Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2025 08:32 Lionel Messi og félagar í Argentínu eru ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á 32 liða HM í Katar 2022. Getty/David Ramos Gianni Infantino, forseti FIFA, fundaði í Trump-turninum í New York í gær með forkólfum úr suðurameríska knattspyrnusambandinu, CONMEBOL, um þá hugmynd að á HM karla árið 2030 muni hvorki fleiri né færri en 64 lið taka þátt. Aðildarsambönd FIFA eru 211 talsins svo að ef 64 lið yrðu með á HM myndi það þýða að tæplega þriðjungur landsliða heimsins yrði á mótinu. HM í Katar 2022 var síðasta 32 liða mótið og verða 48 lið með á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Það jók lítillega möguleika Íslands á að komast á HM þar sem Evrópa á 16 örugg sæti í stað 13 áður. Hugmynd Alejandro Domínguez, forseta CONMEBOL, og félaga hans er svo að fjölga liðum og stækka mótið enn frekar, með 64 liða HM árið 2030. Hugmyndin var fyrst kynnt í mars en í gær fundaði Infantino með Dominguez, formönnum argentínska og úrúgvæska knattspyrnusambandsins, sem og forseta Paragvæ, Santiago Pena, og forseta Úrúgvæ, Yamandú Orsi. Þeir ræddu hugmyndina frekar en þetta var í fyrsta sinn sem að forkólfar CONMEBOL gátu kynnt málið sjálfir fyrir Infantino. „Við trúum á sögulegt HM 2030!“ sagði Domínguez á samfélagsmiðlum eftir fundinn. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur sagt 64 liða HM vera slæma hugmynd. Gagnrýnendur hugmyndarinnar benda á að með slíkri stækkun minnki gæði mótsins auk þess sem vægi undankeppna minnki. Heimsmeistaramótið 2030 verður haldið í sex löndum, í þremur heimsálfum. Mótið fer fram hundrað árum eftir fyrsta HM sem fram fór í Úrúgvæ og áætlað er að einn leikur verði spilaður þar. Paragvæ, Argentína, Spánn, Portúgal og Marokkó verða einnig gestgjafar. HM 2030 í fótbolta Fótbolti FIFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Aðildarsambönd FIFA eru 211 talsins svo að ef 64 lið yrðu með á HM myndi það þýða að tæplega þriðjungur landsliða heimsins yrði á mótinu. HM í Katar 2022 var síðasta 32 liða mótið og verða 48 lið með á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Það jók lítillega möguleika Íslands á að komast á HM þar sem Evrópa á 16 örugg sæti í stað 13 áður. Hugmynd Alejandro Domínguez, forseta CONMEBOL, og félaga hans er svo að fjölga liðum og stækka mótið enn frekar, með 64 liða HM árið 2030. Hugmyndin var fyrst kynnt í mars en í gær fundaði Infantino með Dominguez, formönnum argentínska og úrúgvæska knattspyrnusambandsins, sem og forseta Paragvæ, Santiago Pena, og forseta Úrúgvæ, Yamandú Orsi. Þeir ræddu hugmyndina frekar en þetta var í fyrsta sinn sem að forkólfar CONMEBOL gátu kynnt málið sjálfir fyrir Infantino. „Við trúum á sögulegt HM 2030!“ sagði Domínguez á samfélagsmiðlum eftir fundinn. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur sagt 64 liða HM vera slæma hugmynd. Gagnrýnendur hugmyndarinnar benda á að með slíkri stækkun minnki gæði mótsins auk þess sem vægi undankeppna minnki. Heimsmeistaramótið 2030 verður haldið í sex löndum, í þremur heimsálfum. Mótið fer fram hundrað árum eftir fyrsta HM sem fram fór í Úrúgvæ og áætlað er að einn leikur verði spilaður þar. Paragvæ, Argentína, Spánn, Portúgal og Marokkó verða einnig gestgjafar.
HM 2030 í fótbolta Fótbolti FIFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira