Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2025 16:02 Inga Sæland svaraði fyrirspurnum Snorra Mássonar um afstöðu sína til ESB og bókunar 35. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins. Snorri Másson þingmaður Miðflokksins bar upp fyrirspurn til ráðherrans um afstöðu Flokks fólksins til ESB aðildar Íslands, hvort flokkurinn muni beita sér fyrir aðild eða gegn henni. Þá rifjaði hann upp ummæli Ingu um bókun 35 í upphafi árs 2024, þegar hún sagði í pontu Alþingis að með málinu væru stjórnvöld að leggjast kylliflöt og leyfa Brussel að valta yfir okkur. Afstaða Flokks fólksins óbreytt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru staddar erlendis. Inga Sæland því starfandi forsætisráðherra. Snorri vék í ræðu sinni að því að Viðreisn hefði fengið Guy Verhofstadt sem sérlegan gest á landsþing sitt um helgina. Hann hefði þar sagt að íslenskir stjórnmálamenn yrðu að verja Evrópuhugsjónina í heild sinni. „Ég hef staðið í þeirri trú að hæstvirtur starfandi forsætisráðherra standi ekki að baki þessari hugsjón, ég hefði áhuga á að fá það fram frá félagsmálaráðherra hvað henni þyki um þetta, hvort hún taki fyrir það hvort þjóðaratkvæðagreiðsla verði hér 2026 og hvernig hyggst hún beita sér í málinu, gegn eða með?“ Inga svaraði því að það liggi algjörlega fyrir að Flokkur fólksins hafi aldrei verið á þeirri línu að Ísland eigi að ganga í ESB. Það yrði sett í hendurnar á þjóðinni hvort viðræður haldi áfram, eigi síðar en 2027. „Ég er alveg skýr að það skiptir öllu máli að við séum í góðu sambandi við Evrópu og okkar næstu nágranna. ESB skiptir okkur miklu máli, sérstaklega samningurinn við EES sem er hliðið okkar inná innri markaðinn og Evrópu. Það skal líka sagt að hér hefur hagvöxtur verið hvað mestur og stöðugri og meiri en í löndunum í kringum okkur og í löndum ESB þannig við eigum svo sannarlega ekkert um sárt að binda með því að vera við sjálf. Hinsvegar er spurningin um gjaldmiðilinn okkar og þá finnst mér spennandi að tjá það að við erum að skoða kosti og galla krónunnar.“ Gjörsamlega búin að skipta um skoðun Þá mætti Snorri aftur í pontu og sagði það hljóma vel að ríkisstjórnin vilji leyfa þjóðinni að eiga orðið, þó mörg önnur mál yrðu eflaust áhugaverðari og nefndi hann þar mál flóttafólks, stríðið í Úkraínu og útvarpsgjaldið. Þá rifjaði hann upp orð Ingu um bókun 35 og spurði hvort hún væri samþykk því að bókunin fari óbreytt í gegnum þingið eða hvort hún væri sama sinnis og í upphafi árs 2024. „Ég er gjörsamlega algjörlega búin að skipta um skoðun hvað varðar bókun 35 enda var ég þar í villu og svima og hafði ekki hugmynd að bæði neytendasamtök og VR væru í málaferli í rauninni gegn íslenskum bönkum sem eru í rauninni að fara eins og eldur um akur um samfélagið og alla þá sem stunda krónu,“ svaraði Inga. Hún sagði það hvergi þekkjast á byggðu bóli nema á Íslandi að hægt væri að greiða 400 þúsund krónur í húsnæðislán og þar af færu 395 þúsund í vexti. „Og nú skilst mér að það sé búið að taka til hliðar milljarða af þessum bönkum sem bíða í skelfingu og milli vonar og ótta hvernig Hæstiréttur muni dæma í þessum málum hvernig bankarnir hafa verið að fara með sína lántakendur. Ef við verðum búin að innleiða bókun 35 sem í rauninni átti allan tímann að vera en var ranglega innleidd, ef við erum búin að innleiða hana þá eru allar líkur á því að Hæstiréttur geti dæmt neytendum í vil og bankarnir veri að snara út öllum milljörðunum sínum, ef ekki þá því miður, þannig já háttvirti þingmaður ég sannarlega skipti um skoðun og kallað til allskonar sérfræðinga sem hafa fengið mig til að sjá ljósið.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Evrópusambandið Miðflokkurinn Bókun 35 Utanríkismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Snorri Másson þingmaður Miðflokksins bar upp fyrirspurn til ráðherrans um afstöðu Flokks fólksins til ESB aðildar Íslands, hvort flokkurinn muni beita sér fyrir aðild eða gegn henni. Þá rifjaði hann upp ummæli Ingu um bókun 35 í upphafi árs 2024, þegar hún sagði í pontu Alþingis að með málinu væru stjórnvöld að leggjast kylliflöt og leyfa Brussel að valta yfir okkur. Afstaða Flokks fólksins óbreytt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru staddar erlendis. Inga Sæland því starfandi forsætisráðherra. Snorri vék í ræðu sinni að því að Viðreisn hefði fengið Guy Verhofstadt sem sérlegan gest á landsþing sitt um helgina. Hann hefði þar sagt að íslenskir stjórnmálamenn yrðu að verja Evrópuhugsjónina í heild sinni. „Ég hef staðið í þeirri trú að hæstvirtur starfandi forsætisráðherra standi ekki að baki þessari hugsjón, ég hefði áhuga á að fá það fram frá félagsmálaráðherra hvað henni þyki um þetta, hvort hún taki fyrir það hvort þjóðaratkvæðagreiðsla verði hér 2026 og hvernig hyggst hún beita sér í málinu, gegn eða með?“ Inga svaraði því að það liggi algjörlega fyrir að Flokkur fólksins hafi aldrei verið á þeirri línu að Ísland eigi að ganga í ESB. Það yrði sett í hendurnar á þjóðinni hvort viðræður haldi áfram, eigi síðar en 2027. „Ég er alveg skýr að það skiptir öllu máli að við séum í góðu sambandi við Evrópu og okkar næstu nágranna. ESB skiptir okkur miklu máli, sérstaklega samningurinn við EES sem er hliðið okkar inná innri markaðinn og Evrópu. Það skal líka sagt að hér hefur hagvöxtur verið hvað mestur og stöðugri og meiri en í löndunum í kringum okkur og í löndum ESB þannig við eigum svo sannarlega ekkert um sárt að binda með því að vera við sjálf. Hinsvegar er spurningin um gjaldmiðilinn okkar og þá finnst mér spennandi að tjá það að við erum að skoða kosti og galla krónunnar.“ Gjörsamlega búin að skipta um skoðun Þá mætti Snorri aftur í pontu og sagði það hljóma vel að ríkisstjórnin vilji leyfa þjóðinni að eiga orðið, þó mörg önnur mál yrðu eflaust áhugaverðari og nefndi hann þar mál flóttafólks, stríðið í Úkraínu og útvarpsgjaldið. Þá rifjaði hann upp orð Ingu um bókun 35 og spurði hvort hún væri samþykk því að bókunin fari óbreytt í gegnum þingið eða hvort hún væri sama sinnis og í upphafi árs 2024. „Ég er gjörsamlega algjörlega búin að skipta um skoðun hvað varðar bókun 35 enda var ég þar í villu og svima og hafði ekki hugmynd að bæði neytendasamtök og VR væru í málaferli í rauninni gegn íslenskum bönkum sem eru í rauninni að fara eins og eldur um akur um samfélagið og alla þá sem stunda krónu,“ svaraði Inga. Hún sagði það hvergi þekkjast á byggðu bóli nema á Íslandi að hægt væri að greiða 400 þúsund krónur í húsnæðislán og þar af færu 395 þúsund í vexti. „Og nú skilst mér að það sé búið að taka til hliðar milljarða af þessum bönkum sem bíða í skelfingu og milli vonar og ótta hvernig Hæstiréttur muni dæma í þessum málum hvernig bankarnir hafa verið að fara með sína lántakendur. Ef við verðum búin að innleiða bókun 35 sem í rauninni átti allan tímann að vera en var ranglega innleidd, ef við erum búin að innleiða hana þá eru allar líkur á því að Hæstiréttur geti dæmt neytendum í vil og bankarnir veri að snara út öllum milljörðunum sínum, ef ekki þá því miður, þannig já háttvirti þingmaður ég sannarlega skipti um skoðun og kallað til allskonar sérfræðinga sem hafa fengið mig til að sjá ljósið.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Evrópusambandið Miðflokkurinn Bókun 35 Utanríkismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira