Efast um að olíuleit beri árangur Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2025 20:07 Jessica Poteet er jarðfræðingur. Sýn Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Viðskiptaráð birti í vikunni nýja úttekt þar sem stjórnvöld voru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Að mati ráðsins gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér án áhættu fyrir ríkissjóð en samkvæmt útreikningum ráðsins myndi millistór olíufundur hafa í för með sér 77 milljónir króna í skatttekjur á hvern íbúa hér á landi. Samkvæmt Viðskiptaráði myndi millistór olíufundur þýða skatttekjur upp á 77 milljónir króna á hvern íbúa.Vísir Jarðfræðingur sem til fjölda ára hefur unnið við rannsóknir á kolvetnissvæðum sem og möguleika á geymslu kolvetnis í jarðbergi segir jarðfræðina á svæðinu skipta gríðarlega miklu máli í þessu samhengi þar sem Drekasvæðið sé virkt sprungusvæði. „Og það þýðir að það er mikið um misgengi og sprungur í berginu sem er þarna, og það eru mikil líkindi á því að ef það væru kolvatnsefni, og það er EF, þá hefðu þau þegar lekið út vegna allra misgengishreyfinganna sem hafa átt sér stað.“ Skýringarmynd af Drekasvæðinu þar sem mögulegt er að olíu sé að finna.Vísir Í úttekt Viðskiptaráðs er jafnframt skrifað að miklar rannsóknir hafi þegar farið fram á svæðinu sem staðfesti að virkt kolefniskerfi sé þar að finna. Jessica segir þessa staðhæfingu hæpna og gagnrýnir að vísað sé til gamalla rannsókna. Nýrri rannsóknir segi um 5% líkur á að finna magn sem samsvarar 50 milljón tunnum af olíu. Það sé lítið magn þegar líkurnar eru skoðaðar. „Þegar ég var við athuganir í Mið-Austurlöndum og Asíu vonaðist ég eftir 10 prósent og einhverju stærra en milljarði olíutunna.“ Hún segist ávallt hlynnt frekari rannsóknum. Hægt sé að greina sýni úr bergi á svæðinu og jafnframt telji hún að skoða ætti önnur sambærileg svæði til samanburðar. Sjálf myndi hún ekki setja mikið fjármagn í rannsóknir á svæðinu. „Við erum að tala um djúpsjávarbotn. Það útheimtir mikla peninga að vinna þetta, og það tengist þeirri staðreynd að það eru svo litlar líkur á að eitthvað finnist vegna jarðskorpuhreyfinga og jarðhitastigulsins sem maður sér hér. Sjálf myndi ég ekki eyða miklum peningum.“ Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Viðskiptaráð birti í vikunni nýja úttekt þar sem stjórnvöld voru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Að mati ráðsins gæti olíufundur haft ævintýralegan ávinning í för með sér án áhættu fyrir ríkissjóð en samkvæmt útreikningum ráðsins myndi millistór olíufundur hafa í för með sér 77 milljónir króna í skatttekjur á hvern íbúa hér á landi. Samkvæmt Viðskiptaráði myndi millistór olíufundur þýða skatttekjur upp á 77 milljónir króna á hvern íbúa.Vísir Jarðfræðingur sem til fjölda ára hefur unnið við rannsóknir á kolvetnissvæðum sem og möguleika á geymslu kolvetnis í jarðbergi segir jarðfræðina á svæðinu skipta gríðarlega miklu máli í þessu samhengi þar sem Drekasvæðið sé virkt sprungusvæði. „Og það þýðir að það er mikið um misgengi og sprungur í berginu sem er þarna, og það eru mikil líkindi á því að ef það væru kolvatnsefni, og það er EF, þá hefðu þau þegar lekið út vegna allra misgengishreyfinganna sem hafa átt sér stað.“ Skýringarmynd af Drekasvæðinu þar sem mögulegt er að olíu sé að finna.Vísir Í úttekt Viðskiptaráðs er jafnframt skrifað að miklar rannsóknir hafi þegar farið fram á svæðinu sem staðfesti að virkt kolefniskerfi sé þar að finna. Jessica segir þessa staðhæfingu hæpna og gagnrýnir að vísað sé til gamalla rannsókna. Nýrri rannsóknir segi um 5% líkur á að finna magn sem samsvarar 50 milljón tunnum af olíu. Það sé lítið magn þegar líkurnar eru skoðaðar. „Þegar ég var við athuganir í Mið-Austurlöndum og Asíu vonaðist ég eftir 10 prósent og einhverju stærra en milljarði olíutunna.“ Hún segist ávallt hlynnt frekari rannsóknum. Hægt sé að greina sýni úr bergi á svæðinu og jafnframt telji hún að skoða ætti önnur sambærileg svæði til samanburðar. Sjálf myndi hún ekki setja mikið fjármagn í rannsóknir á svæðinu. „Við erum að tala um djúpsjávarbotn. Það útheimtir mikla peninga að vinna þetta, og það tengist þeirri staðreynd að það eru svo litlar líkur á að eitthvað finnist vegna jarðskorpuhreyfinga og jarðhitastigulsins sem maður sér hér. Sjálf myndi ég ekki eyða miklum peningum.“
Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira