Lífið

Stjörnulífið: Dætur Jóns Ás­geirs og Geirs H. Haarde giftu sig

Svava Marín Óskarsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Mikið var um brúðkaup um helgina.
Mikið var um brúðkaup um helgina.

Vikan sem leið var heldur betur viðburðarík hjá stjörnum landsins. Brúðkaup í Sitges og á Ítalíu, stórtónleikar í Laugardalshöll og Bakgarðshlaupið var meðal þess sem stóð mest upp úr. Þá fóru glæsilegustu fimmtugu konur landsins í vinkonuferð til Sitges í leit að senjóritukjólum á meðan Rúrik Gíslason fór í sitt árlega Októberfest-partý hjá ofurfyrirsætunni Heidi Klum í Þýskalandi.

Ást í Prag

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson fagnaði ástinni í brúðkaupi í Prag.

Í stíl í Portúgal

Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri Dineout og Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, mættu í stíl í brúðkaup í Cascais í Portúgal.

Ítalskur draumur

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason og kærasta hans Friðþóra Sigurjónsdóttur, pílates-kennari, fögnuðu ástinni í brúðkaupi hjá frænda Patriks, Helga Frey Gíslasyni og listakonunni Ásu Karenu, dóttur athafnamannsins Jóns Ásgeirs, í ævintýralegu umhverfi á Ítalíu.

Nadía Atladóttir, knattspyrnukona, var glæsileg í gulum kjól í brúðkaupinu.

Ástin í Reykjavík

Hjónin Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, og Nadine Guðrún Yaghi fögnuðu ástinni í brúðkaupi vinkonu Nadine, Hildar Haarde, dóttur Geirs H. Haarde, og Baldurs Kára, á laugardaginn. 

Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markaðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum voru einnig meðal gesta.

Flottar í fimmtudagsafmælisferð

Andrea Róberts, Selma Björnsdóttir, Björk Eiðsdóttir og fleiri fóru í æskuvinkonuferð til Sitges í tilefni af fimmtíu ára afmæli þeirra í ár.

Októberfest-Heidi Klum

Rúrik Gíslason fór ásamt vini sínum Þorvarði Kristjánssyni í oktober-fest partý hjá ofurfyrirsætunni Heidi Klum í Þýskalandi. Rúrik hefur verið fastagestur í þessu sögulega teiti undanfarin ár. 

Stórtónleikar

Mikið var um tónleika um helgina og má þar nefna að Birnir hélt risa tónleika í Laugardalshöll þar sem helstu stórstórstjörnur landsins komu fram. Herra Hnetusmjör, GDRN, Birgir Hákon, Bríet, Jóhann Kristófer og Sturla Atlas voru þar í góðum fíling svo einhverjir séu nefndir.

Birgitta Líf Björnsdóttir og vinkonur hennar í LXS létu sig ekki vanta á tónleikana en þær kölluðu tónleika LXS tónleikana því eitt vinsælasta lag Birnis heitir einmitt LXS.

Auður í Hafnarfirði

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson hélt tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Hlaupaveisla

Hlaupadrottningin Mari Jaersk tók ekki þátt í Bakgarðshlaupinu í ár heldur tók hún þátt í utanvega hlaupinu Julian Alps Trail Run og naut sín í botn. 

Sólarsæla

Ofurskvísan Móeiður Lárusdóttir sólaði sig á ströndinni í Grikklandi.

Fluttir í Kópavog

Helgi Ómarsson og Pétur Björgvin Sveinsson eru fengu íbúðina afhenta og eru fluttir í Kópavog.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina

Fallegt haustveður, tónleikar, brúðkaup og ljúfar samsverustundir einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Auk þess lögðu margir land undir fót og sleiktu sólina á erlendum slóðum.

Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“

Liðin vika var umvafin fallegum brúðkaupum, stórafmælum og öðrum herlegheitum hjá stjörnum landsins. Íslendingar eru alltaf á faraldsfæti og nú þegar haustið er farið að láta á sér kræla hafa fjölmargir flogið suður á bóginn í leit að hlýrra loftslagi til að lengja sumarið örlítið.

Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“

Þrátt fyrir að haustið sé rétt handan við hornið hefur veðrið leikið við landsmenn. September er genginn í garð og helgin með allra besta móti þar sem ástin var á alls oddi í brúðkaupum víðs vegar um landið. Fjölmargir flugu á vit ævintýranna á erlendri grundu – ýmist til slökunar á hvítum ströndum, í menningarferð eða til að hvetja íslenska landsliðið í körfubolta á Eurobasket í Póllandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.