Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2025 21:11 Gunnar Þórðarson, tæknimaður flugprófana, við flugvél Isavia lengst norðan heimskautsbaugs á Grænlandi. Egill Aðalsteinsson Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. Flugprófanavél Isavia ANS sinnir ekki aðeins íslenskum flugvöllum. Í fréttum Sýnar sjáum við áhöfn hennar að störfum á Grænlandi, meðal annars taka á loft frá flugvellinum í Qaarsut, sem er á heimskautasvæðum Grænlands á 71. breiddargráðu. „Við förum nú lengra. Við förum alveg upp á 77. breiddargráðu, til Qaanaaq. Við prófum alla flugvelli hérna á Grænlandi og þeir eru tólf talsins. Er að fjölga,“ segir Gunnar Þórðarson, tæknimaður flugprófana hjá Isavia. Í flugturninum í Qaarsut. Christa Hansen flugradíómaður, sitjandi, ræðir við Isavia-mennina Trausta Magnússon, Þórð Pálsson og Gunnar Þórðarson.Egill Aðalsteinsson Um borð situr Gunnar við tölvu sem les úr merkjum frá nærri fjörutíu loftnetum vélarinnar. Frammí sitja flugstjórarnir Þórður Pálsson og Trausti Magnússon en fjöllin á Grænlandi gera flugið krefjandi. „Við erum oft nálægt fjöllum og hindrunum, sem gerir þetta svolítið spennandi en um leið skemmtilegt. En við gerum þetta ekki nema í góðum skilyrðum. Við erum svona góðviðrisflugmenn. Ég segi oft að við séum góðviðrisflugmenn þegar við erum í flugprófunum,“ segir Þórður, sem jafnframt er flugumferðarstjóri hjá Isavia. Þórður Pálsson, flugstjóri og flugumferðarstjóri hjá Isavia, á flugvellinum í Narsarsuaq.Egill Aðalsteinsson Trausti flaug áður stórum breiðþotum og oftast á sjálfstýringu en hér þurfa flugmennirnir að handfljúga. „Þetta er bara allt annar heimur. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Mjög skemmtilegt. Ég er alveg eins og krakki í dótabúð hérna,“ segir Trausti. Verkefnið er unnið í samstarfi við grænlenska tæknimenn á jörðu og snýst um að tryggja að flugleiðsögutæki sendi flugmönnum örugg og nákvæm merki, eins og í aðflugi og lendingu. Trausti Magnússon, flugstjóri hjá Isavia.Egill Aðalsteinsson „Þeir treysta því að það leiði þá alveg inn á miðja braut og alveg í réttum aðflugshalla. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir vélarnar að geta lent í hvaða veðri sem er,“ segir Gunnar. Á sama tíma og breiðþota Air Greenland lenti á nýja vellinum í Nuuk voru Isavia-menn einmitt í flugmælingum. Í frétt Sýnar má sjá þá koma í lágflugi yfir flugbrautina og renna sér yfir í aðeins um fimmtán metra hæð. Með því mæla þeir hvort miðlínugeisli flugbrautarinnar sé rétt stilltur. Geislinn hjálpar flugmönnum í blindflugi að hitta á miðja flugbrautina. „Þeir þurfa að hitta,“ leggur Þórður áherslu á. Venjulega fara þeir þrisvar á ári til Grænlands en núna bætast við aukaúttektir vegna þriggja nýrra flugvalla; í Nuuk, Ilulissat og Qaqortoq. „Það er aldrei neinn afsláttur gefinn. Hvort sem þetta sé Nuuk eða Ilulissat eða Sisimiut eða hvert sem við erum að fara,“ segir Gunnar. Beechcraft King Air-flugvél Isavia er sérútbúin til prófana á flugleiðsögutækjum. Hér er hún á flugvellinum í Qaarsut. Flugvélin er árgerð 1985, er því fertug í ár, og með elstu flugvélum í þjónustu landsmanna.Egill Aðalsteinsson Allir fengu þremenningarnir sérþjálfun erlendis. „Þetta er nú líklega það starf í heiminum sem hvað fæstir vinna við. Það eru örfáir aðilar hérna á bara öllum Norðurlöndunum sem sinna þessu starfi.“ Aðflugshallarljós Narsarsuaq-flugvallar prófuð. Þetta er syðsti flugvöllur Grænlands, á 61. breiddargráðu.Egill Aðalsteinsson Þessvegna eru þeir eftirsóttir. „Þannig að við tökum út alla flugvelli á Grænlandi og í Færeyjum og erum líka af og til í Noregi,“ segir Gunnar. Fréttir af flugi Grænland Flugþjóðin Tengdar fréttir Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Íslendingar eiga enn eftir að uppgötva Grænland sem ferðamannaland en yfirgnæfandi meirihluti farþega Icelandair þangað eru útlendingar. 11. september 2025 21:41 Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands. 9. júní 2025 08:51 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Flugprófanavél Isavia ANS sinnir ekki aðeins íslenskum flugvöllum. Í fréttum Sýnar sjáum við áhöfn hennar að störfum á Grænlandi, meðal annars taka á loft frá flugvellinum í Qaarsut, sem er á heimskautasvæðum Grænlands á 71. breiddargráðu. „Við förum nú lengra. Við förum alveg upp á 77. breiddargráðu, til Qaanaaq. Við prófum alla flugvelli hérna á Grænlandi og þeir eru tólf talsins. Er að fjölga,“ segir Gunnar Þórðarson, tæknimaður flugprófana hjá Isavia. Í flugturninum í Qaarsut. Christa Hansen flugradíómaður, sitjandi, ræðir við Isavia-mennina Trausta Magnússon, Þórð Pálsson og Gunnar Þórðarson.Egill Aðalsteinsson Um borð situr Gunnar við tölvu sem les úr merkjum frá nærri fjörutíu loftnetum vélarinnar. Frammí sitja flugstjórarnir Þórður Pálsson og Trausti Magnússon en fjöllin á Grænlandi gera flugið krefjandi. „Við erum oft nálægt fjöllum og hindrunum, sem gerir þetta svolítið spennandi en um leið skemmtilegt. En við gerum þetta ekki nema í góðum skilyrðum. Við erum svona góðviðrisflugmenn. Ég segi oft að við séum góðviðrisflugmenn þegar við erum í flugprófunum,“ segir Þórður, sem jafnframt er flugumferðarstjóri hjá Isavia. Þórður Pálsson, flugstjóri og flugumferðarstjóri hjá Isavia, á flugvellinum í Narsarsuaq.Egill Aðalsteinsson Trausti flaug áður stórum breiðþotum og oftast á sjálfstýringu en hér þurfa flugmennirnir að handfljúga. „Þetta er bara allt annar heimur. Það er ekki hægt að bera þetta saman. Mjög skemmtilegt. Ég er alveg eins og krakki í dótabúð hérna,“ segir Trausti. Verkefnið er unnið í samstarfi við grænlenska tæknimenn á jörðu og snýst um að tryggja að flugleiðsögutæki sendi flugmönnum örugg og nákvæm merki, eins og í aðflugi og lendingu. Trausti Magnússon, flugstjóri hjá Isavia.Egill Aðalsteinsson „Þeir treysta því að það leiði þá alveg inn á miðja braut og alveg í réttum aðflugshalla. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir vélarnar að geta lent í hvaða veðri sem er,“ segir Gunnar. Á sama tíma og breiðþota Air Greenland lenti á nýja vellinum í Nuuk voru Isavia-menn einmitt í flugmælingum. Í frétt Sýnar má sjá þá koma í lágflugi yfir flugbrautina og renna sér yfir í aðeins um fimmtán metra hæð. Með því mæla þeir hvort miðlínugeisli flugbrautarinnar sé rétt stilltur. Geislinn hjálpar flugmönnum í blindflugi að hitta á miðja flugbrautina. „Þeir þurfa að hitta,“ leggur Þórður áherslu á. Venjulega fara þeir þrisvar á ári til Grænlands en núna bætast við aukaúttektir vegna þriggja nýrra flugvalla; í Nuuk, Ilulissat og Qaqortoq. „Það er aldrei neinn afsláttur gefinn. Hvort sem þetta sé Nuuk eða Ilulissat eða Sisimiut eða hvert sem við erum að fara,“ segir Gunnar. Beechcraft King Air-flugvél Isavia er sérútbúin til prófana á flugleiðsögutækjum. Hér er hún á flugvellinum í Qaarsut. Flugvélin er árgerð 1985, er því fertug í ár, og með elstu flugvélum í þjónustu landsmanna.Egill Aðalsteinsson Allir fengu þremenningarnir sérþjálfun erlendis. „Þetta er nú líklega það starf í heiminum sem hvað fæstir vinna við. Það eru örfáir aðilar hérna á bara öllum Norðurlöndunum sem sinna þessu starfi.“ Aðflugshallarljós Narsarsuaq-flugvallar prófuð. Þetta er syðsti flugvöllur Grænlands, á 61. breiddargráðu.Egill Aðalsteinsson Þessvegna eru þeir eftirsóttir. „Þannig að við tökum út alla flugvelli á Grænlandi og í Færeyjum og erum líka af og til í Noregi,“ segir Gunnar.
Fréttir af flugi Grænland Flugþjóðin Tengdar fréttir Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Íslendingar eiga enn eftir að uppgötva Grænland sem ferðamannaland en yfirgnæfandi meirihluti farþega Icelandair þangað eru útlendingar. 11. september 2025 21:41 Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands. 9. júní 2025 08:51 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40
Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Íslendingar eiga enn eftir að uppgötva Grænland sem ferðamannaland en yfirgnæfandi meirihluti farþega Icelandair þangað eru útlendingar. 11. september 2025 21:41
Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands. 9. júní 2025 08:51
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem lengi þjónaði sem helsta tenging milli Grænlands og Íslands, heyrir brátt sögunni til. Íslendingur sem starfar við flugvöllinn býst við að þorpið við völlinn muni að mestu leggjast í eyði. 4. janúar 2025 22:11