Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2025 10:02 Fótleggur Hill leit agalega út en hann fór brosandi af velli. Samsett/Skjáskot/Getty Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð fyrir agalegum meiðslum í leik við New York Jets í Flórída í nótt. Hann virtist fara úr hnjálið en viðbrögð leikmannsins vöktu svo enn meiri athygli. Hill hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Hann var besti útherji deildarinnar og raðaði inn snertimörkum á þarsíðustu leiktíð en síðan hefur samstarf hans við leikstjórnandann Tua Tagovailoa súrnað. Tagovailoa hefur farið aftur vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Hill fór hins vegar ágætlega af stað í leik gærkvöldsins, hafði gripið boltann sex sinnum og farið 67 stikur þegar hann var tæklaður í byrjun þriðja leikhluta. Fótur hans skekktist út á við og leit hreint ekki vel út. Óttast er að hann hafi farið úr hnjálið. Gott er að vara við myndunum af meiðslunum, sem eru ekki fyrir viðkvæma. TYREEK HILL’S LEG.OH MY GOODNESS.AWFUL 💔💔💔 pic.twitter.com/YkLiUet9cz— MLFootball (@_MLFootball) September 30, 2025 Viðbrögð Tyreeks er honum var trillað af velli vöktu einnig töluverða athygli. Hann klappaði saman höndum, brosti, hló og þakkaði svo áhorfendum. Hvort um kaldhæðni hafi verið að ræða liggur ekki fyrir en útherjinn er sannarlega óhefðbundinn fír. Only the Dolphins could make a player be happy to be done for the season 💀 pic.twitter.com/nhSgCUQOnb— NFL Memes (@NFL_Memes) September 30, 2025 Óttast er að tímabili hans sé lokið en Dolphins-liðinu tókst án hans að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu, sem er lífsbjörg fyrir þjálfarann Mike McDaniel sem hefur sætt töluverðri gagnrýni á yfirstandandi leiktíð. Þar mátti að stórum hluta þakka innherjanum Darren Waller, sem tók skóna af hillunni til að semja við Dolphins í sumar. Hann skoraði tvö snertimörk í 27-21 sigri. Í hinum leik næturinnar fóru Denver Broncos illa með Cincinnati Bengals. Lokatölur í Denver urðu 28-3 þar sem Bengals-lið án meidds leikstjórnanda Joe Burrow sér fram á annað magurt ár. Nix to Sutton for the TD right before half!CINvsDEN on ABCStream on @NFLPlus and ESPN App pic.twitter.com/djHAJTyqO1— NFL (@NFL) September 30, 2025 Bo Nix, leikstjórnandi Broncos, fór mikinn er hann kastaði fyrir 326 stikum og tveimur snertimörkum, auk þess að hlaupa sjálfur í endamarkið í eitt skiptið. J.K. Dobbins er þá fyrsti hlauparinn sem fer yfir 100 stikurnar fyrir lið Broncos í 38 leiki, en hann átti fínasta leik í nótt. Bæði Bengals og Broncos hafa unnið tvo leiki en tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. NFL Tengdar fréttir Tyreek Hill reyndi fyrir sér í handbolta: „Vissi ekki hvað þetta var“ Tyreek Hill, einn besti útherji NFL-deildarinnar, mætti á handboltaæfingu í París í vikunni. 21. mars 2024 17:01 Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, slapp við kæru eftir heimsókn lögreglu á heimili hans í gærkvöld. Lögreglan á svæðinu hefur lokað málinu. 10. apríl 2025 15:02 Fljótasti maður heims keppir við fljótasta manninn í NFL Fljótasti maður heims í dag, Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles, og Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins, hafa ákveðið að keppa í spretthlaupi í sumar. 14. febrúar 2025 11:45 Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25 NFL-stjarna á tíu börn og hefur eignast fjögur síðasta árið Tyreek Hill, stjarna Miami Dolphins í NFL-deildinni, er duglegur að fjölga sér, allavega miðað við nýleg ummæli hans. 26. apríl 2024 09:00 Eldur í húsi Tyreek Hill sem yfirgaf æfingu Dolphins Eldur kom upp í glæsihúsi NFL útherjans Tyreek Hill nú í kvöld. Hill er leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni og yfirgaf æfingu liðsins nú síðdegis. 3. janúar 2024 20:00 Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Sjá meira
Hill hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Hann var besti útherji deildarinnar og raðaði inn snertimörkum á þarsíðustu leiktíð en síðan hefur samstarf hans við leikstjórnandann Tua Tagovailoa súrnað. Tagovailoa hefur farið aftur vegna ítrekaðra höfuðmeiðsla. Hill fór hins vegar ágætlega af stað í leik gærkvöldsins, hafði gripið boltann sex sinnum og farið 67 stikur þegar hann var tæklaður í byrjun þriðja leikhluta. Fótur hans skekktist út á við og leit hreint ekki vel út. Óttast er að hann hafi farið úr hnjálið. Gott er að vara við myndunum af meiðslunum, sem eru ekki fyrir viðkvæma. TYREEK HILL’S LEG.OH MY GOODNESS.AWFUL 💔💔💔 pic.twitter.com/YkLiUet9cz— MLFootball (@_MLFootball) September 30, 2025 Viðbrögð Tyreeks er honum var trillað af velli vöktu einnig töluverða athygli. Hann klappaði saman höndum, brosti, hló og þakkaði svo áhorfendum. Hvort um kaldhæðni hafi verið að ræða liggur ekki fyrir en útherjinn er sannarlega óhefðbundinn fír. Only the Dolphins could make a player be happy to be done for the season 💀 pic.twitter.com/nhSgCUQOnb— NFL Memes (@NFL_Memes) September 30, 2025 Óttast er að tímabili hans sé lokið en Dolphins-liðinu tókst án hans að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu, sem er lífsbjörg fyrir þjálfarann Mike McDaniel sem hefur sætt töluverðri gagnrýni á yfirstandandi leiktíð. Þar mátti að stórum hluta þakka innherjanum Darren Waller, sem tók skóna af hillunni til að semja við Dolphins í sumar. Hann skoraði tvö snertimörk í 27-21 sigri. Í hinum leik næturinnar fóru Denver Broncos illa með Cincinnati Bengals. Lokatölur í Denver urðu 28-3 þar sem Bengals-lið án meidds leikstjórnanda Joe Burrow sér fram á annað magurt ár. Nix to Sutton for the TD right before half!CINvsDEN on ABCStream on @NFLPlus and ESPN App pic.twitter.com/djHAJTyqO1— NFL (@NFL) September 30, 2025 Bo Nix, leikstjórnandi Broncos, fór mikinn er hann kastaði fyrir 326 stikum og tveimur snertimörkum, auk þess að hlaupa sjálfur í endamarkið í eitt skiptið. J.K. Dobbins er þá fyrsti hlauparinn sem fer yfir 100 stikurnar fyrir lið Broncos í 38 leiki, en hann átti fínasta leik í nótt. Bæði Bengals og Broncos hafa unnið tvo leiki en tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar.
NFL Tengdar fréttir Tyreek Hill reyndi fyrir sér í handbolta: „Vissi ekki hvað þetta var“ Tyreek Hill, einn besti útherji NFL-deildarinnar, mætti á handboltaæfingu í París í vikunni. 21. mars 2024 17:01 Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, slapp við kæru eftir heimsókn lögreglu á heimili hans í gærkvöld. Lögreglan á svæðinu hefur lokað málinu. 10. apríl 2025 15:02 Fljótasti maður heims keppir við fljótasta manninn í NFL Fljótasti maður heims í dag, Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles, og Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins, hafa ákveðið að keppa í spretthlaupi í sumar. 14. febrúar 2025 11:45 Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25 NFL-stjarna á tíu börn og hefur eignast fjögur síðasta árið Tyreek Hill, stjarna Miami Dolphins í NFL-deildinni, er duglegur að fjölga sér, allavega miðað við nýleg ummæli hans. 26. apríl 2024 09:00 Eldur í húsi Tyreek Hill sem yfirgaf æfingu Dolphins Eldur kom upp í glæsihúsi NFL útherjans Tyreek Hill nú í kvöld. Hill er leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni og yfirgaf æfingu liðsins nú síðdegis. 3. janúar 2024 20:00 Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Sjá meira
Tyreek Hill reyndi fyrir sér í handbolta: „Vissi ekki hvað þetta var“ Tyreek Hill, einn besti útherji NFL-deildarinnar, mætti á handboltaæfingu í París í vikunni. 21. mars 2024 17:01
Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, slapp við kæru eftir heimsókn lögreglu á heimili hans í gærkvöld. Lögreglan á svæðinu hefur lokað málinu. 10. apríl 2025 15:02
Fljótasti maður heims keppir við fljótasta manninn í NFL Fljótasti maður heims í dag, Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles, og Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins, hafa ákveðið að keppa í spretthlaupi í sumar. 14. febrúar 2025 11:45
Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25
NFL-stjarna á tíu börn og hefur eignast fjögur síðasta árið Tyreek Hill, stjarna Miami Dolphins í NFL-deildinni, er duglegur að fjölga sér, allavega miðað við nýleg ummæli hans. 26. apríl 2024 09:00
Eldur í húsi Tyreek Hill sem yfirgaf æfingu Dolphins Eldur kom upp í glæsihúsi NFL útherjans Tyreek Hill nú í kvöld. Hill er leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni og yfirgaf æfingu liðsins nú síðdegis. 3. janúar 2024 20:00
Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31