Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. september 2025 13:19 Carney, Starmer og Albanese. samsett Forsætisráðherrar Kanada, Bretlands og Ástralíu hafa formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ekki er um að ræða óvæntar fregnir en höfðu þeir allir sagst ætla viðurkenna sjálfstæðið í september. Þeir tala allir gegn Hamas og krefjast þess að gíslar þeirra verði látnir lausir. „Kanada hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og býður fram samstarf til að vinna að friðsamlegri framtíð fyrir Palestínu og Ísrael,“ stendur í færslu Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, á X en af löndunum þremur riðu þeir á vaðið. Með færslunni fylgir mynd af forsætisráðherranum þar sem hann skrifar undir yfirlýsinguna. Aujourd’hui, le Canada reconnaît l’État de Palestine. pic.twitter.com/luVUJXZqVB— Mark Carney (@MarkJCarney) September 21, 2025 „Síðan árið 1947 hefur það verið stefna allra kanadískra ríkisstjórna að styðja við tveggja ríkja lausn fyrir varanlegan frið í Miðausturlöndunum. Þetta felur í sér stofnun fullvalda, lýðræðislegs og lífvænlegs ríkis Palestínu sem byggir framtíð sína á friði og öryggi við hlið Ísraelsríkis,“ segir í yfirlýsingu Carney. Þar segir einnig að Hamas-samtökin, sem eru við stjórnvölinn á Gasa, hafi ógnað íbúum Ísrael og kúgað íbúa Gasa. Kanada kallar eftir því að Hamas láti alla gísla í þeirra haldi lausa og segi skilið við að stjórna Gasa. „Hamas hefur stolið frá palestínsku þjóðinni, svikið af henni líf og frelsi, og getur á engan hátt ráðið framtíð hennar.“ Carney kemur einnig inn á að ísraelsk yfirvöld berjist hart gegn því að Palestína verði viðurkennd sem sjálfstæð og komi upp ólöglegum nýlendubyggðum á þeirra landi. Ísrael hafi myrt þúsundir saklausra borgara og valdið hungursneyð. „Það er í þessu samhengi sem Kanada viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki.“ Löndin sem viðurkenna nú Palestínu sem sjálfstætt ríki.vísir/grafík Vilja einnig tveggja ríkja lausnina Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, birti þar á eftir yfirlýsingu um formlega viðurkenningu þeirra. „Með þessu viðurkennir Ástralía lögmætar og langþráðar vonir palestínsku þjóðarinnar um eigið ríki,“ stendur í yfirlýsingunni. Albanese tekur undir með tveggja ríkja lausninni líkt og Carney auk þess sem að Hamas eigi að láta af völdum þar. Ástralar hyggjast starfa með alþjóðasamfélaginu til að vinna að friði í Miðausturlöndunum. „Forseti palestínsku stjórnarinnar hefur ítrekað viðurkenningu þess á tilverurétti Ísraels og veitt Ástralíu beinar skuldbindingar, þar á meðal um að halda lýðræðislegar kosningar og koma á verulegum umbótum í fjármálum, stjórnarháttum og menntun.“ Starmer að lokum Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, var síðastur af ríkjunum þremur til að tilkynna viðurkenninguna. „Í dag, til að endurvekja vonina um frið og tveggja ríkja lausnina, lýsi ég yfir sem forsætisráðherra þessa lands, að Bretland viðurkennir formlega Palestínu sem sjálfstætt ríki,“ sagði hann í myndskeiði sem BBC greinir frá. Starmer segist hafa hitt breskar fjölskyldur gísla sem eru í haldi Hamas á Gasa og segist hafa séð pyndingarnar sem þau upplifa hvern dag. Hann kallar eftir því að allir gíslarnir verði látnir lausir úr haldi og munu Bretar halda áfram að berjast fyrir því að koma þeim heim. „Okkar krafa um tveggja ríkja lausn er andstæðan við ofbeldisfulla sýn Hamas,“ segir Starmer og leggur áherslu á að þessi lausn sé ekki verðlaun fyrir Hamas sem eigi að hörfa frá landinu. Ekki óvæntar fregnir Tilkynningarnar koma ekki upp úr þurru heldur höfðu öll ríkin tilkynnt í sumar að þau hygðust ætla að viðurkenna landið á þingi Sameinuðu þjóðanna sem er nú í september. Sjá nánar: Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Með þeim yfirlýsingum voru einnig ákveðin skilyrði. Til að mynda sagði Carney að til þess að viðurkenna landið þyrftu Palestínubúar að gera grundvallarbreytingar á stjórnarháttum sínum og halda almennar kosningar. Portúgal er einnig á meðal þeirra landa sem sögðust ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Ástralía Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
„Kanada hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og býður fram samstarf til að vinna að friðsamlegri framtíð fyrir Palestínu og Ísrael,“ stendur í færslu Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, á X en af löndunum þremur riðu þeir á vaðið. Með færslunni fylgir mynd af forsætisráðherranum þar sem hann skrifar undir yfirlýsinguna. Aujourd’hui, le Canada reconnaît l’État de Palestine. pic.twitter.com/luVUJXZqVB— Mark Carney (@MarkJCarney) September 21, 2025 „Síðan árið 1947 hefur það verið stefna allra kanadískra ríkisstjórna að styðja við tveggja ríkja lausn fyrir varanlegan frið í Miðausturlöndunum. Þetta felur í sér stofnun fullvalda, lýðræðislegs og lífvænlegs ríkis Palestínu sem byggir framtíð sína á friði og öryggi við hlið Ísraelsríkis,“ segir í yfirlýsingu Carney. Þar segir einnig að Hamas-samtökin, sem eru við stjórnvölinn á Gasa, hafi ógnað íbúum Ísrael og kúgað íbúa Gasa. Kanada kallar eftir því að Hamas láti alla gísla í þeirra haldi lausa og segi skilið við að stjórna Gasa. „Hamas hefur stolið frá palestínsku þjóðinni, svikið af henni líf og frelsi, og getur á engan hátt ráðið framtíð hennar.“ Carney kemur einnig inn á að ísraelsk yfirvöld berjist hart gegn því að Palestína verði viðurkennd sem sjálfstæð og komi upp ólöglegum nýlendubyggðum á þeirra landi. Ísrael hafi myrt þúsundir saklausra borgara og valdið hungursneyð. „Það er í þessu samhengi sem Kanada viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki.“ Löndin sem viðurkenna nú Palestínu sem sjálfstætt ríki.vísir/grafík Vilja einnig tveggja ríkja lausnina Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, birti þar á eftir yfirlýsingu um formlega viðurkenningu þeirra. „Með þessu viðurkennir Ástralía lögmætar og langþráðar vonir palestínsku þjóðarinnar um eigið ríki,“ stendur í yfirlýsingunni. Albanese tekur undir með tveggja ríkja lausninni líkt og Carney auk þess sem að Hamas eigi að láta af völdum þar. Ástralar hyggjast starfa með alþjóðasamfélaginu til að vinna að friði í Miðausturlöndunum. „Forseti palestínsku stjórnarinnar hefur ítrekað viðurkenningu þess á tilverurétti Ísraels og veitt Ástralíu beinar skuldbindingar, þar á meðal um að halda lýðræðislegar kosningar og koma á verulegum umbótum í fjármálum, stjórnarháttum og menntun.“ Starmer að lokum Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, var síðastur af ríkjunum þremur til að tilkynna viðurkenninguna. „Í dag, til að endurvekja vonina um frið og tveggja ríkja lausnina, lýsi ég yfir sem forsætisráðherra þessa lands, að Bretland viðurkennir formlega Palestínu sem sjálfstætt ríki,“ sagði hann í myndskeiði sem BBC greinir frá. Starmer segist hafa hitt breskar fjölskyldur gísla sem eru í haldi Hamas á Gasa og segist hafa séð pyndingarnar sem þau upplifa hvern dag. Hann kallar eftir því að allir gíslarnir verði látnir lausir úr haldi og munu Bretar halda áfram að berjast fyrir því að koma þeim heim. „Okkar krafa um tveggja ríkja lausn er andstæðan við ofbeldisfulla sýn Hamas,“ segir Starmer og leggur áherslu á að þessi lausn sé ekki verðlaun fyrir Hamas sem eigi að hörfa frá landinu. Ekki óvæntar fregnir Tilkynningarnar koma ekki upp úr þurru heldur höfðu öll ríkin tilkynnt í sumar að þau hygðust ætla að viðurkenna landið á þingi Sameinuðu þjóðanna sem er nú í september. Sjá nánar: Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Með þeim yfirlýsingum voru einnig ákveðin skilyrði. Til að mynda sagði Carney að til þess að viðurkenna landið þyrftu Palestínubúar að gera grundvallarbreytingar á stjórnarháttum sínum og halda almennar kosningar. Portúgal er einnig á meðal þeirra landa sem sögðust ætla að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Ástralía Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira