Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2025 08:27 Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi Trump og gekk afturábak upp rúllustigann á undan forsetahjónunum, hafi virkjað neyðarstopp. Getty/Alexi J. Rosenfeld Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið fram á rannsókn á „þríþættu skemmdarverki“ sem hann segist hafa orðið fyrir í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Forsetinn fjallar um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social og vísar þar til þess þegar rúllustigi hætti að virka þegar hann og eigikona hans Melania stigu á hann, að textaskjárinn hans bilaði þegar hann hélt ræðu sína á þinginu og að hljóð hafi ekki heyrst almennilega í salnum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi forsetahjónunum hafi óvart virkjað neyðarstopp þegar hann fór afturábak upp rúllustigann og bent á að textaskjárinn hafi tilheyrt bandarísku sendinefndinni og verið stjórnað af starfsmönnum Hvíta hússins. Trump sagðist hins vegar hyggjast senda erindi á António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og krefjast rannsóknar. „Þetta var ekki tilviljun, þetta var þríþætt skemmdarverk hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir ættu að skammast sín,“ sagði hann í færslu sinni á Truth Social. Þá kallar hann eftir handtöku þeirra sem áttu við rúllustigann og vísar til umfjöllunar Times, sem sagði starfsmenn SÞ hafa gantast með það að slökkva á rúllustigunum. Mike Waltz, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur tekið undir kröfu forstans og segir uppákomurnar algjörlega óásættanlegar. Bandaríkin muni ekki líða að grafið sé undan öryggi eða virðingu þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Varðandi kvartanir Bandaríkjamanna um hljóðið í salnum, hafa talsmenn Sameinuðu þjóðanna bent á að kerfið sé hannað með það í huga að fulltrúar geti hlýtt á ræður og þýðingar í heyrnatólum. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Tengdar fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Forsetinn fjallar um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social og vísar þar til þess þegar rúllustigi hætti að virka þegar hann og eigikona hans Melania stigu á hann, að textaskjárinn hans bilaði þegar hann hélt ræðu sína á þinginu og að hljóð hafi ekki heyrst almennilega í salnum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi forsetahjónunum hafi óvart virkjað neyðarstopp þegar hann fór afturábak upp rúllustigann og bent á að textaskjárinn hafi tilheyrt bandarísku sendinefndinni og verið stjórnað af starfsmönnum Hvíta hússins. Trump sagðist hins vegar hyggjast senda erindi á António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og krefjast rannsóknar. „Þetta var ekki tilviljun, þetta var þríþætt skemmdarverk hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir ættu að skammast sín,“ sagði hann í færslu sinni á Truth Social. Þá kallar hann eftir handtöku þeirra sem áttu við rúllustigann og vísar til umfjöllunar Times, sem sagði starfsmenn SÞ hafa gantast með það að slökkva á rúllustigunum. Mike Waltz, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur tekið undir kröfu forstans og segir uppákomurnar algjörlega óásættanlegar. Bandaríkin muni ekki líða að grafið sé undan öryggi eða virðingu þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Varðandi kvartanir Bandaríkjamanna um hljóðið í salnum, hafa talsmenn Sameinuðu þjóðanna bent á að kerfið sé hannað með það í huga að fulltrúar geti hlýtt á ræður og þýðingar í heyrnatólum.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Tengdar fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31