Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 23. september 2025 11:59 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur áhyggjur af stöðu mála í Evrópu. Vísir/Lýður Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. Fréttamaður náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er einnig starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund. Einhver viðbrögð við þessum drónum í Danmörku sem stöðvuðu flug um Kastrup í gærkvöldi? „Að sjálfsögðu lítum við þetta grafalvarlegum augum. Eins og forsætisráðherra Danmerkur segir sjálf: ,Þetta er grafalvarlegt mál'. Drónar fóru líka inn við Gardemoen í Noregi í gærkvöldi. Við vitum svosem ekki hvaðan þeir koma en auðvitað grunar mann ýmislegt, við erum að sjá að Rússar hafa verið að fara inn með dróna í Pólland og fleiri lönd,“ segir Inga. „Þetta er farið að færast nær okkur ansi mikið þannig við verðum einfaldlega að átta okkur á því að það er gjörbreytt landslag hvað lýtur að heimsmálunum og stöðu samfélaganna núna eins og staðan er.“ Eru einhver viðbrögð eða eitthvað sem þarf að gera hér á landi ef til svona árásar gæti komið? „Ég treysti utanríkisráðherranum okkar algjörlega í þeim efnum, hún er með þessi mál á sínum höndum og við styðjum hana. Það er hér verið að efla öryggisvarnir landsins eins og kostur er með tilliti til þess að við erum herlaus þjóð. Við erum í NATO og við treystum á þau bönd, við erum að styrkja samskipti okkar bæði hvað lýtur að Evrópu og vinum okkar í Bandaríkjunum,“ segir Inga. Finnst þér þetta þýða að við þurfum að herða og efla varnir okkar? „Við þurfum allavega að vera mjög vel á verði gagnvart þeirri þróun sem er að eiga sér stað núna í Evrópu,“ segir Inga. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rússland Danmörk Noregur Fréttir af flugi Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem er einnig starfandi forsætisráðherra í fjarveru Kristrúnar Frostadóttur, eftir ríkisstjórnarfund. Einhver viðbrögð við þessum drónum í Danmörku sem stöðvuðu flug um Kastrup í gærkvöldi? „Að sjálfsögðu lítum við þetta grafalvarlegum augum. Eins og forsætisráðherra Danmerkur segir sjálf: ,Þetta er grafalvarlegt mál'. Drónar fóru líka inn við Gardemoen í Noregi í gærkvöldi. Við vitum svosem ekki hvaðan þeir koma en auðvitað grunar mann ýmislegt, við erum að sjá að Rússar hafa verið að fara inn með dróna í Pólland og fleiri lönd,“ segir Inga. „Þetta er farið að færast nær okkur ansi mikið þannig við verðum einfaldlega að átta okkur á því að það er gjörbreytt landslag hvað lýtur að heimsmálunum og stöðu samfélaganna núna eins og staðan er.“ Eru einhver viðbrögð eða eitthvað sem þarf að gera hér á landi ef til svona árásar gæti komið? „Ég treysti utanríkisráðherranum okkar algjörlega í þeim efnum, hún er með þessi mál á sínum höndum og við styðjum hana. Það er hér verið að efla öryggisvarnir landsins eins og kostur er með tilliti til þess að við erum herlaus þjóð. Við erum í NATO og við treystum á þau bönd, við erum að styrkja samskipti okkar bæði hvað lýtur að Evrópu og vinum okkar í Bandaríkjunum,“ segir Inga. Finnst þér þetta þýða að við þurfum að herða og efla varnir okkar? „Við þurfum allavega að vera mjög vel á verði gagnvart þeirri þróun sem er að eiga sér stað núna í Evrópu,“ segir Inga.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rússland Danmörk Noregur Fréttir af flugi Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23. september 2025 07:34