Viðskipti innlent

Kostaði tvo milljarða að selja Ís­lands­banka

Atli Ísleifsson skrifar
Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink

Kostnaður ríkisins við þriðja útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka nam rétt rúmum tveimur milljörðum króna. Það nemur 2,22 prósent af heildarsöluandvirðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Kostnaður ríkisins vegna söluferlisins skiptist í þrennt: umsjónarþóknun, söluþóknun og annan kostnað.

Um útboðið segir að það hafi farið fram í maí síðastliðnum þar sem eftirstandandi 45,2 prósenta eignarhlutur ríkisins hafi verið seldur. Útboðið hafi verið haldið í samræmi við lög þar um með það að markmiði að tryggja gagnsæi, hagkvæmni, hlutlægni og jafnræði í útboðsferlinu.

Í tilkynningunni segir að í anda jafnræðis og hlutlægni hafi verið ákveðið að byggja söluþóknun á innsendum tilboðum frekar en seldum hlutabréfum, að teknu tilliti til markaðsþreifinga. Skiptingin var eftirfarandi:

ABN Amro

6.517 þ.kr.
Arctic Securities 32.868 þ.kr.
Arctica Finance 63.621 þ.kr.
Arion banki 102.981 þ.kr.
Barclays 87.370 þ.kr.
Citi 97.555 þ.kr.
JP Morgan 15.992 þ.kr.
Kvika banki 182.079 þ.kr.
Landsbankinn 82.540 þ.kr.
UBS Europe SE 7.797 þ.kr.

Undir annan kostnað fellur svo lögfræðikostnaður, kostnaður við endurskoðendur, fjármálaráðgjöf, ráðgjöf vegna kynningar á útboði, almennur kostnaður við útboðið og útlagður kostnaður söluaðila.

Í ráðningarsamningi við söluaðila var kveðið á um að söluaðilar gætu fengið útlagaðan kostnað greiddann af seljanda. Stærsti liðurinn í útlögðum kostnaði söluaðila snýr að sérhæfðum hugbúnaði fyrir útboð. Kvika lagði út fyrir ýmsum kostnaði sem viðkemur skráningu í kauphöll.

ABN Amro útl. kostn. 1.854 þ.kr.
Arctic Securities útl. kostn. 1.508 þ.kr.
Citi útl. kostn. 2.215 þ.kr.
JP Morgan útl.kostn 2.812 þ.kr.
Kvika útl. kostn. 25.851 þ.kr.

BBA Fjeldco og Milbank þjónustuðu seljanda. Logos og White&Case þjónustuðu umsjónaraðila. Lögfræðikostnaður var eftirfarandi:

LOGOS slf. 31.416 þ.kr.
Milbank 124.584 þ.kr.
White&Case 101.959 þ.kr.
BBA Fjeldco ehf. 74.379 þ.kr.

Aton veitti seljanda þjónustu vegna kynningarmála. Ratsjá var milliliður á milli auglýsenda og seljanda.

Aton ehf. 30.713 þ.kr.
Ratsjá ehf. 13.174 þ.kr.

Landsbankinn var fjármálaráðgjafi seljanda.

Landsbankinn hf. ráðgj. 120.280 þ.kr.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans las yfir útboðsskjöl og Íslandsbanki og seljandi skiptu með sér endurskoðunar-, og lögfræðikostnað sem féll til vegna útboðslýsingar.

Seðlabanki Íslands 3.863 þ.kr.
Íslandsbanki hf. 120.815 þ.kr.



Hófst haustið 2024

Um útboðið segir að hafa verði í huga að söluferlið hafi hafist haustið 2024 en var svo aflýst með stuttum fyrirvara. Um það bil helmingur þess sem fellur undir annan kostnað sé tilkomið vegna undirbúnings og aflýsingar það ár.

„Hér fylgir samantekt yfir allar þrjár sölurnar sem ríkið hefur staðið fyrir á hlut sínum í Íslandsbanka. Fyrri tvær sölurnar voru framkvæmdar af Bankasýslu ríkisins (BR) en síðasta salan af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ef kostnaður sem greiddur var vegna hins aflýsta útboðs árið 2024 er dreginn frá lækkar hlutfall kostnaðar við útboðið 2025 í 1,9%.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×