Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2025 16:28 Frá Khan Younis á Gasaströndinni. AP/Jehad Alshrafi) Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leiðtogum Hamas-samtakanna þrjá til fjóra daga til að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna um að binda enda á átökin á Gasaströndinni. Samþykki þeir ekki tillögurnar muni það hafa „mjög sorglegar“ afleiðingar. Erindrekar frá Katar og Egyptalandi deildu tillögunum með leiðtogum Hamas í gær og hafa þeir þær til skoðunar. Hamas fékk enga aðkomu að því að semja áætlunina en hún felur í sér að Hamas-liðar leggi niður vopn. Það er krafa sem hefur verið bein að þeim áður og þeir hafa alfarið hafnað. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Heimildarmaður Reuters, sem sagður er þekkja til þankagangsins innan Hamas, segir tillögurnar halla verulega á Palestínumenn og þeim fylgi skilyrði sem ekki væri hægt að verða við. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Al Jazeera hefur eftir leiðtogum Fatah-hreyfingarinnar, sem leiðir heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum, að jákvætt sé að Bandaríkjamenn séu að reyna að koma á friði. Tillögur þeirra jafnist þó á við uppgjöf sem þvinga eigi upp á Palestínumenn án samráðs við þá. Leiðtogar Hamas segjast ætla að bregðast við tillögunum eins fljótt og þeir geta. AP fréttaveitan segir að erfitt gæti verið fyrir þá að hafna því. Hamas-samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru og hafa verið einangruð nokkuð. Trump hafi tekist að fá nokkra af bandamönnum samtakanna til að styðja tillögurnar. Tuttugu tillögur Tillögur Bandaríkjamanna eru tuttugu talsins. Í stuttu máli sagt fela þær í sér að Ísraelar hörfi að hluta til frá Gasa og að Hamas sleppi þeim gíslum sem eru enn í haldi vígamanna samtakanna. Á móti eiga Ísraelar að sleppa fjölda fólks í haldi þeirra og líkamsleifum fólks sem þeir halda enn. Endurbyggja á Gasaströndina, með alþjóðlegu fjármagni, og auka flæði neyðaraðstoðar þangað og eiga Hamas-liðar að leggja niður vopn og heita því að hætta árásum á Ísraela eða aðra. Þeir Hamas-liðar sem vilja yfirgefa Gasa mega það, vilji ráðamenn einhvers ríkis taka við þeim. Samkvæmt tillögunum á að stofna sérstakt ráð sem stýra á Gasaströndinni um tíma og á það að vera skipað sérfræðingum frá Palestínu og öðrum ríkjum. Ráðið þessu verður stýrt af sérstakri stjórn sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verður forseti yfir. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, á einnig að sitja í stjórninni, auk annarra. Ráðið og stjórnin eiga svo að stýra endurreisn Gasa, þar til Heimastjórn Palestínu getur tekið í stjórnartaumana, eftir ýmsar umbætur á starfsemi hennar samkvæmt tillögum frá Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu, Frökkum og öðrum. Það ferli gæti tekið mörg ár. Tillögurnar segja til um að enginn verði þvingaður á brott og þeir sem hafa áður flúið megi snúa aftur. Þá munu Bandaríkjamenn vinna með öðrum ríkjum Mið-Austurlanda að því að skapa sérstakt gæslulið sem á að þjálfa og starfa með palestínskum löggæslumönnum, með ráðgjöf frá Jórdaníu og Egyptalandi. Samhliða þessari þróun eiga ísraelskir hermenn að hörfa alfarið frá Gasa, að undanskildu öryggissvæði þar sem hermenn eiga að vera þar til það þykir öruggt að flytja þá á brott. Hver ráða á hvenær það er kemur ekki fram í tillögunum. Þá eru tillögurnar mjög óljósar þegar kemur að palestínsku ríki og nefna eingöngu mögulega lausn að tveggja ríkja lausn en á mjög óljósan hátt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur ítrekað sagt að stofnun slíks ríkis komi ekki til greina. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53 Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“ 29. september 2025 19:41 Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. 26. september 2025 13:48 Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. 26. september 2025 07:32 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Erindrekar frá Katar og Egyptalandi deildu tillögunum með leiðtogum Hamas í gær og hafa þeir þær til skoðunar. Hamas fékk enga aðkomu að því að semja áætlunina en hún felur í sér að Hamas-liðar leggi niður vopn. Það er krafa sem hefur verið bein að þeim áður og þeir hafa alfarið hafnað. Leiðtogar Hamas hafa áður sagst tilbúnir til að sleppa takinu á stjórnartaumunum á Gasa en vilja ekki leggja niður vopn sín. Heimildarmaður Reuters, sem sagður er þekkja til þankagangsins innan Hamas, segir tillögurnar halla verulega á Palestínumenn og þeim fylgi skilyrði sem ekki væri hægt að verða við. Margar af þessum tillögum hafa sést áður í fyrri vopnahléstillögum á undanförnum tveimur árum. Al Jazeera hefur eftir leiðtogum Fatah-hreyfingarinnar, sem leiðir heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum, að jákvætt sé að Bandaríkjamenn séu að reyna að koma á friði. Tillögur þeirra jafnist þó á við uppgjöf sem þvinga eigi upp á Palestínumenn án samráðs við þá. Leiðtogar Hamas segjast ætla að bregðast við tillögunum eins fljótt og þeir geta. AP fréttaveitan segir að erfitt gæti verið fyrir þá að hafna því. Hamas-samtökin eru ekki jafn öflug og þau voru og hafa verið einangruð nokkuð. Trump hafi tekist að fá nokkra af bandamönnum samtakanna til að styðja tillögurnar. Tuttugu tillögur Tillögur Bandaríkjamanna eru tuttugu talsins. Í stuttu máli sagt fela þær í sér að Ísraelar hörfi að hluta til frá Gasa og að Hamas sleppi þeim gíslum sem eru enn í haldi vígamanna samtakanna. Á móti eiga Ísraelar að sleppa fjölda fólks í haldi þeirra og líkamsleifum fólks sem þeir halda enn. Endurbyggja á Gasaströndina, með alþjóðlegu fjármagni, og auka flæði neyðaraðstoðar þangað og eiga Hamas-liðar að leggja niður vopn og heita því að hætta árásum á Ísraela eða aðra. Þeir Hamas-liðar sem vilja yfirgefa Gasa mega það, vilji ráðamenn einhvers ríkis taka við þeim. Samkvæmt tillögunum á að stofna sérstakt ráð sem stýra á Gasaströndinni um tíma og á það að vera skipað sérfræðingum frá Palestínu og öðrum ríkjum. Ráðið þessu verður stýrt af sérstakri stjórn sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verður forseti yfir. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, á einnig að sitja í stjórninni, auk annarra. Ráðið og stjórnin eiga svo að stýra endurreisn Gasa, þar til Heimastjórn Palestínu getur tekið í stjórnartaumana, eftir ýmsar umbætur á starfsemi hennar samkvæmt tillögum frá Bandaríkjunum, Sádi-Arabíu, Frökkum og öðrum. Það ferli gæti tekið mörg ár. Tillögurnar segja til um að enginn verði þvingaður á brott og þeir sem hafa áður flúið megi snúa aftur. Þá munu Bandaríkjamenn vinna með öðrum ríkjum Mið-Austurlanda að því að skapa sérstakt gæslulið sem á að þjálfa og starfa með palestínskum löggæslumönnum, með ráðgjöf frá Jórdaníu og Egyptalandi. Samhliða þessari þróun eiga ísraelskir hermenn að hörfa alfarið frá Gasa, að undanskildu öryggissvæði þar sem hermenn eiga að vera þar til það þykir öruggt að flytja þá á brott. Hver ráða á hvenær það er kemur ekki fram í tillögunum. Þá eru tillögurnar mjög óljósar þegar kemur að palestínsku ríki og nefna eingöngu mögulega lausn að tveggja ríkja lausn en á mjög óljósan hátt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur ítrekað sagt að stofnun slíks ríkis komi ekki til greina.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53 Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“ 29. september 2025 19:41 Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. 26. september 2025 13:48 Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. 26. september 2025 07:32 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Danir munu ekki greiða atkvæði með því að Ísrael verði vikið úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Aðilar Samtaka evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) greiða atkvæði um þátttöku Ísraels á fundi í nóvember. 30. september 2025 14:53
Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafa sammældust um tuttugu punkta áætlun sem binda á enda á stríðið á Gasa á fundi þeirra í dag. Í áætluninni er krafist að Gasa verði svæði sem ógni ekki nágrönnunum sínum og að framkvæmd verði fanga- og gíslaskipti. Samþykki Hamas ekki áætlunina segist Netanjahú ætla að „ljúka því sem þeir hófu.“ 29. september 2025 19:41
Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. 26. september 2025 13:48
Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. 26. september 2025 07:32