Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 20. september 2025 08:32 Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn. Í forsendum Viðskiptaráðs er reiknað með að hægt sé að vinna 6 – 12 milljarða olíutunna á Drekasvæðinu. Til að setja það magn í samhengi þá losna 430 kg af CO₂ við brennslu olíu úr einni tunnu, auk 50 kg CO₂ vegna vinnslunnar sjálfrar. Samanlagt eru þetta 3 – 6 milljarðar tonna af CO₂ eða núverandi heildarlosun Íslands í 260 – 520 ár. Það væru miklu öruggari verðmæti fólgin í því að skilgreina líklegt lágmarksmagn og ákveða formlega að skilja það eftir. Miðað við ETS verð á koltvísýringi (78 € á tonn CO₂) þá er það virði 32.000 – 64.000 milljarða kr. að skilja olíuna eftir í jörðinni [1]. Að ákveða að skilja olíuna eftir í jörðinni er án kostnaðar en föngun og niðurdæling á sambærilegu magni af koltvísýringi gæti kostað 30.000 – 210.000 milljarða kr. (70 – 250 € á tonn CO₂) [2]. Er ekki bara allt í lagi þó hlýni aðeins? Undanfarið sumar hefur verið einstaklega hlýtt og kannski hefur hvarflað að einhverjum hvort það sé nú nokkuð alslæmt þó það hlýni aðeins? Hnattræn hlýnun er hins vegar skammgóður vermir fyrir Íslendinga, í bókstaflegri merkingu. Við erum háð Golfstraumnum og veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) en með aukinni hlýnun eykst hættan á því að þetta kerfi fari úr skorðum og þá yrði óbyggilegt á Íslandi [3]. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er hætta á að veltihringrás Atlantshafsins fari yfir vendipunkt á næstu áratugum. Sé farið yfir vendipunktinn þá yrði ekki aftur snúið, heldur myndi hringrásin halda áfram að veikjast þar til hún hryndi, jafnvel þótt dregið væri úr losun. Líkurnar á hruni fara eftir því hve vel gengur að draga úr losun [4]: Ef losun er áfram aukin: 70% líkur á hruni AMOC Ef losun verður í meðallagi: 37% líkur á hruni AMOC Ef við drögum skarplega úr losun og stöðvum hnattræna hlýnun við 2°C: 25% líkur á hruni AMOC Að draga úr losun er því ekki aðeins mikilvægt fyrir Íslendinga, heldur lífsspursmál. Loftslagsbreytingar eru tilvistarleg ógn við Ísland, líkt og hjá suðurhafseyjum sem fara á kaf ef sjávarborð hækkar. En væri olían okkar ekki svo umhverfisvæn? Í grein Viðskiptaráðs er því haldið fram að olíuvinnsla á Íslandi yrði „ein sú umhverfisvænasta í heiminum“. Það er blekkjandi að halda slíku fram því megnið af losuninni verður við brennslu olíunnar (430 kg CO₂ á hverja tunnu) en ekki vinnslu hennar (50 kg CO₂ á hverja tunnu). Olía er í eðli sínu óumhverfisvæn og það er ólíklegt að íslensk olía myndi koma í staðinn fyrir aðra olíu, heldur yrði hún viðbót. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA) gengur ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum á að minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5 – 2°C. Samantekt Olíufundur og olíuvinnsla myndu hafa í för með sér aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur mörg hundruð faldri losun Íslands (árið 2024). Lífsviðurværi okkar Íslendinga er háð því að veltihringrás Atlantshafsins haldist stöðug og það fæli í sér gífurlega áhættu fyrir Ísland að stuðla að svo gífurlegri aukningu í losun. Halda verður eins miklu jarðefnaeldsneyti í jörðinni eins og hægt er til að eiga möguleika á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Heimildir [1] EU Carbon Permits - Price - Chart - Historical Data - News [2] Mapping the cost of carbon capture and storage in Europe – Clean Air Task Force [3] Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi - Vísir [4] Shutdown of northern Atlantic overturning after 2100 following deep mixing collapse in CMIP6 projections Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn. Í forsendum Viðskiptaráðs er reiknað með að hægt sé að vinna 6 – 12 milljarða olíutunna á Drekasvæðinu. Til að setja það magn í samhengi þá losna 430 kg af CO₂ við brennslu olíu úr einni tunnu, auk 50 kg CO₂ vegna vinnslunnar sjálfrar. Samanlagt eru þetta 3 – 6 milljarðar tonna af CO₂ eða núverandi heildarlosun Íslands í 260 – 520 ár. Það væru miklu öruggari verðmæti fólgin í því að skilgreina líklegt lágmarksmagn og ákveða formlega að skilja það eftir. Miðað við ETS verð á koltvísýringi (78 € á tonn CO₂) þá er það virði 32.000 – 64.000 milljarða kr. að skilja olíuna eftir í jörðinni [1]. Að ákveða að skilja olíuna eftir í jörðinni er án kostnaðar en föngun og niðurdæling á sambærilegu magni af koltvísýringi gæti kostað 30.000 – 210.000 milljarða kr. (70 – 250 € á tonn CO₂) [2]. Er ekki bara allt í lagi þó hlýni aðeins? Undanfarið sumar hefur verið einstaklega hlýtt og kannski hefur hvarflað að einhverjum hvort það sé nú nokkuð alslæmt þó það hlýni aðeins? Hnattræn hlýnun er hins vegar skammgóður vermir fyrir Íslendinga, í bókstaflegri merkingu. Við erum háð Golfstraumnum og veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) en með aukinni hlýnun eykst hættan á því að þetta kerfi fari úr skorðum og þá yrði óbyggilegt á Íslandi [3]. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er hætta á að veltihringrás Atlantshafsins fari yfir vendipunkt á næstu áratugum. Sé farið yfir vendipunktinn þá yrði ekki aftur snúið, heldur myndi hringrásin halda áfram að veikjast þar til hún hryndi, jafnvel þótt dregið væri úr losun. Líkurnar á hruni fara eftir því hve vel gengur að draga úr losun [4]: Ef losun er áfram aukin: 70% líkur á hruni AMOC Ef losun verður í meðallagi: 37% líkur á hruni AMOC Ef við drögum skarplega úr losun og stöðvum hnattræna hlýnun við 2°C: 25% líkur á hruni AMOC Að draga úr losun er því ekki aðeins mikilvægt fyrir Íslendinga, heldur lífsspursmál. Loftslagsbreytingar eru tilvistarleg ógn við Ísland, líkt og hjá suðurhafseyjum sem fara á kaf ef sjávarborð hækkar. En væri olían okkar ekki svo umhverfisvæn? Í grein Viðskiptaráðs er því haldið fram að olíuvinnsla á Íslandi yrði „ein sú umhverfisvænasta í heiminum“. Það er blekkjandi að halda slíku fram því megnið af losuninni verður við brennslu olíunnar (430 kg CO₂ á hverja tunnu) en ekki vinnslu hennar (50 kg CO₂ á hverja tunnu). Olía er í eðli sínu óumhverfisvæn og það er ólíklegt að íslensk olía myndi koma í staðinn fyrir aðra olíu, heldur yrði hún viðbót. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA) gengur ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum á að minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5 – 2°C. Samantekt Olíufundur og olíuvinnsla myndu hafa í för með sér aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur mörg hundruð faldri losun Íslands (árið 2024). Lífsviðurværi okkar Íslendinga er háð því að veltihringrás Atlantshafsins haldist stöðug og það fæli í sér gífurlega áhættu fyrir Ísland að stuðla að svo gífurlegri aukningu í losun. Halda verður eins miklu jarðefnaeldsneyti í jörðinni eins og hægt er til að eiga möguleika á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Heimildir [1] EU Carbon Permits - Price - Chart - Historical Data - News [2] Mapping the cost of carbon capture and storage in Europe – Clean Air Task Force [3] Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi - Vísir [4] Shutdown of northern Atlantic overturning after 2100 following deep mixing collapse in CMIP6 projections
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar