Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2025 06:42 Magga Stína fyrir brottför í gær. Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Félaginu Ísland-Palestína og Möggu Stínu, eins og hún er kölluð. „Gaza Freedom Flotilla, eða Frelsisflotinn, er alþjóðlegur skipafloti sem siglir með hjálpargögn til íbúa á Gaza-svæðinu. Markmið flotans er að rjúfa ólöglegu herkvína sem Ísrael viðheldur við Gaza. Takist Frelsisflotanum að komast á áfangastað geta skip hjálparsamtaka fylgt á eftir og veitt íbúum Gaza lífsbjargandi aðstoð. Nú þegar er 50 skipa floti kominn langleiðina til Gaza,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að síðustu daga hafi Ísraelar ráðist á skipin með drónum og árásum á fjarskiptabúnað. Sum skipanna hafi orðið fyrir skemmdum. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld, sem haldi því fram að þau séu í fremstu röð stuðningsmanna Palestínu, sýni það nú í verki. „Við hvetjum alla landsmenn til að sýna Möggu Stínu og flotanum stuðning með því að fylgjast með ferð flotans og deila fréttum af honum. Athygli okkar veitir flotanum vernd og eykur líkur á að þau nái að brjóta herkvína. Þrýstum á stjórnvöld að tryggja öryggi flotans svo honum takist ætlunarverk sitt - að rjúfa ólöglega herkví Ísraels og opna leið fyrir neyðaraðstoð inn á Gaza,“ segir í tilkynningunni. Fyrir miðri mynd má sjá Vigdis Bjorvand frá Noregi, sem tók þátt í fyrri siglingu Frelsisflotans í júlí, þegar þátttakendur voru stöðvaðir af Ísraelsher. Þá er haft eftir Möggu Stínu: „Í tvö ár höfum við fylgst með þjóðarmorði í beinu streymi og almenningur um allan heim hefur mótmælt. Samt hafa stjórnvöld enn ekki brugðist við, þrátt fyrir vilja þjóðarinnar, þrátt fyrir yfirlýsingar allra helstu mannúðarsamtaka, sérfræðinga í þjóðarmorði og Sameinuðu Þjóðanna. Stjórnvöld heimsins bera ábyrgð. Þau eru skyldug til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þennan hrylling. Það er skylda okkar allra að gera það sem við getum til að stöðva hryllinginn. Þess vegna tel ég það eina rétta að stíga um borð með því fólki sem tilbúið er að sigla til Gaza til þess að rjúfa ólöglegu herkvína og opna fyrir flæði mannúðaraðstoðar á svæðið. Það er mjög mikilvægt að Ísland eigi fulltrúa í flotanum því íslenskur almenningur þolir ekki heldur þann veruleika sem yfirvöld heimsins láta óáreittan. Hann þolir ekki þessar hörmungar - ekki í eina mínútu í viðbót. Stríðsglæpirnir, þjóðernishreinsanirnar, sveltið, barnamorðin og allur hryllingurinn sem Ísrael beitir á Gaza verður að stöðva. Það sem er að gerast á Gaza er glæpur gegn lífinu. Það er andstætt öllum lögmálum lífsins. Við viljum ekki lifa í slíkum heimi. Þess vegna verðum við að berjast gegn því með öllum mætti. Þess vegna sigli ég með Frelsisflotanum til Gaza: Af því að ég er manneskja, af því að ég er mamma, af því að ég er amma, af því ég veit að allar manneskjur með samkennd myndu gera það sama ef þau gætu. Ég veit ég er ekki ein í þeirri stöðu að vilja gera allt sem hægt er til að stöðva þennan hrylling, ég er hér fyrir hönd svo margra Íslendinga sem vilja gera það sama. Stöðvum þjóðarmorðið - Lifi frjáls Palestína!“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Félaginu Ísland-Palestína og Möggu Stínu, eins og hún er kölluð. „Gaza Freedom Flotilla, eða Frelsisflotinn, er alþjóðlegur skipafloti sem siglir með hjálpargögn til íbúa á Gaza-svæðinu. Markmið flotans er að rjúfa ólöglegu herkvína sem Ísrael viðheldur við Gaza. Takist Frelsisflotanum að komast á áfangastað geta skip hjálparsamtaka fylgt á eftir og veitt íbúum Gaza lífsbjargandi aðstoð. Nú þegar er 50 skipa floti kominn langleiðina til Gaza,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að síðustu daga hafi Ísraelar ráðist á skipin með drónum og árásum á fjarskiptabúnað. Sum skipanna hafi orðið fyrir skemmdum. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld, sem haldi því fram að þau séu í fremstu röð stuðningsmanna Palestínu, sýni það nú í verki. „Við hvetjum alla landsmenn til að sýna Möggu Stínu og flotanum stuðning með því að fylgjast með ferð flotans og deila fréttum af honum. Athygli okkar veitir flotanum vernd og eykur líkur á að þau nái að brjóta herkvína. Þrýstum á stjórnvöld að tryggja öryggi flotans svo honum takist ætlunarverk sitt - að rjúfa ólöglega herkví Ísraels og opna leið fyrir neyðaraðstoð inn á Gaza,“ segir í tilkynningunni. Fyrir miðri mynd má sjá Vigdis Bjorvand frá Noregi, sem tók þátt í fyrri siglingu Frelsisflotans í júlí, þegar þátttakendur voru stöðvaðir af Ísraelsher. Þá er haft eftir Möggu Stínu: „Í tvö ár höfum við fylgst með þjóðarmorði í beinu streymi og almenningur um allan heim hefur mótmælt. Samt hafa stjórnvöld enn ekki brugðist við, þrátt fyrir vilja þjóðarinnar, þrátt fyrir yfirlýsingar allra helstu mannúðarsamtaka, sérfræðinga í þjóðarmorði og Sameinuðu Þjóðanna. Stjórnvöld heimsins bera ábyrgð. Þau eru skyldug til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þennan hrylling. Það er skylda okkar allra að gera það sem við getum til að stöðva hryllinginn. Þess vegna tel ég það eina rétta að stíga um borð með því fólki sem tilbúið er að sigla til Gaza til þess að rjúfa ólöglegu herkvína og opna fyrir flæði mannúðaraðstoðar á svæðið. Það er mjög mikilvægt að Ísland eigi fulltrúa í flotanum því íslenskur almenningur þolir ekki heldur þann veruleika sem yfirvöld heimsins láta óáreittan. Hann þolir ekki þessar hörmungar - ekki í eina mínútu í viðbót. Stríðsglæpirnir, þjóðernishreinsanirnar, sveltið, barnamorðin og allur hryllingurinn sem Ísrael beitir á Gaza verður að stöðva. Það sem er að gerast á Gaza er glæpur gegn lífinu. Það er andstætt öllum lögmálum lífsins. Við viljum ekki lifa í slíkum heimi. Þess vegna verðum við að berjast gegn því með öllum mætti. Þess vegna sigli ég með Frelsisflotanum til Gaza: Af því að ég er manneskja, af því að ég er mamma, af því að ég er amma, af því ég veit að allar manneskjur með samkennd myndu gera það sama ef þau gætu. Ég veit ég er ekki ein í þeirri stöðu að vilja gera allt sem hægt er til að stöðva þennan hrylling, ég er hér fyrir hönd svo margra Íslendinga sem vilja gera það sama. Stöðvum þjóðarmorðið - Lifi frjáls Palestína!“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira