„Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. september 2025 17:41 Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur Víkurfréttir Það verður Keflavík sem leikur til úrslita um laust sæti í Bestu deild karla næstu helgi eftir frábæra endurkomu í einvígi sínu gegn nágrönnum sínum í Njarðvík. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-2 á heimavelli snéru Keflvíkingar taflinu við í Njarðvík með frábærum 0-3 sigri og höfðu betur 4-2 samanlagt. „Frábær tilfinning að vera búnir að klára þetta og komast í úrslit“ sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Leikurinn sem slíkur eða þessi seinni hálfleikur í einvíginu var nokkuð jafnt svona framan af og svo getum við sagt að mörk breyti leikjum og við skorum glæsilegt mark 0-1 og þá er þetta orðin jöfn staða“ „Það fylgja svo tvö önnur góð í kjölfarið. Við skoruðum svo eitt rangstöðumark sem var dæmt af okkur þannig ég held að svona á heildina litið sé þetta bara verðskuldaður sigur“ Eftir að Keflavík skoraði fyrsta markið mátti finna mikinn kraft með Keflvíkingum á meðan Njarðvíkingar urðu svolítið litlir í sér. „Já það var það. Þetta er kannski stærsti leikur sem að Njarðvík hefur spilað í sinni sögu og það er ákveðin pressa sem fylgir því og við vissum það að ef við myndum setja á þá mark þá myndi geta komið smá 'panic' hjá þeim“ „Menn voru svo bara gíraðir og mér fannst í fyrri leiknum við líka vera mjög vel stemmdir. Við fáum á okkur þar klaufamark, víti og okkur fannst þetta vera svolítið á móti okkur en mér fannst menn mæta hérna úti með kassann í dag og voru stórir. Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ Keflavík mætir HK í úrslitum um laust sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili en HK hefur skellt Keflavík í báðum leikjum þessara liða í sumar. „Það er rétt, við höfum tapað báðum leikjunum nokkuð stórt á móti HK en þetta verður bara verðugt verkefni. Við erum komnir í úrslitaleik og það er kannski öðruvísi heldur en venjulegur leikur í deildinni þannig spennustigið er töluvert hærra og mikið undir þannig við þurfum núna bara fyrst og fremst í vikunni að ná endurheimt og æfa vel. Setjumst svo kannski aðeins yfir HK og hvernig við ætlum að mæta þeim“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur. Keflavík ÍF Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Sjá meira
„Frábær tilfinning að vera búnir að klára þetta og komast í úrslit“ sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Leikurinn sem slíkur eða þessi seinni hálfleikur í einvíginu var nokkuð jafnt svona framan af og svo getum við sagt að mörk breyti leikjum og við skorum glæsilegt mark 0-1 og þá er þetta orðin jöfn staða“ „Það fylgja svo tvö önnur góð í kjölfarið. Við skoruðum svo eitt rangstöðumark sem var dæmt af okkur þannig ég held að svona á heildina litið sé þetta bara verðskuldaður sigur“ Eftir að Keflavík skoraði fyrsta markið mátti finna mikinn kraft með Keflvíkingum á meðan Njarðvíkingar urðu svolítið litlir í sér. „Já það var það. Þetta er kannski stærsti leikur sem að Njarðvík hefur spilað í sinni sögu og það er ákveðin pressa sem fylgir því og við vissum það að ef við myndum setja á þá mark þá myndi geta komið smá 'panic' hjá þeim“ „Menn voru svo bara gíraðir og mér fannst í fyrri leiknum við líka vera mjög vel stemmdir. Við fáum á okkur þar klaufamark, víti og okkur fannst þetta vera svolítið á móti okkur en mér fannst menn mæta hérna úti með kassann í dag og voru stórir. Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ Keflavík mætir HK í úrslitum um laust sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili en HK hefur skellt Keflavík í báðum leikjum þessara liða í sumar. „Það er rétt, við höfum tapað báðum leikjunum nokkuð stórt á móti HK en þetta verður bara verðugt verkefni. Við erum komnir í úrslitaleik og það er kannski öðruvísi heldur en venjulegur leikur í deildinni þannig spennustigið er töluvert hærra og mikið undir þannig við þurfum núna bara fyrst og fremst í vikunni að ná endurheimt og æfa vel. Setjumst svo kannski aðeins yfir HK og hvernig við ætlum að mæta þeim“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur.
Keflavík ÍF Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Sjá meira