Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2025 07:00 Úr leik Newcastle United og Arsenal. Lee Parker/Getty Images Eins og flest vita þá fer tískan í hringi, það á bæði við um þegar kemur að fatnaði og útliti en einnig þegar kemur að því hvað er heitt hverju sinni í heimi íþrótta. Innan fótboltaheimsins eru föst leikatriði heldur betur komin í tísku á nýjan leik. Á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hafa 28,4 prósent markanna komið eftir föst leikatriði. Þá hafa 3,2 prósent marka komið eftir löng innköst. Vissulega er leiktíðin nýfarin af stað en það gefur augaleið að föst leikatriði eru það heitasta í bransanum um þessar mundir. Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, má finna langa grein sem þylur upp hina ýmsu tölfræði varðandi föst leikatriði. Kveikjan að greininni er sú staðreynd að öll þrjú mörkin í viðureign Newcastle United og Arsenal komu eftir föst leikatriði. Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams í NFL-deildinni, er góðvinur Mikel Arteta, þjálfara Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður hvað íþróttirnar ættu sameiginlegt sagði McVay að NFL væri „eins og heill leikur af föstum leikatriðum.“ Hefur stýrt Rams frá 2017.Harry How/Getty Images Segja má að Arteta, og Arsenal, séu í fararbroddi þegar kemur að nýjungum í föstum leikatriðum. Allt í einu var Arsenal - liðið sem þoldi ekki föst leikatriði Stoke City og vildi allt til að boltinn fengi að flæða um völlinn – orðið helsti talsmaður fastra leikatriða. Hvað eru liðin að gera? Það er ljóst að NFL hefur haft áhrif á hvernig þjálfarar ensku úrvalsdeildarinnar hugsa föst leikatriði í dag. Taka skal fram að sjaldnast eru það aðalþjálfararnir sem stilla upp í föst leikatriði heldur er sérstakur þjálfari fenginn í það verkefni. Hjá stærstu liðunum geta þeir verið tveir, einn sér um vörnina og hinn sóknina. Pope í leiknum gegn Arsenal.EPA/GARY OAKLEY Í þá gömlu góðu þegar föst leikatriði voru í hávegum höfð snerist það aðallega um að senda boltann hnitmiðað inn í ákveðið svæði þar sem besti skallamaður þess liðs átti að sjá um rest. Nú eru leikmenn hins vegar að hlaupa fyrir fram ákveðnar leiðir eins og þekkist í NFL. Þá eru settar upp hindranir svo réttur maður komist óáreittur að boltanum. Sem dæmi má benda á sigurmark Arsenal gegn Newcastle þar sem markvörðurinn Nick Pope komst hvorki lönd né strönd vegna hindrunar sem sett var á veg hans. Reikna má með að fleiri slík mörk líti dagsins ljós á komandi mánuðum. Fótbolti Enski boltinn NFL Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
Á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hafa 28,4 prósent markanna komið eftir föst leikatriði. Þá hafa 3,2 prósent marka komið eftir löng innköst. Vissulega er leiktíðin nýfarin af stað en það gefur augaleið að föst leikatriði eru það heitasta í bransanum um þessar mundir. Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, má finna langa grein sem þylur upp hina ýmsu tölfræði varðandi föst leikatriði. Kveikjan að greininni er sú staðreynd að öll þrjú mörkin í viðureign Newcastle United og Arsenal komu eftir föst leikatriði. Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams í NFL-deildinni, er góðvinur Mikel Arteta, þjálfara Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður hvað íþróttirnar ættu sameiginlegt sagði McVay að NFL væri „eins og heill leikur af föstum leikatriðum.“ Hefur stýrt Rams frá 2017.Harry How/Getty Images Segja má að Arteta, og Arsenal, séu í fararbroddi þegar kemur að nýjungum í föstum leikatriðum. Allt í einu var Arsenal - liðið sem þoldi ekki föst leikatriði Stoke City og vildi allt til að boltinn fengi að flæða um völlinn – orðið helsti talsmaður fastra leikatriða. Hvað eru liðin að gera? Það er ljóst að NFL hefur haft áhrif á hvernig þjálfarar ensku úrvalsdeildarinnar hugsa föst leikatriði í dag. Taka skal fram að sjaldnast eru það aðalþjálfararnir sem stilla upp í föst leikatriði heldur er sérstakur þjálfari fenginn í það verkefni. Hjá stærstu liðunum geta þeir verið tveir, einn sér um vörnina og hinn sóknina. Pope í leiknum gegn Arsenal.EPA/GARY OAKLEY Í þá gömlu góðu þegar föst leikatriði voru í hávegum höfð snerist það aðallega um að senda boltann hnitmiðað inn í ákveðið svæði þar sem besti skallamaður þess liðs átti að sjá um rest. Nú eru leikmenn hins vegar að hlaupa fyrir fram ákveðnar leiðir eins og þekkist í NFL. Þá eru settar upp hindranir svo réttur maður komist óáreittur að boltanum. Sem dæmi má benda á sigurmark Arsenal gegn Newcastle þar sem markvörðurinn Nick Pope komst hvorki lönd né strönd vegna hindrunar sem sett var á veg hans. Reikna má með að fleiri slík mörk líti dagsins ljós á komandi mánuðum.
Fótbolti Enski boltinn NFL Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira