Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. september 2025 17:16 Jordan Davis er rétt rúm 150 kíló en spretti úr spori eins og mun léttari maður. Mitchell Leff/Getty Images Jordan Davis varð hetja Philadelphia Eagles í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Los Angeles Rams á lokasekúndu leiksins. Hann varð í leiðinni sá þyngsti í sögu NFL til að skora snertimark eftir spark andstæðingsins. Ríkjandi meistarar Eagles lentu í vandræðum með Rams í gærkvöldi og voru 26-7 undir í byrjun seinni hálfleiks en sneru leiknum svo algjörlega og unnu 33-26. Leikstjórnandinn Jalen Hurts leiddi endurkomuna og kastaði fyrir sínu fyrsta snertimarki á tímabilinu. Sparklið Eagles átti hins vegar mestan þátt í sigrinum, með því að hindra tvö sparkmörk Rams í fjórða leikhluta. Seinna sparkið sem Ernirnir stoppuðu brutu hjörtu Hrútanna algjörlega. Gestirnir voru þá stigi undir, 27-26, en hefðu unnið leikinn með marki úr þessu sparki. EAGLES BLOCK THE KICK AND JORDAN DAVIS SCORES A TOUCHDOWN BECAUSE WHY NOT pic.twitter.com/XNcYthVUMm— NFL (@NFL) September 21, 2025 Jordan Davis komst hins vegar í boltann og skilaði honum í endamarkið hinum megin. Davis er engin smásmíði, 336 pund eða um 152 kíló, og varð með þessu marki þyngsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora snertimark eftir spark andstæðingsins. What an ending in Philly. pic.twitter.com/T79Jsoa5jX— NFL (@NFL) September 21, 2025 Hann hljóp 61 jarda með boltann og klukkaði hraða upp á 18,59 mílur á klukkustund, eða rétt tæplega 30 kílómetra á klukkustund, og varð þar með hraðasti 300+ punda maðurinn í sögu deildarinnar. Jordan Davis was FLYING 🔥 pic.twitter.com/1qWVqJXZT2— Sports Illustrated (@SInow) September 21, 2025 Jordan Davis hit 18.59 mph btw 😂 pic.twitter.com/hC1Pn4rvqt— NFL (@NFL) September 21, 2025 GET YOUR CARDIO BIG FELLA pic.twitter.com/rXTz9S1orf— NFL (@NFL) September 21, 2025 Síðasti leikur þriðju umferð NFL deildarinnar fer fram í nótt. Lokasóknin gerir umferðina upp á Sýn Sport annað kvöld, þriðjudag, klukkan 21:00. NFL Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira
Ríkjandi meistarar Eagles lentu í vandræðum með Rams í gærkvöldi og voru 26-7 undir í byrjun seinni hálfleiks en sneru leiknum svo algjörlega og unnu 33-26. Leikstjórnandinn Jalen Hurts leiddi endurkomuna og kastaði fyrir sínu fyrsta snertimarki á tímabilinu. Sparklið Eagles átti hins vegar mestan þátt í sigrinum, með því að hindra tvö sparkmörk Rams í fjórða leikhluta. Seinna sparkið sem Ernirnir stoppuðu brutu hjörtu Hrútanna algjörlega. Gestirnir voru þá stigi undir, 27-26, en hefðu unnið leikinn með marki úr þessu sparki. EAGLES BLOCK THE KICK AND JORDAN DAVIS SCORES A TOUCHDOWN BECAUSE WHY NOT pic.twitter.com/XNcYthVUMm— NFL (@NFL) September 21, 2025 Jordan Davis komst hins vegar í boltann og skilaði honum í endamarkið hinum megin. Davis er engin smásmíði, 336 pund eða um 152 kíló, og varð með þessu marki þyngsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora snertimark eftir spark andstæðingsins. What an ending in Philly. pic.twitter.com/T79Jsoa5jX— NFL (@NFL) September 21, 2025 Hann hljóp 61 jarda með boltann og klukkaði hraða upp á 18,59 mílur á klukkustund, eða rétt tæplega 30 kílómetra á klukkustund, og varð þar með hraðasti 300+ punda maðurinn í sögu deildarinnar. Jordan Davis was FLYING 🔥 pic.twitter.com/1qWVqJXZT2— Sports Illustrated (@SInow) September 21, 2025 Jordan Davis hit 18.59 mph btw 😂 pic.twitter.com/hC1Pn4rvqt— NFL (@NFL) September 21, 2025 GET YOUR CARDIO BIG FELLA pic.twitter.com/rXTz9S1orf— NFL (@NFL) September 21, 2025 Síðasti leikur þriðju umferð NFL deildarinnar fer fram í nótt. Lokasóknin gerir umferðina upp á Sýn Sport annað kvöld, þriðjudag, klukkan 21:00.
NFL Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira