Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. september 2025 09:32 Meðal þess sem fram kom í ræðu Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, á landsþingi Viðreisnar um helgina, þar sem hann var heiðursgestur, var að Evrópusambandið þyrfti að verða að heimsveldi (e. empire). „Ég kalla það heimsveldi hinna góðu,“ sagði hann en til þessa hefur hann einkum verið þekktur fyrir áherzlu sína á að sambandið yrði að sambandsriki. Var ræðunni fagnað með dynjandi lófataki standandi landsþingsfulltrúa Viðreisnar. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði sambandsríki og hefur sambandið síðan jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Hefur verið leitun að forystumönnum innan Evrópusambandsins sem ekki hafa stutt þetta lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan þess þó fáir hafi gengið eins afdráttarlaust fram í þeim efnum og Verhofstadt. Nú hefur hann hins vegar ljóslega uppfært sambandsríkið í heimsveldi. Varðandi European Movement International, sem Verhofstadt fer fyrir, hafa samtökin haft það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki. Verhofstadt situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt var gestur landsþings Viðreisnar sem forseti European Movement International og kynntur sem slíkur. „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skortir viðeigandi valdheimildir í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Verhofstadt, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Hefur áherzlan á sambandsríki verið hans ær og kýr árum saman. Spurð af fjölmiðlum út í áralanga áherzlu Verhofstadts á evrópskt sambandsríki sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, að aðeins væri um að ræða hans persónulegu skoðanir. Hún var hins vegar ekki spurð út í áherzlu European Movement International á málið í ljósi þess að Verhofstadt var boðið á landsþingið sem fulltrúi þeirra. Þá hefði ekki verið úr vegi að spyrja Þorgerði út í tal hans um stofnun evrópsks heimsveldis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Sjá meira
Meðal þess sem fram kom í ræðu Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, á landsþingi Viðreisnar um helgina, þar sem hann var heiðursgestur, var að Evrópusambandið þyrfti að verða að heimsveldi (e. empire). „Ég kalla það heimsveldi hinna góðu,“ sagði hann en til þessa hefur hann einkum verið þekktur fyrir áherzlu sína á að sambandið yrði að sambandsriki. Var ræðunni fagnað með dynjandi lófataki standandi landsþingsfulltrúa Viðreisnar. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði sambandsríki og hefur sambandið síðan jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis. Hefur verið leitun að forystumönnum innan Evrópusambandsins sem ekki hafa stutt þetta lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan þess þó fáir hafi gengið eins afdráttarlaust fram í þeim efnum og Verhofstadt. Nú hefur hann hins vegar ljóslega uppfært sambandsríkið í heimsveldi. Varðandi European Movement International, sem Verhofstadt fer fyrir, hafa samtökin haft það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki. Verhofstadt situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt var gestur landsþings Viðreisnar sem forseti European Movement International og kynntur sem slíkur. „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skortir viðeigandi valdheimildir í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Verhofstadt, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Hefur áherzlan á sambandsríki verið hans ær og kýr árum saman. Spurð af fjölmiðlum út í áralanga áherzlu Verhofstadts á evrópskt sambandsríki sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, að aðeins væri um að ræða hans persónulegu skoðanir. Hún var hins vegar ekki spurð út í áherzlu European Movement International á málið í ljósi þess að Verhofstadt var boðið á landsþingið sem fulltrúi þeirra. Þá hefði ekki verið úr vegi að spyrja Þorgerði út í tal hans um stofnun evrópsks heimsveldis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun