Keppast við að ákæra Comey Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 09:50 James Comey, bar vitni fyrir þingi gegnum fjarfundarbúnað frá heimili sínu í Virginíu, þann 30. september 2020. Til stendur að reyna að ákæra hann vegna þess vitnisburðar á þeim grunni að hann hafi sagt ósatt. Um hvað liggur ekki fyrir. AP/Stefani Reynolds Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. Trump rak í síðustu viku alríkissaksóknara Austur-Virginíu, eftir að sá sagði ekki tilefni til að ákæra Comey. Í staðinn skipaði Trump Lindsey Halligan, fyrrverandi einkalögmann hans, í embættið en hún hefur enga reynslu af saksóknarastörfum. Fjölmiðlar vestanhafs segja hana leggja mikið kapp á að ákæra Comey eftir að Trump hefur krafist þess að Comey og aðrir pólitískir andstæðingar hans verði rannsakaðir. Samkvæmt frétt New York Times eru saksóknarar sérstaklega að reyna að ákæra Comey fyrir að ljúga að þingmönnum í tengslum við rannsókn FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort framboð Trumps hafi starfað með þeim. Trump hefur ávallt haldið því fram að um pólitískar nornaveiðar hafi verið að ræða. Heimildarmenn NYT segja að Comey gæti verið ákærður í dag en það muni í síðasta lagi á þriðjudaginn í næstu viku. Þá fyrnist hinn meinti glæpur Comey þar sem fimm ár verða liðin frá þingfundinum þar sem hann ræddi „Crossfire hurricane“, eins og rannsóknin var kölluð. Hefur lengi verið illa við Comey Trump hefur lengi haft horn í síðu Comeys og hann hefur um árabil verið fyrirlitinn af Trump-liðum. Forsetinn rak Comey árið 2017, þegar FBI var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meinta aðkomu framboðs Trupms af þeim afskiptum. Trump var einnig reiður út í Comey fyrir að rannsaka ekki Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans árið 2016, fyrir hina ýmsu glæpi sem Trump hefur sakað hana um og þá sérstaklega notkun hennar á einkavefþjóni fyrir opinbera tölvupósta. Trump hefur eins og frægt er lengi haldið því fram að hún hefði átt að fara í fangelsi vegna þessa. Fyrr á þessu ári var Comey sakaður um að kalla eftir því að Trump yrði myrtur, vegna myndar sem hann birti af skeljum á ströndinni. Þá var málið til rannsóknar hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna og lífvörðum forsetans. Myndin sýndi skeljar sem búið var að raða upp í sandi svo þær mynduðu „86 47“. Með henni skrifaði Comey: „Flottar skeljar í göngutúrnum mínum.“. Þessa mynd hafa stuðningsmenn Trumps túlkað sem ákall eftir ofbeldi gegn forsetanum. Donald Trump er 45. og 47. forseti Bandaríkjanna, en talan 86 hefur af stuðningsmönnum Trumps verið túlkuð sem ákall eftir því að hann verði myrtur. Þá var dóttir Comey rekin úr starfi sínu sem saksóknari hjá dómsmálaráðuneytinu í sumar og höfðaði hún í kjölfarið mál gegn ráðuneytinu. Hún segist engar útskýringar hafa fengið vegna brottrekstursins og segir að hún hafi eingöngu verið rekin fyrir að vera dóttir föður síns. Þurfa fyrst að fara gegnum ákærudómstól Enn er óljóst hvort ákærur verða lagðar fram gegn Comey en slíkt ferli þyrfti að fara fyrir svokallaðan ákærudómstól. Það er sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Erik S. Siebert, forveri Halligan í embætti saksóknara, hafði ákveðið að ákæra ekki Comey. Sú ákvörðun var tekin á þeim grundvelli að sannanir skorti fyrir því að Comey hefði logið að þingmönnum og ólíklegt þætti að ákærudómstóll myndi leggja til ákærur. Það var Trump verulega ósáttur við og rak hann Siebert og skipaði Halligan í embættið í staðinn. Hann birti einnig færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann skaut á Pam Bondi, dómsmálaráðherra, og krafðist þess að hún myndi ákæra Comey auk þeirra Letitu James, ríkissaksóknara New York, og Adam Schiff, öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins. Frá því hann tók aftur við embætti forseta hefur Trump og Hvíta húsið beitt dómsmálaráðuneytið miklum þrýstingi og krafist aðgerða í ýmsum málum sem eru Trump hugfangin. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sakamálarannsóknin sneri að Trump sjálfum Sérstakur rannsakandi sem William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, rannsakaði Trump sjálfan um tíma. 27. janúar 2023 12:25 Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. 20. janúar 2023 07:35 Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Trump rak í síðustu viku alríkissaksóknara Austur-Virginíu, eftir að sá sagði ekki tilefni til að ákæra Comey. Í staðinn skipaði Trump Lindsey Halligan, fyrrverandi einkalögmann hans, í embættið en hún hefur enga reynslu af saksóknarastörfum. Fjölmiðlar vestanhafs segja hana leggja mikið kapp á að ákæra Comey eftir að Trump hefur krafist þess að Comey og aðrir pólitískir andstæðingar hans verði rannsakaðir. Samkvæmt frétt New York Times eru saksóknarar sérstaklega að reyna að ákæra Comey fyrir að ljúga að þingmönnum í tengslum við rannsókn FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort framboð Trumps hafi starfað með þeim. Trump hefur ávallt haldið því fram að um pólitískar nornaveiðar hafi verið að ræða. Heimildarmenn NYT segja að Comey gæti verið ákærður í dag en það muni í síðasta lagi á þriðjudaginn í næstu viku. Þá fyrnist hinn meinti glæpur Comey þar sem fimm ár verða liðin frá þingfundinum þar sem hann ræddi „Crossfire hurricane“, eins og rannsóknin var kölluð. Hefur lengi verið illa við Comey Trump hefur lengi haft horn í síðu Comeys og hann hefur um árabil verið fyrirlitinn af Trump-liðum. Forsetinn rak Comey árið 2017, þegar FBI var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meinta aðkomu framboðs Trupms af þeim afskiptum. Trump var einnig reiður út í Comey fyrir að rannsaka ekki Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans árið 2016, fyrir hina ýmsu glæpi sem Trump hefur sakað hana um og þá sérstaklega notkun hennar á einkavefþjóni fyrir opinbera tölvupósta. Trump hefur eins og frægt er lengi haldið því fram að hún hefði átt að fara í fangelsi vegna þessa. Fyrr á þessu ári var Comey sakaður um að kalla eftir því að Trump yrði myrtur, vegna myndar sem hann birti af skeljum á ströndinni. Þá var málið til rannsóknar hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna og lífvörðum forsetans. Myndin sýndi skeljar sem búið var að raða upp í sandi svo þær mynduðu „86 47“. Með henni skrifaði Comey: „Flottar skeljar í göngutúrnum mínum.“. Þessa mynd hafa stuðningsmenn Trumps túlkað sem ákall eftir ofbeldi gegn forsetanum. Donald Trump er 45. og 47. forseti Bandaríkjanna, en talan 86 hefur af stuðningsmönnum Trumps verið túlkuð sem ákall eftir því að hann verði myrtur. Þá var dóttir Comey rekin úr starfi sínu sem saksóknari hjá dómsmálaráðuneytinu í sumar og höfðaði hún í kjölfarið mál gegn ráðuneytinu. Hún segist engar útskýringar hafa fengið vegna brottrekstursins og segir að hún hafi eingöngu verið rekin fyrir að vera dóttir föður síns. Þurfa fyrst að fara gegnum ákærudómstól Enn er óljóst hvort ákærur verða lagðar fram gegn Comey en slíkt ferli þyrfti að fara fyrir svokallaðan ákærudómstól. Það er sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Erik S. Siebert, forveri Halligan í embætti saksóknara, hafði ákveðið að ákæra ekki Comey. Sú ákvörðun var tekin á þeim grundvelli að sannanir skorti fyrir því að Comey hefði logið að þingmönnum og ólíklegt þætti að ákærudómstóll myndi leggja til ákærur. Það var Trump verulega ósáttur við og rak hann Siebert og skipaði Halligan í embættið í staðinn. Hann birti einnig færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann skaut á Pam Bondi, dómsmálaráðherra, og krafðist þess að hún myndi ákæra Comey auk þeirra Letitu James, ríkissaksóknara New York, og Adam Schiff, öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins. Frá því hann tók aftur við embætti forseta hefur Trump og Hvíta húsið beitt dómsmálaráðuneytið miklum þrýstingi og krafist aðgerða í ýmsum málum sem eru Trump hugfangin.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sakamálarannsóknin sneri að Trump sjálfum Sérstakur rannsakandi sem William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, rannsakaði Trump sjálfan um tíma. 27. janúar 2023 12:25 Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. 20. janúar 2023 07:35 Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Sakamálarannsóknin sneri að Trump sjálfum Sérstakur rannsakandi sem William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu, rannsakaði Trump sjálfan um tíma. 27. janúar 2023 12:25
Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. 20. janúar 2023 07:35
Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29
Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55
Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00