki símleiðis né í gengum tölvupóst.“
Veitingastaðir Atvinnurekendur Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira