Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 13:02 Hulda Hjartardóttir er yfirlæknir fæðingateymis Landspítala. Sýn Yfirmaður fæðingarteymis Landspítalans segir ekkert nýtt hafa komið fram sem bendi til tengsla milli neyslu á verkjalyfinu parasetamól og einhverfu barna. Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að slæmt væri að óléttar konur tækju lyfið, og sagði læknum að hætta að láta þær hafa það. Læknum í Bandaríkjunum verður hér eftir ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti sjálfur í Hvíta húsinu í gærkvöldi og rökstuddi ákvörðun sína með umdeildum rannsóknum sem sagðar eru tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Robert Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, virðist einnig hafa tröllatrú á tengingunni þarna á milli. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það. Það er ekki gott,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Skoðanir Trumps á skjön við stórar og vandaðar rannsóknir Yfirlæknir fæðingarteymis á Landspítalanum segir yfirlýsingarnar koma sér spánskt fyrir sjónir. „Vegna þess að það er ekkert nýtt sem hefur komið fram sem bendir til þess að notkun á parasetamóli á meðgöngu tengist einhverfu eftir fæðingu,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingateymis á Landspítalanum. „Við byggjum okkar álit á því að það sé öruggt að nota parasetamól á mjög stórum og vönduðum vísindarannsóknum.“ Bandarísku fæðingarlæknasamtökin styðji áframhaldandi notkun parasetamóls á meðgöngu. Í ljósi þessa, hvað finnst þér um þessar yfirlýsingar forsetans og heilbrigðisráðherrans? „Ég hef áhyggjur af þeim vegna þess að parasetamól er það lyf sem við notum allra helst á meðgöngu.“ Sitji uppi með verki og sektarkennd Parasetamól sé bæði notað til að lækka hita og meðhöndla verki á meðgöngu. „Ef það er gert tortryggilegt þá eru fá lyf eftir sem ófrískar konur geta notað í meðgöngu. Við sitjum þá uppi með ómeðhöndlaða verki eða einhvers konar sektarkennd hjá konum, yfir að vera að nota lyf sem nánast allir fæðingarlæknar sem ég þekki til eru meðmæltir.“ Þannig að þú myndir segja að það væri öruggt fyrir konur að taka parasetamól á meðgöngu? „Já, við höldum hiklaust áfram að mæla með því sem hitalækkandi og verkjastillandi í meðgöngu ef þörf er á.“ Lyf Heilbrigðismál Bandaríkin Landspítalinn Meðganga Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Læknum í Bandaríkjunum verður hér eftir ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti sjálfur í Hvíta húsinu í gærkvöldi og rökstuddi ákvörðun sína með umdeildum rannsóknum sem sagðar eru tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Robert Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, virðist einnig hafa tröllatrú á tengingunni þarna á milli. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það. Það er ekki gott,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Skoðanir Trumps á skjön við stórar og vandaðar rannsóknir Yfirlæknir fæðingarteymis á Landspítalanum segir yfirlýsingarnar koma sér spánskt fyrir sjónir. „Vegna þess að það er ekkert nýtt sem hefur komið fram sem bendir til þess að notkun á parasetamóli á meðgöngu tengist einhverfu eftir fæðingu,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingateymis á Landspítalanum. „Við byggjum okkar álit á því að það sé öruggt að nota parasetamól á mjög stórum og vönduðum vísindarannsóknum.“ Bandarísku fæðingarlæknasamtökin styðji áframhaldandi notkun parasetamóls á meðgöngu. Í ljósi þessa, hvað finnst þér um þessar yfirlýsingar forsetans og heilbrigðisráðherrans? „Ég hef áhyggjur af þeim vegna þess að parasetamól er það lyf sem við notum allra helst á meðgöngu.“ Sitji uppi með verki og sektarkennd Parasetamól sé bæði notað til að lækka hita og meðhöndla verki á meðgöngu. „Ef það er gert tortryggilegt þá eru fá lyf eftir sem ófrískar konur geta notað í meðgöngu. Við sitjum þá uppi með ómeðhöndlaða verki eða einhvers konar sektarkennd hjá konum, yfir að vera að nota lyf sem nánast allir fæðingarlæknar sem ég þekki til eru meðmæltir.“ Þannig að þú myndir segja að það væri öruggt fyrir konur að taka parasetamól á meðgöngu? „Já, við höldum hiklaust áfram að mæla með því sem hitalækkandi og verkjastillandi í meðgöngu ef þörf er á.“
Lyf Heilbrigðismál Bandaríkin Landspítalinn Meðganga Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira