Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 11:50 Þingstörf vesthanhafs virðast í algjörum lamasessi og fátt getur komið í veg fyrir stöðvun reksturs alríkisins í næstu viku. AP/J. Scott Applewhite Fjárlagaskrifstofa Hvíta hússins hefur sent forsvarsmönnum alríkisstofnana vestanhafs skilaboð um að undirbúa umfangsmiklar uppsagnir, verði rekstur alríkisins stöðvaður í næstu viku. Uppsagnirnar yrðu mun umfangsmeiri en sést hafa í sambærilegum stöðvunum áður, en yfirleitt hefur fólk verið sent í leyfi í stað þess að vera sagt upp. Í minnisblaði sem sent var út í gær segir að það að finna eigi kerfi, verkefni og starfsemi sem missa fjármagn um mánaðamótin og undirbúa uppsagnir sem tengjast þeim. Þannig eigi að slíta störfum sem séu ekki í takt við áherslur Donalds Trump, forseta. Minnisblaðið segir einnig til um að þegar stöðvuninni lýkur eigi áætlanir yfirmanna umræddra stofnana varðandi ráðningar að taka mið af mögulegum lágmarksfjölda starfsmanna sem þarf. Russ Vought, yfirmaður fjárlagaskrifstofunnar (OMB) og einn af höfundum Project 2025, er samkvæmt frétt Politico að nota hótun um að segja upp fjölda opinberra starfsmanna til að þrýsta á leiðtoga Demókrataflokksins í þeirri von að þeir lúffi og samþykki bráðabirgðafjárlagafrumvarp sem Repúblikanar hafa lagt fyrir þingið. Russ Vought, yfirmaður Fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins.EPA/JIM LO SCALZO Stöðvun rekstursins talin óhjákvæmileg Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að fátt muni koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna í næstu viku, vegna deilna Repúblikana og Demókrata. Demókratar hafa þó nokkrar kröfur til Repúblikana, sem munu þurfa á atkvæðum Demókrata að halda til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Repúblikanar hafa engan áhuga á að verða við nokkrum af þessum kröfum Demókrata. Undanfarna daga hafa Repúblikanar og Demókratar keppst við að kenna hvorum öðrum um stöðuna og reynt að sannfæra þjóðina um að hin hliðin beri ábyrgðina. Ítarlega var farið yfir stöðuna vestanhafs fyrr í vikunni en stöðvun ríkisreksturs felur í stuttu máli sagt í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til búið er að samþykkja fjárlög, hvort sem þau verða til skamms tíma eða langs. Í samtali við Politico segir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, að augljóst sé að með þessu útspili sé Hvíta húsið að reyna að ógna Demókrötum. „Þetta er ekkert nýtt og hefur ekkert með fjárlög að gera,“ sagði Schumer. „Þessum óþörfu uppsögnum verður annað hvort snúið í dómsal eða ríkisstjórnin mun þurfa að ráða þetta fólk aftur“. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, segir markmið Repúblikana að rústa lífum fólks sem eigi þegar erfitt vegna verðbólgu og tolla Trumps. Biður hann fólk um að muna það í nóvember á næsta ári, þegar þingkosningar verða haldnar. 🚨Attention VirginiaDonald Trump and MAGA extremists are plotting mass firings of federal workers starting October 1.Their goal is to ruin your life and punish hardworking families already struggling with Trump Tariffs and inflation. Remember in November.— Hakeem Jeffries (@hakeemjeffries) September 25, 2025 Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Í minnisblaði sem sent var út í gær segir að það að finna eigi kerfi, verkefni og starfsemi sem missa fjármagn um mánaðamótin og undirbúa uppsagnir sem tengjast þeim. Þannig eigi að slíta störfum sem séu ekki í takt við áherslur Donalds Trump, forseta. Minnisblaðið segir einnig til um að þegar stöðvuninni lýkur eigi áætlanir yfirmanna umræddra stofnana varðandi ráðningar að taka mið af mögulegum lágmarksfjölda starfsmanna sem þarf. Russ Vought, yfirmaður fjárlagaskrifstofunnar (OMB) og einn af höfundum Project 2025, er samkvæmt frétt Politico að nota hótun um að segja upp fjölda opinberra starfsmanna til að þrýsta á leiðtoga Demókrataflokksins í þeirri von að þeir lúffi og samþykki bráðabirgðafjárlagafrumvarp sem Repúblikanar hafa lagt fyrir þingið. Russ Vought, yfirmaður Fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins.EPA/JIM LO SCALZO Stöðvun rekstursins talin óhjákvæmileg Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að fátt muni koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandaríkjanna í næstu viku, vegna deilna Repúblikana og Demókrata. Demókratar hafa þó nokkrar kröfur til Repúblikana, sem munu þurfa á atkvæðum Demókrata að halda til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Repúblikanar hafa engan áhuga á að verða við nokkrum af þessum kröfum Demókrata. Undanfarna daga hafa Repúblikanar og Demókratar keppst við að kenna hvorum öðrum um stöðuna og reynt að sannfæra þjóðina um að hin hliðin beri ábyrgðina. Ítarlega var farið yfir stöðuna vestanhafs fyrr í vikunni en stöðvun ríkisreksturs felur í stuttu máli sagt í sér að opinberar stofnanir þurfa að senda alla starfsmenn sem teljast ekki nauðsynlegir heim og opinberir starfsmenn fá ekki laun þar til búið er að samþykkja fjárlög, hvort sem þau verða til skamms tíma eða langs. Í samtali við Politico segir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, að augljóst sé að með þessu útspili sé Hvíta húsið að reyna að ógna Demókrötum. „Þetta er ekkert nýtt og hefur ekkert með fjárlög að gera,“ sagði Schumer. „Þessum óþörfu uppsögnum verður annað hvort snúið í dómsal eða ríkisstjórnin mun þurfa að ráða þetta fólk aftur“. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeildinni, segir markmið Repúblikana að rústa lífum fólks sem eigi þegar erfitt vegna verðbólgu og tolla Trumps. Biður hann fólk um að muna það í nóvember á næsta ári, þegar þingkosningar verða haldnar. 🚨Attention VirginiaDonald Trump and MAGA extremists are plotting mass firings of federal workers starting October 1.Their goal is to ruin your life and punish hardworking families already struggling with Trump Tariffs and inflation. Remember in November.— Hakeem Jeffries (@hakeemjeffries) September 25, 2025
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira