Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 12:20 Lögreglan hafði afskipti af þó nokkrum í gærkvöld. vísir/aðsend Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Lögreglan lokaði fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöldi og var þar með þó nokkurn viðbúnað í um tvær klukkustundir vegna samkomu Vítisengla í samkomuhúsi þeirra á svæðinu. Tvær vikur eru síðan að þrír voru handteknir í sambærilegri lögregluaðgerð á sama stað. Aðgerðin var á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var sérsveitin þeim til taks. Vítisenglar eða Hells Angels, eins og þeir eru þekktir fyrir utan landsteinanna, eru víðast hvar skilgreindir sem glæpasamtök. Vítisenglar hafa undanfarið aukið umsvif sín hér á landi og fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. „Brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla“ Jón Þór Karlsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, segir í samtali við fréttastofu að aðgerðin í gær hafi verið töluvert minni í sniðum en sú fyrri. Enginn var handtekinn í gærkvöldi og ekki lagt hald á vopn eða muni. Hvert var tilefni aðgerðarinnar? „Það er þessi samkoma Hells Angels og veislan sem var í gangi. Lögreglan fylgist þarna með og hefur í gegnum árin gert það og er því engin breyting. Þessi samtök stunda skipulagða brotastarfsemi og lögreglan hefur skyldum að gegna gagnvart því og þess vegna er brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla.“ Viðbúið eftirlit Jón segir að aðgerðir hafi farið vel og friðsamlega fram. Lokunarpóstar stóðu yfir frá hálf níu til hálf ellefu í gærkvöld. Þó nokkur fjöldi lögreglumanna var á vettvangi „Það voru höfð afskipti af fólki sem var á leiðinni í samkvæmið en enginn handtekinn.“ Urðuð þið aftur varir við svona samkomu í gegnum einhverja auglýsingu? „Ég fer nú ekki nánar út í það en það voru spurnir um það að menn ætluðu að hittast þarna og þess vegna fórum við í svona eftirlit.“ Er þetta eitthvað sem er komið til að vera hjá lögreglunni að vera alltaf með eftirlit þarna þegar að þessi hópur kemur saman? „Það er viðbúið. Það er ekki búið að gera neina framtíðaráætlun hvað það varðar. En það er viðbúið að það verði eins og hefur verið í gegnum árin.“ Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Lögreglan lokaði fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöldi og var þar með þó nokkurn viðbúnað í um tvær klukkustundir vegna samkomu Vítisengla í samkomuhúsi þeirra á svæðinu. Tvær vikur eru síðan að þrír voru handteknir í sambærilegri lögregluaðgerð á sama stað. Aðgerðin var á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var sérsveitin þeim til taks. Vítisenglar eða Hells Angels, eins og þeir eru þekktir fyrir utan landsteinanna, eru víðast hvar skilgreindir sem glæpasamtök. Vítisenglar hafa undanfarið aukið umsvif sín hér á landi og fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. „Brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla“ Jón Þór Karlsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, segir í samtali við fréttastofu að aðgerðin í gær hafi verið töluvert minni í sniðum en sú fyrri. Enginn var handtekinn í gærkvöldi og ekki lagt hald á vopn eða muni. Hvert var tilefni aðgerðarinnar? „Það er þessi samkoma Hells Angels og veislan sem var í gangi. Lögreglan fylgist þarna með og hefur í gegnum árin gert það og er því engin breyting. Þessi samtök stunda skipulagða brotastarfsemi og lögreglan hefur skyldum að gegna gagnvart því og þess vegna er brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla.“ Viðbúið eftirlit Jón segir að aðgerðir hafi farið vel og friðsamlega fram. Lokunarpóstar stóðu yfir frá hálf níu til hálf ellefu í gærkvöld. Þó nokkur fjöldi lögreglumanna var á vettvangi „Það voru höfð afskipti af fólki sem var á leiðinni í samkvæmið en enginn handtekinn.“ Urðuð þið aftur varir við svona samkomu í gegnum einhverja auglýsingu? „Ég fer nú ekki nánar út í það en það voru spurnir um það að menn ætluðu að hittast þarna og þess vegna fórum við í svona eftirlit.“ Er þetta eitthvað sem er komið til að vera hjá lögreglunni að vera alltaf með eftirlit þarna þegar að þessi hópur kemur saman? „Það er viðbúið. Það er ekki búið að gera neina framtíðaráætlun hvað það varðar. En það er viðbúið að það verði eins og hefur verið í gegnum árin.“
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira