Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir og Helga Sigrún Harðardóttir skrifa 22. september 2025 14:33 Evrópusambandið hefur falið evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC að þróa staðla sem útfæra tæknilegar kröfur gervigreindarlöggjafarinnar frá 2024, með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og samfélaga. Til stendur að skrifa tugi samhæfðra staðla en þeir virka þannig að sett er löggjöf og svo skrifaðir staðlar sem segja til um hvernig best er að hanna, framleiða og prófa vörur þannig að þær uppfylli kröfur laganna. Sé vara (í þessu tilfelli gervigreindarkerfi eða -lausn) framleidd eftir kröfum staðlanna telst hún uppfylla kröfur laganna og því hæf til markaðssetningar. Stöðlunarvinnan fer fram í tækninefndinni JTC21 (jtc21.eu), þar sem sérfræðingar alls staðar að úr Evrópu útfæra tæknilegar kröfur löggjafarinnar því stöðlun byggir á sameiginlegri þekkingu sérfræðinga og atvinnulífs sem móta bestu lausnir hverju sinni. Fyrirtæki leggja því sitt af mörkum – bæði til að tryggja öryggi og gæði en einnig til að skapa traust markaðsskilyrði sem nýtast öllum. Nú sitja sérfræðingar frá Íslandi í nefndinni og leggja þannig sitt af mörkum til að gera staðlana eins góða og þeir geta orðið. Nú þegar hafa verið gefnir út 15 staðlar sem styðja við innleiðingu löggjafarinnar. Þeir fjalla m.a. um áhættustjórnun, gæði gagna sem gervigreindin er mötuð á, samræmismat og upplýsingastjórnun. 25 til viðbótar eru í vinnslu um gæðastjórnun, matskerfi um nákvæmni, mat á áhrifum á grundvallarréttindi en einnig um greiningu, mælingar og stjórnun skekkja í gervigreindarkerfum svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að flestir þessarra staðla verði gefnir út árið 2026 en einhverjir koma út á þessu ári og örfáir árið 2027. Fyrirtæki þurfa þó að horfa lengra en til þess að uppfylla reglur. Gervigreind er ekki aðeins eftirlitsmál heldur lykilþáttur í stefnumótun, nýsköpun og viðskiptagreind. Með réttum stöðlum geta íslensk fyrirtæki umbreytt gögnum í áreiðanlegar innsýnir sem nýtast til ákvarðanatöku, spágreininga og nýrra viðskiptalíkana. Staðlarnir verða þannig ekki bara skorður heldur hvati – þeir tryggja að gögn séu áreiðanleg, niðurstöður gagnsæjar og ákvarðanir rekjanlegar. Þetta skapar samkeppnisforskot fyrir þá sem ná að samþætta gervigreind með ábyrgum hætti í kjarnastarfsemi sína. Fyrirtæki sem byrja snemma að tileinka sér þessar leikreglur geta ekki aðeins varið sig gegn áhættu heldur einnig opnað dyr að nýjum tækifærum í alþjóðlegu samstarfi og markaðssókn. Íslensk fyrirtæki standa því frammi fyrir tvíþættri áskorun: að tryggja að lausnir sem þau nýta séu í samræmi við nýjar kröfur og að nýta stöðlun sem tækifæri til að styrkja eigin rekstur og samkeppnishæfni. Þeir sem nálgast stöðlun gervigreindar sem stefnumótunartæki fremur en lágmarkskröfu munu hafa forskot í þeirri umbreytingu sem nú þegar er hafin. Nú er rétti tíminn til að búa sig undir þessa umbreytingu – ekki bíða eftir að reglurnar taki gildi, heldur nýta þær strax sem tækifæri til að styrkja rekstur, mennta starfsfólk og sækja fram með ábyrgri notkun gervigreindar. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á BifröstHelga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Gervigreind Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Evrópusambandið hefur falið evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC að þróa staðla sem útfæra tæknilegar kröfur gervigreindarlöggjafarinnar frá 2024, með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og samfélaga. Til stendur að skrifa tugi samhæfðra staðla en þeir virka þannig að sett er löggjöf og svo skrifaðir staðlar sem segja til um hvernig best er að hanna, framleiða og prófa vörur þannig að þær uppfylli kröfur laganna. Sé vara (í þessu tilfelli gervigreindarkerfi eða -lausn) framleidd eftir kröfum staðlanna telst hún uppfylla kröfur laganna og því hæf til markaðssetningar. Stöðlunarvinnan fer fram í tækninefndinni JTC21 (jtc21.eu), þar sem sérfræðingar alls staðar að úr Evrópu útfæra tæknilegar kröfur löggjafarinnar því stöðlun byggir á sameiginlegri þekkingu sérfræðinga og atvinnulífs sem móta bestu lausnir hverju sinni. Fyrirtæki leggja því sitt af mörkum – bæði til að tryggja öryggi og gæði en einnig til að skapa traust markaðsskilyrði sem nýtast öllum. Nú sitja sérfræðingar frá Íslandi í nefndinni og leggja þannig sitt af mörkum til að gera staðlana eins góða og þeir geta orðið. Nú þegar hafa verið gefnir út 15 staðlar sem styðja við innleiðingu löggjafarinnar. Þeir fjalla m.a. um áhættustjórnun, gæði gagna sem gervigreindin er mötuð á, samræmismat og upplýsingastjórnun. 25 til viðbótar eru í vinnslu um gæðastjórnun, matskerfi um nákvæmni, mat á áhrifum á grundvallarréttindi en einnig um greiningu, mælingar og stjórnun skekkja í gervigreindarkerfum svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að flestir þessarra staðla verði gefnir út árið 2026 en einhverjir koma út á þessu ári og örfáir árið 2027. Fyrirtæki þurfa þó að horfa lengra en til þess að uppfylla reglur. Gervigreind er ekki aðeins eftirlitsmál heldur lykilþáttur í stefnumótun, nýsköpun og viðskiptagreind. Með réttum stöðlum geta íslensk fyrirtæki umbreytt gögnum í áreiðanlegar innsýnir sem nýtast til ákvarðanatöku, spágreininga og nýrra viðskiptalíkana. Staðlarnir verða þannig ekki bara skorður heldur hvati – þeir tryggja að gögn séu áreiðanleg, niðurstöður gagnsæjar og ákvarðanir rekjanlegar. Þetta skapar samkeppnisforskot fyrir þá sem ná að samþætta gervigreind með ábyrgum hætti í kjarnastarfsemi sína. Fyrirtæki sem byrja snemma að tileinka sér þessar leikreglur geta ekki aðeins varið sig gegn áhættu heldur einnig opnað dyr að nýjum tækifærum í alþjóðlegu samstarfi og markaðssókn. Íslensk fyrirtæki standa því frammi fyrir tvíþættri áskorun: að tryggja að lausnir sem þau nýta séu í samræmi við nýjar kröfur og að nýta stöðlun sem tækifæri til að styrkja eigin rekstur og samkeppnishæfni. Þeir sem nálgast stöðlun gervigreindar sem stefnumótunartæki fremur en lágmarkskröfu munu hafa forskot í þeirri umbreytingu sem nú þegar er hafin. Nú er rétti tíminn til að búa sig undir þessa umbreytingu – ekki bíða eftir að reglurnar taki gildi, heldur nýta þær strax sem tækifæri til að styrkja rekstur, mennta starfsfólk og sækja fram með ábyrgri notkun gervigreindar. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á BifröstHelga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun