Viðskipti innlent

Laun og barna­bætur berast seint

Atli Ísleifsson skrifar
Hægagangur er í vinnslu hjá Reikningsstofu bankanna.
Hægagangur er í vinnslu hjá Reikningsstofu bankanna. Getty

Vegna hægagangs í vinnslum hjá Reiknistofu bankanna eru greiðslur frá Tryggingastofnun og Fjársýslu ríkisins að berast seinna í dag en venjulega. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reikningsstofu bankanna. Á þetta meðal annars við um laun og barnabætur.

„Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi seinkun kann að valda,“ segir í tilkynningu frá Reikningsstofu bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×