Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 11:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er nú stödd erlendis. Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist kalla saman þjóðaröryggisráð. Drónar hafa flogið ítrekað yfir flugvelli Danmerkur undanfarna daga. „Það er mat forsætisráðherra að þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg atvik sem hafi kallað á lokun alþjóðaflugvalla á Norðurlöndum í öryggisskyni verði að bregðast við fréttum af þessu tagi af yfirvegun og á grundvelli staðreynda upplýsinga. Forsætisráðherra mun áfram fylgjast vel með framvindu mála og taka ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar þjóðaröryggisráðs þegar gleggri upplýsingar liggja fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Drónaflug hefur ógnað þó nokkrum flugvöllum í Danmörku undanfarna daga með þeim afleiðingum að þeim var lokað um tíma. Í gærkvöldi var flugvellinum í Álborg lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug, en ekki var hægt að staðfesta hvort að um dróna hafi verið að ræða eða ekki. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þjóðverja, hefur gefið í skyn að Rússar séu að baki drónafluginu. Stjórnvöld í Danmörku segja ástandið grafalvarlegt. Farið var yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Þingmenn hér á landi hafa kallað eftir því að þjóðaröryggisráðið yrði kallað saman í ljósi vendinga síðustu daga. Þeirra á meðal er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að hún teldi tilefni til að kalla saman ráðið en sú ákvörðun liggur í höndum Kristrúnar sem formaður þess. Kristrún hefur verið erlendis undanfarna daga, fyrst á þingi Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum og nú í Bretlandi á ráðstefnunni Global Progress Action Summit. Í svari ráðuneytisins segir að hún hafi fylgst vel með framvindu mála. Hún hafi fengið upplýsingar frá ritara þjóðaröryggisráðs í samráði við greiningardeild RLS, Vástigsnefnd Flugverndar RLS og Sérsveit RLS. „Vástigsnefndin fundaði síðdegis í fyrradag og fór yfir stöðu mála og lagði mat á þær upplýsingar sem greiningardeild hafði aflað. Mat fundarins var að ekki væri um yfirvofandi ógn að ræða, samtali við norræn löggæsluyfirvöld og stofnanir verði haldið áfram og forsætisráðherra, sem formanni þjóðaröryggisráðs, verði haldið upplýstum eftir því sem málinu vindur fram.“ Mbl greindi fyrst frá og segja að Kristrún hafi tekið þá ákvörðun að kalla ekki saman þjóðaröryggisráðið. Í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar í ráðinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Það er mat forsætisráðherra að þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg atvik sem hafi kallað á lokun alþjóðaflugvalla á Norðurlöndum í öryggisskyni verði að bregðast við fréttum af þessu tagi af yfirvegun og á grundvelli staðreynda upplýsinga. Forsætisráðherra mun áfram fylgjast vel með framvindu mála og taka ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar þjóðaröryggisráðs þegar gleggri upplýsingar liggja fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Drónaflug hefur ógnað þó nokkrum flugvöllum í Danmörku undanfarna daga með þeim afleiðingum að þeim var lokað um tíma. Í gærkvöldi var flugvellinum í Álborg lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug, en ekki var hægt að staðfesta hvort að um dróna hafi verið að ræða eða ekki. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þjóðverja, hefur gefið í skyn að Rússar séu að baki drónafluginu. Stjórnvöld í Danmörku segja ástandið grafalvarlegt. Farið var yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Þingmenn hér á landi hafa kallað eftir því að þjóðaröryggisráðið yrði kallað saman í ljósi vendinga síðustu daga. Þeirra á meðal er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að hún teldi tilefni til að kalla saman ráðið en sú ákvörðun liggur í höndum Kristrúnar sem formaður þess. Kristrún hefur verið erlendis undanfarna daga, fyrst á þingi Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum og nú í Bretlandi á ráðstefnunni Global Progress Action Summit. Í svari ráðuneytisins segir að hún hafi fylgst vel með framvindu mála. Hún hafi fengið upplýsingar frá ritara þjóðaröryggisráðs í samráði við greiningardeild RLS, Vástigsnefnd Flugverndar RLS og Sérsveit RLS. „Vástigsnefndin fundaði síðdegis í fyrradag og fór yfir stöðu mála og lagði mat á þær upplýsingar sem greiningardeild hafði aflað. Mat fundarins var að ekki væri um yfirvofandi ógn að ræða, samtali við norræn löggæsluyfirvöld og stofnanir verði haldið áfram og forsætisráðherra, sem formanni þjóðaröryggisráðs, verði haldið upplýstum eftir því sem málinu vindur fram.“ Mbl greindi fyrst frá og segja að Kristrún hafi tekið þá ákvörðun að kalla ekki saman þjóðaröryggisráðið. Í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar í ráðinu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira