Lífið

Hollywood-stjarna slær sér upp með prins

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Madelyn Cline og Constantine-Alexios sáust saman á bar í New York.
Madelyn Cline og Constantine-Alexios sáust saman á bar í New York. Samsett/Getty

Outer Banks-stjarnan Madelyn Cline sást úti á lífinu með Constantine-Alexios, grískum prins og telja erlendir miðlar að þau séu að slá sér upp saman.

Á myndum sem slúðurmiðilinn DeuxMoi birti sjást Madelyn og Constantine-Alexios saman á bar í New York-borg í Bandaríkjunum. Þá birti prinsinn ljósmynd af bakinu á ljóshæðri stúlku á Instagram sem talin er vera Cline.

Cline er helst þekkt fyrir leik sinn í þáttunum Outer Banks sem sýndir voru á Netflix. Þá hefur hún einnig túlkað hlutverk í kvikmyndinni Glass Onion og The Map That Leads To You.

Constantine-Alexios er barnabarn Constantine annars og Anne-Marie sem voru síðustu konungshjón Grikklands. Hann er titlaður bæði sem prins af Grikklandi og Danmerku þar sem afi hans var konungur Grikklands en amma var dönsk prinsessa. Gríska konungsfjölskyldan er ekki lengur í valdastól þar og ólst prinsinn upp í Bretlandi og stundaði nám í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.